Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 44
 27. MARS 2008 FIMMTUDAGUR Græjubíllinn hjá Pegasus kem- ur við sögu í mörgum auglýs- ingum og kvikmyndum. „Við erum búin að eiga þennan bíl í tíu mánuði. Hann er af gerð- inni Benz og er frá árinu 1992. Síðan erum við með lítinn sendla- bíl sem er mest fyrir minnihátt- ar snatt,“ segir Eiríkur Júlíus- son sem starfar hjá tækjaleigu kvikmyndagerðarfyrirtækisins Pegasus. Bíllinn er fluttur inn frá Þýska- landi og að sögn Eiríks var feng- inn maður til að keyra bílinn alla leið. „Benzinn er með ákveðinn staðalbúnað af ljósa- og gripbún- aði. Síðan er bætt við og skipt um miðað við þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Hins vegar þurfum við aldrei að afferma allt og hlaða lengur. Það gat tekið um fimm tíma en í dag tekur þetta kannski tvo tíma og því mikill tímasparnaður,“ segir Eiríkur sem er oftast með rafstöð með- ferðis við tökur og að sjálfsögðu bíl fyrir kvikmyndatökubúnað- inn. „Önnur rafstöðin er 80 kw á kerru sem kemst nánast hvert sem er. Hin er 20 kw og hana höfum við tekið á vélsleða til að komast upp á jökla og fjöll í tökur,“ segir Eiríkur, sem er önnum kafinn við auglýsingar þessa dagana. „Við erum mest í auglýsingum, þó erum við einnig að fara í sjónvarpsseríu og kvik- mynd á næstunni. Innlendu aug- lýsingar eru mestmegnis tekn- ar innanbæjar, í heimahúsum og í stúdíói. Síðan erum við mikið í erlendum auglýsingum þessa dagana, sérstaklega þegar geng- ið er svona lágt. Þá vill fólk helst nota íslensku náttúruna,“ útskýr- ir Eiríkur sem hefur farið um fjöll og firnindi á tækjabílnum, nú síðast með kvikmyndagerðar- fólki frá Kóreu. „Síðustu helgi vorum við uppi við Fjallsárlón og fórum með bíl- inn alveg upp að. Flestar þessar ferðir hafa verið eftirminnilegar en þessi bíll er svo ungur að hann hefur ekki lent í neinum stórkost- legum ævintýrum enn sem komið er,“ segir Eiríkur -rh Jöklaferðir á vörubíl Staðlaður ljósa- og gripbúnaður er að staðaldri í bílnum. Síðan er minni hlutum skipt út fyrir hvert verkefni hjá Pegasus. Eiríkur Júlíusson hjá tækjaleigunni hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus hefur farið víða um landið á vörubíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR                               !     " # WWW.N1.ISN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Nú hefur N1 hafið sölu á Biodísel sem er lífrænt endurnýjan- legt eldsneyti, blandað í venjulega díselolíu. Biodísel er á sama verði og venjuleg díselolía en mengar mun minna og smyr bílinn betur. N1 Hringbraut í Reykjavík N1 Skógarseli í Reykjavík N1 Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði Biódísel fæst á eftirtöldum þjónustustöðvum:              $    %   &!'    ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Loftpressur Mikið úrval loftpressa fyrir iðnfyrirtæki, iðnaðarmenn og í bílskúrinn. Hagstætt verð. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.