Fréttablaðið - 26.03.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.03.2008, Qupperneq 1
Ingimar Karl Helgason skrifar „Þetta stóð ekki til fyrir helgi,“ segir Eiríkur Guðna- son seðlabankastjóri um 1,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta bankans í gær. Þeir eru nú 15 prósent og hafa aldrei verið hærri. Næsti vaxtaákvörðunar- dagur er 10. apríl. Eiríkur segir að menn séu sífellt að hugsa og ræða stöðu mála. Seðlabankinn hefur einnig ákveðið að draga úr bindiskyldu bankanna, þannig að skuldbindingar banka erlendis myndi ekki grunn bindingar. Eiríkur Guðnason segir að þetta hafi verið gert í samræmi við reglur evrópska seðlabankans. Tíma- setningin sé hins vegar ekki tilviljun. „Auðvitað erum við að liðka fyrir. Þetta þykir geta hjálpað til að færa fé á millibankamarkaði,“ segir Eiríkur. En er ekki hætta á að minnkun bindiskyldu og hækkun vaxta geti unnið hvort gegn öðru? „Jú, jú, þetta er ágætis ábending,“ segir Eiríkur. „Við þóttumst vita að við yrðum að breyta bindi- skyldunni þegar við heyrðum af vandræðum.“ Greining Glitnis segir að þótt aðgerðir bankans séu jákvæðar í heild þurfi hann að huga að áhrifum þeirra á peningamagn í umferð og þar með verð- bólguþrýsting. „Við erum líka að gefa út bréf, og þá tökum við fé af markaðnum á móti,“ segir Eiríkur. Fram kemur á vef Seðlabankans að talið sé að mikil eftirspurn sé eftir stuttum, tryggum verðbréfum. Bréf fyrir allt að 50 milljarða króna verða gefin út. Seðlabankinn hefur líka ákveðið að til tryggingar í viðskiptum við bankann sé nægilegt að sértryggð skuldabréf hafi tiltekið lánshæfismat, en fallið er frá því að útgefandinn þurfi slíkt mat. Þá ætlar ríkissjóður í vikunni að gefa út ríkisbréf að upphæð tíu milljarðar króna að nafnverði, með gjalddaga eftir níu mánuði. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í hádegis- fréttum Útvarpsins í gær að vísbendingar væru um að vísvitandi hefði verið reynt að fella gengi krón- unnar, sem hefur fallið undanfarinn hálfan mánuð. Eiríkur segist ekkert geta sagt um það. „Stýrivextirnir hafa ekki verið hærri í áratugi,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans. Eins og þeir séu reiknaðir nú hafi þeir aldrei verið hærri. Erfiðir dagar | Síðustu dagarnir fyrir páska voru erfiðir fyrir FL Group og Exista. Frá mánudegi til miðvikudags lækkaði gengi FL Group um 21 prósent og Exista um 17 prósent. Ísland í sviðsljósinu | Erlendir fjölmiðlar héldu áfram að fjalla um íslenskt viðskiptalíf. Breska dagblaðið Telegraph líkti Íslandi við eitraðan vogunarsjóð og sagði ríkisstjórnina berjast í bökkum við að koma í veg fyrir hrun efnahags- lífsins. Hið bandaríska Wall Street Journal var öllu jákvæðara. Lánshæfi metið | Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard og Poor‘s tilkynnti að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. Niður og upp | Gengi íslensku krónunnar hélt áfram að falla, og náði gengisvísitalan hámarki um klukkan þrjú á miðvikudag. Þá hafði krónan veikst um tæplega sex prósent. Undir lok dags varð hins vegar snarpur viðsnúningur og endaði krónan rúmu prósenti veikari en daginn áður. Laun hækkuðu | Laun á almenn- um vinnumarkaði hækkuðu um 0,8 prósent frá fyrri mánuði sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Há verðbólga | Greiningardeild Kaupþings segir í endurskoðaðri verðbólguspá horfur hafa hríð- versnað í ljósi þróunar síðustu vikna og muni verðbólga haldast há árið á enda. Lífsstíll Póker sækir á 12 Velta klámsins Sjöfaldar þjóðartekjur Íslands 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 26. mars 2008 – 13. tölublað – 4. árgangur Krónan Ávinningur af myntbandalagi 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Hlutafjárútboð Skipta, fyrir skráningu í Kauphöllina, kostaði um þrjú hundruð milljónir króna. Þetta kemur fram í skráningar- lýsingu fyrirtækisins. Skipti bera þennan kostnað. Í honum eru meðal annars fólgin gjöld til Kauphallarinnar, lögfræðikostn- aður og greiðsla til Kaupþings auk vinnu við skráningarlýsingu. Lítill áhugi var á hlutum í Skiptum í útboðinu. Innan við 200 aðilar óskuðu eftir því að eignast hlut í félaginu. Skipti eru skráð í Kauphöll- ina en Exista, stærsti hluthafinn, hefur gert yfirtökutilboð til ann- arra hluthafa, og hyggst taka fé- lagið af markaði. - ikh Útboðið kostaði 300 milljónir VERSLAÐ MEÐ HLUTABRÉF Skipti gera stuttan stans í Kauphöllinni en þurfa að greiða um 300 milljónir króna fyrir skrán- inguna. Vextir aldrei hærri Bindiskyldu bankanna var breytt vegna vandræða þeirra. Tilkynnt var um vaxtahækkun í gær. Hærri vextir og minni bindiskylda bankanna gætu unnið hvort gegn öðru. „Þetta var það eina sem Seðlabankinn gat gert í stöð- unni,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Grein- ingar Glitnis, um stýrivaxtahækkun gærdagsins. „Verðbólguhorfur hafa versnað allverulega og bank- inn er einfaldlega að bregðast við því.“ Hann segir tímann munu skera úr um það hvort Seðlabank- inn hafi hækkað vextina nægilega mikið til að slá á verðbólguna, og skýtur ekki loku fyrir að þeir hækki aftur síðar á árinu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningadeildar Kaupþings, tekur í svipaðan streng og segir vaxta- hækkun það eina sem Seðlabankinn hafi getað gert. „Hann lýsti því yfir í nóvember að vextirnir myndu hækka ef krónan félli. Nú sér hann fram á mikla verðbólgu og lækkandi raunstýrivexti.“ Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningar- deildar Landsbankans, segist fagna því að Seðla- bankinn hafi gripið til aðgerða. Stýrivaxtastig Seðla- bankans hafi verið hætt að ráða markaðsvöxtum, og með hliðaraðgerðum samhliða stýrivaxtahækkun sé verið að lagfæra markaðinn. „Þetta er seint en mjög mikilvægt skref, nú er Seðlabankinn að standa við stóru orðin frá því í nóvember.“ „Það verður að koma í ljós hvaða áhrif þessi vaxtahækkun hefur,“ segir Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóri HB Granda. „Það er vitað að það var undirliggjandi verðbólga sem slapp úr skápnum fyrir helgi, og maður veltir því fyrir sér hvort stýrivaxtahækkunin eigi eftir að hafa áhrif á hana.“ Varðandi sveiflur á gengi krónunnar segir hann hverjum manni hollt og gott að krónan styrkist aðeins, en aðalmarkmiðið sé að ná stöðugleika. Eng- inn hafi gott af hoppum til og frá. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar, segir óstöðugleika eins og við höfum séð engum til góðs. „Það er öllum ljóst að staðan hefur verið mjög erfið, menn hafa farið yfir strikið á öllum mörkuðum,“ segir hann. „Það er einhvern veginn þannig að það er alltaf stöðugt fyll- erí eða timburmenn, en aldrei eðlileg gangur í við- skiptalífinu. Í svona óróleika fara flestir illa.“ Seðlabankinn gat ekki annað Vaxtahækkun viðbrögð við verðbólgu- horfum, segja greiningadeildirnar. að halda haus...??!! nánar www.lausnir.is Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.