Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 27. mars 2008 21 YFIRTÖKUTILBOÐ TIL HLUTHAFA Í SKIPTUM Þann 19. mars 2008 tilkynnti Exista hf. („Exista”) að það hefði ákveðið að gera öðrum hluthöfum Skipta hf. („Skipti”) tilboð í hluti þeirra í félaginu. Tilboðið er valfrjálst yfirtökutilboð samkvæmt 101. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (hér eftir nefnd „VVL”) og um það gilda X. og XI. kafli laganna. Hljóðar yfirtökutilboðið upp á 6,64 krónur fyrir hvern hlut í Skiptum í samræmi við þá skilmála og skilyrði sem fram koma í tilboðs- yfirlitinu. Exista á nú 43,68% hlutafjár í Skiptum í gegnum dótturfélög sín, Exista B.V. (43,65%), Vátrygginga- félag Íslands hf. (0,02%) og Líftryggingafélag Íslands hf. (0,01%). Tilboðshafar Tilboðið nær til allra hluta í Skiptum sem ekki eru þegar í eigu Exista og dótturfélaga þess eða teljast til eigin hluta Skipta, sama dag og tilboðið er gert. Tilboðið mun einnig ná til þeirra hluta sem Skipti hafa skuldbundið sig til að gefa út í tengslum við kaup á fyrirtækjum, sbr. XVIII. kafla tilboðsyfirlitsins. Hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá Skipta við lokun viðskipta miðvikudaginn 26. mars 2008 munu fá sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað og svarsendingarumslag. Framangreind skjöl eru einnig aðgengileg hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf., Borgar- túni 19 í Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast tilboðsyfirlitið á heimasíðu Kaupþings banka hf., http://www.kaupthing.is, og í gegnum fréttakerfi OMX Nordic Exchange Iceland hf. („OMX ICE”), http://www.omxgroup.com. Umsjónaraðili Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. („Kaupþing”) hefur umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Exista. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar bankans í síma 444 7000. Tilboðsverð og greiðsla Verð samkvæmt yfirtökutilboði þessu er 6,64 krónur fyrir hvern hlut í Skiptum, kvaða- og veðbandalausan. Greitt verður fyrir hlutina með hlutabréfum í Exista þar sem hver hlutur í Exista er verðlagður á 10,1 krónu, sem var lokagengi þeirra í kauphöll 18. mars 2008, daginn fyrir til- kynningu um að yfirtökutilboð væri væntanlegt. Skiptigengið er því 0,6574 hlutir í Exista fyrir hvern hlut í Skiptum. Verði fjöldi hluta sem til- boðshafi á rétt á að fá afhentan ekki heil tala verður námundað upp í næstu heilu tölu fyrir ofan. Gildistími Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9 árdegis þann 31. mars 2008 til kl. 4 síðdegis þann 26. maí 2008. Samþykki við yfirtökutilboðinu verður að hafa borist til Kaupþings eigi síðar en kl. 4 síðdegis þann 26. maí 2008. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á að samþykkiseyðublaðið hafi borist til Kaupþings. Exista áskilur sér einhliða rétt til að ákveða hvort samþykkiseyðublöð sem berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út verði tekin gild. Yfirtökutilboðið getur verið framlengt að því marki sem heimilt er samkvæmt VVL. Taka úr viðskiptum Ef tilboðið nær fram að ganga munu Skipti ekki lengur uppfyllas skilyrði um lágmarksdreifingu á eignarhaldi. Mun Exista þá fara fram á það við stjórn Skipta að hún óski eftir því að hlutabréf Skipta verði tekin úr viðskiptum af aðalmarkaði OMX ICE. Exista býður hluthöfum Skipta að kaupa hluti þeirra í félaginu Verðtryggðar skuldir heimilanna drógust saman um ellefu milljarða króna í febrúar. Þetta kemur fram í tölum Seðlabankans. Greiningar- deild Kaupþings segir tölur benda til þess að heimili hafi að ein- hverju leyti greitt upp lán sín. Verðtryggðar skuldir heimilanna nema nú 594 milljörðum króna. Greiningardeildin segir að enn sé áhugi á erlendum lánum, enda séu vextir hér í hámarki. Ekki hafi dregið úr yfirdráttarlánum, og svo virðist sem þau hafi heldur verið að aukast frá miðju síðasta ári. Þau nema nú 72,5 milljörðum króna og bera hæstu vexti. - ikh Verðtryggðar skuldir minnka Englandsbanki hleypur á næst- unni undir bagga með breskum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þetta mátti lesa úr orðum Merv- yns King seðla- bankastjóra á fundi með fjár- laganefnd breska þingsins í gær. Bankinn mun ýmist lána fyrir- tækjunum fé með tryggingu í verð- bréfum og skulda- bréfum eða kaupa þau af fyrirtækj- unum. Þá séu meiri líkur nú en áður að bankinn lækki stýrivexti. Financial Times hefur eftir Merv- yn King að á meðal eigna bank- anna sem seðlabankinn taki veð í séu skuldabréfavöndlar sem tengjast bandarískum undirmáls- lánum. Ekki verði þó tekið veð í nýjum fasteignalánum. Þetta sé skammtímalausn á meðan bankar glími við lausafjárþurrð. - jab Englandsbanki til bjargar MERVYN KING Stoðir íslenska hagkerfisins eru traustar og bankar þjóðarinnar ólíklegri til að fara leið Northern Rock, segir í leiðara Financial Times í gær. Í blaðinu er að finna ítarlega umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og banka á forsíðu, inni í blaði og í leiðara. Í viðtali við blaðið segir Richard Portes, prófessor við London Bus- iness School, ekkert í rekstri eða aðstæðum íslenskra banka rétt- læta skuldatryggingaálagið (CDS) sem þeir búa við. „CDS-markaður- inn er mjög brenglaður. Hann byrj- aði sem trygging á skuldir, en varð svo verkfæri fyrir spákaup- mennsku,“ segir hann. Þá er vitnað í álit matsfyrirtækisins Moody‘s að stjórnvöld hér hafi aðgang að nægu fé, jafnt erlendu sem krón- um, til að eiga við stóráföll í banka- kerfinu, þrátt fyrir miklar erlend- ar skuldbindingar bankanna. Í leiðara blaðsins er áréttað að landið og Seðlabankinn standi frammi fyrir nokkrum vanda við að koma böndum á verðbólgu og ná jafnvægi eftir uppgang í efna- hagslífinu. „Það þýðir hins vegar ekki að Ísland lendi í kreppu,“ segir þar og er bent á margvísleg- an styrk þjóðarinnar, svo sem í sjávarútvegi, ferðamennsku, tækni, áliðnaði og á sviði jarðhita. „Miður væri ef hræðslukast á alþjóðlegum mörkuðum yrði til að gera nauðsynlegt aðlögunarferli til að ná tökum á verðbólgu erfið- ara.“ „Mjög jákvætt er að sjá þarna ákveðinn viðsnúning í umfjöllun erlendra miðla, bæði í Financial Times í gær og daginn áður á CNBC,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. „Þetta sýnir líka að sam- hent vinna hagsmunaðila hér við að koma á framfæri réttum upp- lýsingum er að skila sér.“ - óká Við nýjan tón kveður í erlendri umfjöllun ÓÐAGOT Á MIÐLURUM Verðbréfamiðlarar í óðagoti eftir lækkanir í kauphöllinni í New York. Í leiðara Financial Times er sagt að það yrði miður ef alþjóðlegt hræðslu- ástand yrði til að trufla gang efnahagsmála hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vextir af íbúðalánum eru þegar byrjaðir að hækka í kjölfar vaxta- hækkunar Seðlabankans. Vextir af svonefndum hattalán- um, íbúðalán sem sparisjóðir og Íbúðalánasjóður veita í samein- ingu, hafa hækkað um 0,25 prósent. Hækkunin varð um leið og Seðla- bankinn tilkynnti um 1,25 prósenta hækkun stýrivaxta í fyrradag. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að hækkunin tengist ekki sjóðnum. Ólafur Har- aldsson, framkvæmdastjóri hjá SPRON, segir að hækkunin hafi verið í undirbúningi um nokkurn tíma. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti hafi verið ákveðið að hún tæki gildi. Ólafur býst við hækkun á öðrum vöxtum um mánaðamótin. „Við munum hækka vexti, en vaxta- hækkunin tekur ekki gildi fyrr en um mánaðamótin.“ Hann segir óvíst hversu mikið vextir verða hækkaðir. Glitnir reiknar með vaxtahækkun á næstu dögum. og Kaupþing íhugar að hækka vexti. - ikh Vextir íbúða- lána hækka Liðlega helmingur fjárfesta féll frá áskrift að hlutafé sem þeir gengust inn á í hlutafjárútboði Skipta fyrr í mánuðinum. Frestur til að greiða fyrir hlutinn rann út klukkan fjögur í gærdag. Kaupþing banki sendi fyrr í mánuðinum frá sér tilkynningu um að ákveðið hefði verið að inn- heimta ekki áskriftir og fella niður þær áskriftir sem ekki hefðu verið greiddar fyrir klukkan fjögur í gærdag. Þá höfðu þrír fjárfestar þegar tilkynnt að þeir hygðust ekki greiða áskriftir sínar. Endanlegur fjöldi ásamt upplýs- ingum um eignarhlut Kaupþings í Skiptum verður birtur fyrir opnun markaða í dag. - óká Fjöldi fjárfesta hættir við Skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.