Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 13
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opin- berum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað,“ segir Hjálmar Gísla- son, tæknistjóri hjá Já – Upplýs- ingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum er- indi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagna- söfnum. Hann bendir á að í höndum opin berra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræð- um, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankan- um, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóð- skjalasafninu og mörgum fleir- um. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfis- mál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfald- lega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli“. „Verst af öllu er þegar gjald- taka er jafnvel aðeins til mála- mynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með ný- sköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostn- aðinn við söfnun þeirra,“ segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitar- vélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi mynd- um orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókar- titla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna,“ segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi feng- ist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þess- arra gagnasafna. Sem opnast að- gengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litl- um fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga“. Í þessum til- vikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til,“ segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuð- um aðgangi að opinberum gagna- söfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekj- um. „Þetta samsvarar 700 millj- ónum króna hér á landi ef höfða- tölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús,“ segir Hjálmar Gíslason. - ikh Megum eyða milljarði á ári HJÁLMAR GÍSLASON Búa mætti til mikil verðmæti með því að auka aðgengi að opin- berum gagnasöfnum sem nota má til ýmiss konar nýsköpunar. Föstudaginn 28. mars efna Sam- tök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, iðnaðarráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið til námstefnu um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja. Yfirskrift námstefnunnar er Virkjum fjár- magn kvenna. Meðal fyrirlesara er sænska athafnakonan Karin Forseke en hún er fyrsta kona heims til að stýra fjárfestingar- banka. Karin var forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie á árunum 2003-2006 og ein fárra kvenna í forstjórastóli fyrir- tækja í kauphöllinni í Stokk- hólmi. Karin er stjórnarmaður í breska fjármálaeftirlitinu (FSA) og hefur áratugareynslu af fjár- málamörkuðum á Norðurlöndun- um, í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Auk Karin taka þátt í nám- stefnunni Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Halla Tómas- dóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital, Bjarni Ármanns- son fjárfestir, Jón Scheving Thor- steinsson, stjórnar maður Arev Securities, Kristín Pétursdótt- ir, forstjóri Auðar Capital, Guð- rún Björk Bjarnadóttir, lögmaður hjá SA, Margrét Guðmundsdótt- ir, forstjóri Icepharma, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Mar- grét Kristmannsdóttir, formaður FKA, Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, Skarphéðinn Berg Stein- arsson, forstjóri Landic Property, og Elín Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Arev Securities. Nám- stefnustjóri er Þóranna Jónsdótt- ir, Auði Capital. Námstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, 28. mars kl. 8-12. Konur og fjármagn Hleyptu vexti í reksturinn Vertu með Net12 netreikning hjá Byr og fáðu vextina greidda út mánaðarlega. Fáðu háa ávöxtun Net12 er óbundinn innlánsreikningur sem býður ávöxtun sambærilegri þeirri sem bundnir innlánsreikningar bjóða. Reiknaðu dæmið til enda Net12 er óbundinn hávaxta netreikningur sem þú stjórnar. Honum fylgir enginn kostnaður, ekkert úttektargjald og engin krafa um lágmarksinnborgun. Og þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum sem ekki eru greiddir jafnóðum út. Sími 575 4000 byr.is Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Notaðu vextina strax

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.