Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 46
38 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. glata 6. pot 8. sarg 9. fálm 11. samanburðart. 12. rými 14. kjöt 16. halló 17. mánuður 18. geislahjúpur 20. átt 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. tind 3. tvíhljóði 4. fjölmiðlar 5. beita 7. raddfæri 10. blekking 13. er 15. ávöxtur 16. langur 19. frá. LAUSN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Queens of the Stone Age. 2 200 þúsund krónur. 3 Tottenham-blá. Ein aðalfrétt páskahelgarinnar var um hauskúpuna sem fannst í Kjósarhreppi. Hauskúpan mun hafa komið úr hjólhýsi sem splundaðist í fárviðri. Eigand- inn taldi að um dýrabein væri að ræða og segir að það sé komið frá útlöndum. Það er mun minna mál en flestir halda að verða sér úti um mannabein. Þau má kaupa í sérverslunum erlendis eða á netinu. Í Bandaríkjunum má víða finna slíkar búðir enda er ekkert í bandarískum lögum sem bannar almenningi að eiga hauskúpur eða önnur mannabein - fyrir utan ríkin Georgia og Tennessee þar sem mannabeinaeign er bönnuð. Verslunin Boneroom í Berkeley í Kaliforníu er dæmi um beinabúð. Fyrir utan að vera með ýmiss konar mannabein á boðstólum selur búðin meðal ann- ars steingervinga, uppstoppuð dýr og aðrar „óvenju- legar“ gjafavörur. Samkvæmt heimasíðu búðarinnar eru nú níu hauskúpur á lager. Þær kosta á bilinu 400 til 900 dali og fer verðið eftir gæðum; tannlaus haus- kúpa er á 400 dali á meðan vel með farin hauskúpa með heilum tönnum kostar 900 dali. Hauskúpurnar eru langoftast frá Kína og af karlmönnum, en aðrar upplýsingar um fyrri eigendur eru ekki fáanlegar. Búðin segist fá nýjar vörur á sirka þriggja mánuða fresti og er hægt að láta setja sig á biðlista lítist manni ekki á úrvalið. Ýmis önnur mannabein eru í boði, til dæmis viðbein á 30 dali, lærleggir á 160 dali og stök tá- eða fingurbein á aðeins 4 dali stykkið. Almenn hegningarlög á Íslandi banna ósæmilega meðferð á líki og varðar það sektum eða fangelsi í allt að 6 mánuði. Í lögunum segir þó ekkert um það hvers konar meðferð á líki teljist ósæmileg né heldur hve stóran hluta úr líki þurfi að meðhöndla á ósæmi- legan hátt til að það teljist saknæmt. Svo þó að það sé minnsta mál að panta eins og eina hauskúpu myndi pakki frá Boneroom eflaust ekki sigla þegjandi og hljóðalaust framhjá íslenskum tollvörðum. - glh Auðvelt að kaupa hauskúpu MÁ BJÓÐA ÞÉR HAUSKÚPU? Fæst á netinu fyrir 400-900 dali. „Mér fannst þetta alveg meiriháttar, eigin- lega framar öllum vonum,“ segir Viktor Arnar Ingólfsson, höfundur bókarinnar Afturelding sem sjónvarpsþættirnir Mannaveiðar eru byggðir á. Þættirnir voru frumsýndar á RÚV á annan í páskum og hafa fengið prýðilega dóma. Rithöfundurinn sjálfur er himinlifandi með útkomuna og telur að leikstjóranum Birni Brynjúlfi Björnssyni hafi tekist vel upp með að fanga réttu stemninguna. Hann segist hins vegar öfunda Sveinbjörn I. Baldvinsson, handritshöfund Mannaveiða, af einni af setn- ingum ársins: „Ég verð alltaf svangur þegar ég sé Borgarnes.“ „Þetta er mikil snilld og ég er eiginlega hálfsvekktur yfir því að eiga ekki þessa setningu sjálfur,“ segir Viktor. Og glæpasagnahöfundurinn var í góðum félagsskap þegar Gísli Örn og Ólafur Darri birtust fyrst á skjám landsmanna. Stór- söngvarinn Eyjólfur Kristjánsson bauð honum í dýrindis nautasteik og fínt rauðvín til að skola herlegheitunum niður, en þeir hafa verið félagar og vinir í næstum þrjá- tíu ár. Eyjólfur var hinn hressasti þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Mér fannst þetta virkilega flott, mig langar í það minnsta að sjá framhaldið,“ segir Eyjólfur og útskýrir að frumsýningarboðið á mánudagskvöldinu byggi reyndar á gamalli hefð þar sem þeir hafi haft það fyrir hefð að bjóða hinum í mat og reyni að toppa þá í steikum og léttum veigum. - fgg Fékk rauðvín og nautasteik hjá Eyfa „Ég ætla sjálfur að fá að stýra því hvenær persónu- legar upplýsingar um mig eru birtar,“ segir Þórhall- ur Gunnarsson dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu ohf. Lögfræðingur Þórhalls, Hróbjartur Jónatansson, mun í dag leggja fram lögbannskröfu á RÚV um að stofnunin leggi ekki fram upplýsingar um launakjör Þórhalls. Vísir hefur farið fram á upplýsingar um launakjör Þórhalls og Sigrúnar Stefánsdóttur dagskrárstjóra útvarpssviðs RÚV. Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur ekki viljað afhenda þessar upplýsingar en Vísir kærði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úr um að upplýsing- arnar skyldu veittar. Þórhallur segir málið snúast um spurninguna hvað þetta ohf. standi fyrir. „Þegar ég geri saminginn er ég að gera samning við RÚV ohf. Og vil láta á það reyna hvort fyrirtækið sem ég starfa hjá geti afhent upplýsingar um mig sem ég er ekki sáttur við að séu birtar.“ Hróbjartur segir að með lögbannskröfunni verði komið í veg fyrir að Vísi verði afhendar upplýsing- arnar. „Jú, það er markmiðið. Að koma í veg fyrir að þessar upplýsingar ferðist milli manna fyrr en dómstólar hafa lagt mat á þennan ágreining,“ segir Hróbjartur og telur undrunarefni að ekki hafi verið fallist á að fresta réttaráhrifum úrskurðar. Hann segir að þeir starfsmenn sem í hlut eiga séu ekki aðilar málsins og því úrskurðurinn brot á grundvall- aratriðum í stjórnsýslu – þeir séu sviptir andmæla- rétti sínum. Og Hróbjartur vísar í persónuverndar- lög: „Þetta eru persónuupplýsingar og varða ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. Enginn á að þola að slíkar upplýsingar ferðist um þjóðfélagið án samþykkis viðkomandi. Ríkisstarfsmenn eiga ekki að njóta minni verndar en almenningur í landinu. Og sá sem krefst upplýsinganna þarf málefnalegar forsendur til þess aðrar en að svala forvitni sinni,“ segir Hróbjartur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, hefur nú um langa hríð leitað eftir þessum upplýsingum og hann ætlar sér þær. Hann furðar sig á þessum millileik og hafnar því með öllu að hann sé að fá svalað sinni prívat forvitni. „Nei, við fórum upphaflega af stað með þessa fyrirspurn þar sem orðrómur var um að Þórhallur væri á mun hærri launum en Sigrún jafnvel þótt þau gegndu sömu stöðu hjá RÚV. Þar með væri um að ræða kynbundið launamisrétti sem væri varla opinberri stofnun eins og RÚV til mikils sóma,“ segir Óskar Hrafn og er helst farinn að hallast að því að þessi orðrómur sé á rökum reistur. „Ef litið er til þess hversu miklu púðri, peningum og tíma æðstu yfirmenn RÚV eyða í að koma í veg fyrir að þessar upplýsingar liggi fyrir.“ Óskar bendir á að umboðs- maður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu beri að afhenda allar umbeðnar upplýsingar um launakjör stofnunarinnar. jakob@frettabladid.is HRÓBJARTUR JÓNATANSSON: FRIÐHELGI EINKALÍFSINS Í HÚFI Þórhallur í mál við RÚV ohf ÞÓRHALLUR GUNNARSSON Ætlar að stýra því sjálfur hvar og hvenær persónulegar upplýsingar um hann eru birtar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Óskaði upplýsinganna vegna gruns um kynjabundið launamisrétti innan RÚV ofh. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GÓÐIR FÉLAGAR Eyjólfur Kristjánsson og Viktor Arnar eru góðir félagar og sáu fyrsta þátt Mannaveiða saman. Undirbúningur fyrir spennuþáttaröðina Svartir englar er kominn á fullt en hún er byggð á bókum glæpa- sagnahöfundarins Ævars Arnar Jósepssonar. Leikstjóri þáttanna er Óskar Jónasson. Athygli vakti að framleiðandi þáttanna, Saga Film, auglýsti á tveimur stöðum í Fréttablaðinu um helgina. Annars vegar var auglýst eftir íslenskum staðgenglum og hins vegar eftir litháískum leikurum. Litháíska auglýsingin hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á aðdáendum bóka Ævars enda vita þeir sem er að engir Litháar koma fyrir í bókum höfundarins. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður virðist hafa góð áhrif á mannlífið fyrir vest- an. Áhugi reykvískra listaspíra á húsum þar hefur snarauk- ist enda fasteigna- markaðurinn á mölinni ekkert sérstaklega heill- andi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur rit- höfundurinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Huldar Breiðfjörð riðið fyrstur á vaðið en hann ku hafa keypt sér eign á Flateyri. Eins og Fréttablaðið greindi frá er Gael García Bernal nú að leggja lokahönd á stuttmynd sína fyrir Sameinuðu þjóðirnar með þeim feðgum Ingvari E. Sigurðssyni og Hugin Ingvarssyni. Hinir íslensku feðgar eru í góðum félagsskap því meðal annarra leikstjóra sem stýra stuttmyndum í þessum flokki eru Jane Camp- ion, Gus Van Sant og Wim Wenders en áætlað er að sýna stuttmyndaflóruna á Cannes. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég held að þessi mynd sé tekin niðri í Ríkisútvarpi, sem þá var til húsa á Skúlagötunni. Ég hugsa að ég sitji við skriftir að útvarpsþáttum sem kallaðir voru Úllen dúllen doff, ásamt vinum mínum Eddu Björgvins og Gísla Rúnari.“ Randver Þorláksson leikari. Myndin er tekin í desember árið 1979. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Veltisagir MAKITA LF1000. Öflug og lipur veltisög. Frábært verð. LÁRÉTT: 2. tapa, 6. ot, 8. urg, 9. pat, 11. en, 12. pláss, 14. flesk, 16. hæ, 17. maí, 18. ára, 20. nv, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. topp, 3. au, 4. pressan, 5. agn, 7. talfæri, 10. tál, 13. sem, 15. kíví, 16. hár, 19. af.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.