Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 34
26 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 12.15 Philippe Laplace, lektor í skoskum bókmenntum við háskólann í Besancon og gestakennari í þýðingar- fræðum við Háskóla Íslands, flytur í dag fyrirlestur um rithöfundinn Neil M. Gunn og þjóðernisstefnu innan skoskra bókmennta. Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, verður fluttur í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 12.15. Hagstofa Íslands hefur um árabil haldið skrár um aðsókn að leiksýningum á Íslandi sem eru haldbestu skýrslur sem fáanlegar eru hvernig landinn sækir leikhús. Byggja aðsóknartölur á gögnum frá leikhúsum, leikflokkum og áhugamannafélögum. Sýningar á vegum nemendafélaga eru ekki taldar með sem er ágalli þar sem þær eru mikilvæg stoð leiklistarstarfsins í landinu. Nýlega hefur Hagstofan birt tölur fyrir síðasta leikár en sá háttur er hafður á við talningu að miða við starfsár leikhúsa frá hausti til vors. Eitthvað er um áætlanir í innsendum gögnum til Hagstofunnar og er heildartala birt sem áætlun á vef stofnunarinnar. Væri æskilegt að hagsmunaaðilar reyndu að festa sem ábyggilegastar tölur og aðsókn væri greind í staðfestar tölur og áætlunartölur: samanlagðar aðsóknartölur fyrir báða flokkana sýna að leikhússókn er mikil hér á landi. Áætlað er að um 440 þúsund manns hafi sótt sýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga á síðasta leikári 2006-2007. Aðsókn hefur aukist um 70 þúsund manns frá leikárinu þar á undan og þessi fjöldi samsvarar því að hver landsmaður sæki leikhús 1,4 sinnum á ári. Fram kemur á vef Hagstofunnar að leikuppfærslur hafi samtals verið tæplega 250 og heildarfjöldi sýninga rétt um 2.800. Sjö atvinnu- leikhús með aðstöðu í sex leikhúsum voru starfrækt á síðasta ári. Á vegum þeirra voru 13 leiksvið með um 3.000 sætum. Leikhúsin settu 95 uppfærslur á svið hér innanlands, þar af voru leikrit flest, eða 63 talsins. Samanlagður fjöldi sýninga var 1.224. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 37, en eftir erlenda 51. Atvinnuleikhópum hefur fjölgað talsvert undan- farin ár, eða úr 22 leikárið 2000/2001 í 38 í fyrra en þar með er ekki öll sagan sögð: hópar hafa til- hneigingu til að myndast um stök verkefni. Uppfærslum á þeirra vegum hefur fjölgað að sama skapi, en á síðasta leikári færðu atvinnuleikhópar upp á svið innanlands 79 verk samanborið við 30 á leikárinu 2000/2001. Aukinn fjöldi samstarfsverkefna sjálfstæðra leikhópa og leikhúsa í opinberum rekstri hefur aukist sem setur hagstofumönnum nokkurn vanda. Mikilvægt er að gögn sem Hagstofunni berast séu klár og skýr og ættu hagsmunaaðilar að hafa tölur og aðgreiningar sem skýrastar. Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að á næstliðnu leikári voru starfandi 40 áhugaleikfélög víðs vegar um landið. Uppfærslur á vegum félaganna voru á síðasta leikári 89 eða litlu fleiri en á leikárinu á undan. Tvær af hverjum þremur uppfærslum voru eftir innlenda höfunda. Samanlagður fjöldi flytjenda á síðasta leikári var um 1.450 manns. Félögin sýndu 498 sinnum fyrir um 30 þúsund gesti. Ef tölur eru krufnar til mergjar kemur í ljós að gestir Íslensku óperunnar voru 9.585, Íslenska dansflokksins 4.894, Hafnarfjarðarleikhússins 8.700. Möguleikhúsið, sem féll út af styrkþegaskrá Leiklistarráðs í úthlutun þessa árs, sóttu 13.826 gestir. Leikfélag Akureyrar átti góðu gengi að fagna með 37.639 gestum, en Þjóðleikhúsið sóttu heim 71.781. Í Borgarleikhúsið komu 121.807 gestir en þar er um að ræða bæði sýningar Leikfélags Reykjavíkur og samstarfsverkefni. Nokkur styr hefur verið milli leikhúsa um frágang á þessum gögnum. Einkum hafa aðstandendur sjálfstæðu leikhúsanna gagnrýnt að stærri leikhús birti tölur um gesti án athugasemda og eigni sér gesti sjálfstæðu leikhúsanna. Verður að skoða þann styr í ljósi þess að aðstöðumunur leikhússtofnana er gífurlegur og hafa virtir leikhúsmenn á síðustu misserum kallað eftir uppskurði á styrkjakerfi leikhúsa og leikflokka í landinu fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna. Tölur um aðsókn á síðasta starfsári ítreka nauðsyn slíkrar endurskoðunar. pbb@frettabladid.is Leikhúsaðsókn eykst enn LEIKLIST Tæplega fimm þúsund gestir sáu sýningar Íslenska Dansflokks- ins á síðasta leikári. Bókmenntafræðingar hafa löngum velt vöngum yfir því hvernig William Shake- speare fór að því að fanga svo vel anda og orðbragð Feneyja sextándu aldar í verkum sínum án þess að hafa nokkurn tímann sótt borgina heim. Flestir hallast að því að Shakespeare hafi öðlast þekkingu sína á feneyskri menningu í gegnum Ítali sem hann kynntist á Englandi og að ótvíræð skáldagáfa hans hafi fyllt upp í eyðurnar. Nýverið gáfu þó tveir ítalskir fræðimenn, þeir Shaul Bassi og Alberto Toso Fei, út bók þar sem þeir halda því fram að Shakespeare hljóti að hafa komið til Feneyja þar sem þekking hans á borginni var svo ítarleg. Um þriðjungur verka Shakespeares tengist Ítalíu á einhvern hátt; ýmist gerast þau þar eða vísa í ítalska staði og menningu. Það er því nokkuð ljóst að skáldið var heillað af landinu. Bassi og Toso Fei kafa djúpt í bók sinni og finna dæmi í verkum Shakespeares um tilvísanir í ítalska menningu og þekkingu á staðháttum sem varla hefði verið hægt að verða sér úti um öðruvísi en með heimsókn til landsins. Þeir vilja til að mynda meina að lýsingar á byggingum og kennileitum Fen- eyja í leikritum hans séu svo hárnákvæmar að hann hljóti að hafa litið borgina augum sjálfur. Annað sem þeim þykir renna stoðum undir hugmynd sína er að Shakespeare náði að fanga í verkum sínum þann fjölþjóðlega anda sem ríkti í heimsborginni Feneyjum á sextándu öld, en í þá daga var þar miðpunktur verslunar í Evrópu og suðupottur ólíkra menningarstrauma. Í bók sinni setja þeir Bassi og Toso Fei fram hugmynd að ferðalagi skáldsins um Ítalíu, með tillögum að viðkomustöðum og viðmælendum Shakespeares á leiðinni. Aftur á móti eru engar heimildir til um að Shakespeare hafi nokkru sinni ferðast utan heimalands síns og því ómögulegt að færa sönnur á kenningu þeirra Bassi og Toso Fei. - vþ Ferðamaðurinn Shakespeare? WILLIAM SHAKESPEARE Ætli hann hafi einhvern tímann sótt Feneyjar heim? Myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjóns- son opnar nýja sýningu í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5, á föstudag. Þar sýnir hann fjölbreytt og fjölmörg verk; á sýningunni má sjá hvorki meira né minna en 50 myndir unnar á pappír, en á þær má líta sem eins konar dagbækur sem tengjast fréttum og hversdags- legum upplifunum. Að auki eru á sýningunni átta málverk og fjórir skúlptúrar. Á meðal skúlptúranna má finna postulínsskúlptúr í barokkstíl sem er sjálfsmynd lista- mannsins sem Lúðvík XIV og skúlptúr sem er sjálfsmynd listamannsins sem 20. aldar glysönd. Sólarlög eru listamanninum hugleikin; á meðal málverkanna eru myndir af appelsínugulu sólarlagi og bleiku sólarlagi. Helgi Þorgils er einn af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann nam list sína bæði hér heima og í Hollandi. Eftir að hann sneri heim úr námi hefur Helgi starfað bæði sem myndlistarmaður og sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar Listaháskóla Íslands. Auk þess hefur hann verið gestakennari og fyrirlesari í Evrópu og Bandaríkjunum. Helgi hefur sýnt víða erlendis, þó aðallega í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu áratugi. Sýning Helga í Gallery Turpentine stendur til 12. apríl. - vþ Glysöndin Helgi Þorgils sýnir MENN OG FISKAR Lifa saman í sátt og samlyndi í verki eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Myndlistarmaðurinn eftirtektarverði Elín Hansdóttir sýnir nú verk sitt Bookspace í Landsbókasafni – Háskólabókasafni, í húsnæði því sem í daglegu tali nefnist Þjóðarbókhlaðan. Verkið er á 4. hæð. Bookspace samanstendur af 1.000 bókum með auðum síðum. Gestir safnsins geta fengið bækurnar lánaðar heim og gefast þeim þar frjálsar hendur til þess að skreyta bækurnar og fylla þær af efni eftir smekk. Í bækurnar má skrifa, teikna, líma og svo framvegis. Síðan er bókinni skilað fyrir næsta gest sem heldur áfram með verkið. Þetta samvinnulistaverk hefur verið til útláns í Borgarbókasafninu og bókasafni Listaháskólans síðastliðið hálft ár. Ætlunin er að bækurnar haldi áfram að ferðast um Ísland næstu tvö árin og haldi síðan út í heim. Aðrar 1.000 bækur hafa þegar verið lánaðar út í þremur bókasöfnum í Hamborg og einu í Berlín. Stefnt er að því að þær haldi áfram að ferðast um Evrópu næstu 10-15 árin. Bækurnar virka því sem samansafn hugmynda, skoðanaskipta og tjáningar fólks í þeim löndum og bókasöfnum sem þær heimsækja. - vþ Auðar bækur fyllast af efni SKÖPUNARÞÖRFIN BRÝST ÚT Fólk hefur fengið listræna útrás í gegnum verkið Bookspace. Þjóðleikhúsið um helgina Engisprettur frumsýn. 27/3 uppselt, 28/3 örfá sæti laus Baðstofan sýn. fös 28/3, lau 29/3 Sólarferð sýningar. lau. 29/3 örfá sæti lau Vígaguðinn sýn. lau. 29/3 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan sýninga sun. 30/3 örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.