Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 27. mars 2008 — 83. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG VINNUVÉLAR Vinsamlegir risar SÉRBLAÐ UM VINNNUVÉLAR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja Skráning á landsbanki.is LÖGREGLUMÁL Tveir erlendir karlmenn voru gripnir í Leifsstöð fyrr í vikunni þar sem þeir voru á leið úr landi með milljónir íslenskra króna í fórum sínum. Þeir eru grunaðir um að hafa svikið fjármunina út úr hraðbönkum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komu mennirnir, sem eru frá Rúmeníu og Þýskalandi, hingað til lands um páskana. Þeir voru með fjölmörg greiðslukort í fórum sínum. Talið er að þeir hafi verið búnir að stela upplýsingum af segulröndum korta og færa þær yfir á önnur kort sem þeir notuðu við svikin. Þeir fóru vítt og breitt um höfuðborgina og sviku milljónir út úr hraðbönkum. Grunur leikur að þeir hafi jafnvel náð á annan tug milljóna króna með þessari aðferð. Mennirnir voru á leið úr landi með fenginn þegar lögreglan og tollgæslan á Suðurnesjum stöðvuðu þá. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær fram til mánu- dags. Málið verður rannsakað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem brotavettvangur er þar. - jss Lögregla og tollgæsla gripu tvo menn glóðvolga með þýfi á leið úr landi: Sviku milljónir úr hraðbönkum VIÐSKIPTI Stjórn SPRON var heim- ilt að birta opinberlega upplýsing- ar um sölu þriggja stjórnarmanna SPRON á stofnfjárbréfum skömmu áður en félagið var skráð á mark- að, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kemur fram í svari Jónasar Fr. Jónssonar og Hákonar Más Péturssonar, fyrir hönd FME, við spurningum sem Samtök fjár- festa sendu eftirlitinu eftir að fjall- að var um sölu stjórnarmannanna á stofnfjárbréfum á síðum Frétta- blaðsins. Þetta fer þvert gegn áliti stjórn- ar SPRON sem fram kom í frétta- tilkynningu frá stjórnarmönnum 7. febrúar síðastliðinn. Í henni sagði meðal annars: „Vilji stjórnar SPRON stóð alltaf til þess að upp- lýsingar um viðskipti innherja yrðu opinberar en slíkt var ekki heimilt samkvæmt niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins [...] Stjórn SPRON var beinlínis óheimilt að breyta öðruvísi en hún gerði.“ Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til stjórnar Samtaka fjárfesta frá því í gær kemur fram hið gagnstæða. „Fjármálaeftirlitið bannar hins vegar ekki aðilum að birta upplýs- ingar um slík viðskipti [með stofn- fjárbréf] ef þeir kjósa að gera slíkt að eigin frumkvæði og er stjórn- endum því heimilt að birta slíkar upplýsingar.“ Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir álit FME benda til þess að um alvarlegt mál sé að ræða. „Það er bent á það í bréfi FME að almennar reglur samningaréttar og almenn hegningarlög verndi meðal annars fjárfesta gagnvart fjársvikum. FME kemst einfaldlega að því að allt sem stjórn SPRON hefur sagt um sölu stjórnarmanna skömmu eftir að hún ákvað að skrá SPRON á markað, er ómarktækt og rangt. Þetta er allt saman mjög sláandi og ljóst að þessi sala stjórnarmanna SPRON inn á óskráðan markað snertir hundruð fjárfesta, og þeir fylgjast grannt með framvindu þessa máls.“ Jóna Ann Pétursdóttir, almanna- tengslafulltrúi SPRON, sagði engan hjá SPRON hafa séð bréfið og því gæti fyrirtækið ekki tjáð sig um það að svo stöddu. Ekki er tekin afstaða til þess í bréfinu, eða upplýst að öðru leyti, hvenær SPRON óskaði eftir skrán- ingu á markað. Ákvörðun var tekin um skráningu á stjórnarfundi 17. júlí en stjórnarmennirnir Gunnar Þór Gíslason, Ásgeir Baldurs og Hildur Petersen seldu stofnfjár- bréf fyrir rúmlega 196 milljónir að nafnvirði, tveggja til þriggja millj- arða að raunvirði, skömmu eftir fundinn. - mh / sjá síðu 6 Fjármálaeftirlitið ósammála stjórnarmönnum SPRON Stjórn SPRON var heimilt að upplýsa um sölu stjórnarmanna á stofnfjárbréfum skömmu áður en félagið var skráð á markað samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Þetta fer þvert gegn áliti sem stjórnin sendi frá sér. HALLBERA GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR Fótboltastelpa í rauðu tíska heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Söng ástaróð til Dorritar Mugison er yfir sig hrifinn af forsetafrúnni, eins og í ljós kom á Ísafirði á dögunum. FÓLK 50 Kjúklingalundir í mörg- um myndum Ljósmyndarinn Spessi heldur sýningu og sendir frá sér bók þar sem kjúklingalundir, „fajitas“, eru í aðalhlutverki. FÓLK 42 Með starfsemi um allt land Sjávarútvegsfyrir- tækið Brim hf. er tíu ára. TÍMAMÓT 30 FÓLK Arnór Dan Arnarson, söngv- ari sigursveitar síðustu Músík til- rauna, Agent Fresco, þreytir frumraun sína í óperuheimin- um hinn 6. apríl þegar Óperu- stúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óper- una Cosi fan tutte eftir Moz- art. Arnór hefur undanfarið ár verið að læra klassískan söng við FÍH og segir hann nýtast sér vel í rokkheimum en Arnór er lýr- ískur barítón. Hann taldi fremur ólíklegt að félagar hans úr hljóm- sveitinni myndu koma og berja hann augum á sviðinu. - fgg / sjá síðu 50 Arnór Dan: Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hallbera Guðný Gísladóttir er ósjaldan í rauðu enda æfir hún fótbolta með Val. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún klæðist þeim lit við önnur tækifæri. sem ég fer í henni í bæinn lendi ég í einhverju óvæntu. Nú síðast endaði ég á því að fá far með götusópara sem gerist nú ekki á hverjum degi,“ segir hún kímin. „Eftir það er ég eiginlega hætt að þora íhenni í bæinn “ b ti hú Álagakápan rauða ATHYGLISVERÐ TÍSKA Indverski hönnuðurinn Manish Arora er alltaf svolítið öðruvísi og vakti hönnun hans fyrir næsta vetur athygli á tískuvikunni í París nú í febrúar. TÍSKA 2 RJÚKANDI VÖFFLUR Vöfflujárn þykja hið mesta þarfaþing í eldhúsið og hægt að fá þau í ýmsum gerðum. HEIMILI 4 Í hvert skipti sem Hallbera fer í kápunni í bæinn gerist eitthvað óvænt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI vinnuvélarFIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 Tryggingafélög mæla með að eigendur vinnuvéla tryggi tæki sín. BLS. 10 Úrkoma sunnanlands Veðrið í dag er mjög keimlíkt því sem var í gær, milt við ströndina sunnant- il, en frost norðanlands. Í dag er úrkomubakki við suðausturströnd- ina sem fikrar sig vestur og veldur rigningu við suðurströndina. VEÐUR 4 -4-3 -2 1 3 ARNÓR DAN ARNARSSON BEST AÐ KAUPA SÉR KAGGA Í KREPPUNNI Á annað hundrað notaðir bílar seldist í gær á útsölu hjá Ingvari Helgasyni og var opið langt fram á kvöld. Að sögn Dags Jónassonar sölustjóra myndaðist biðröð við dyr bílasölunnar í gærmorgun og skapaðist góð stemning. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ísland vann Slóvakíu Þriðji sigurleik- ur Íslands í röð. ÍÞRÓTTIR 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.