Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 46
Skautahöllin í Laugardal nýtur sífelldra vinsælda á meðal höfuðborgarbúa en ýmsum aðferðum er þar beitt til að halda skautasvellinu sléttu, meðal annars með notkun íshefils af gerðinni Olympia. Við fyrstu sýn kunna ísheflar að virðast sára- einföld tæki. Nánari athugun leiðir hið gagn- stæða í ljós þar sem þeir eru búnir flóknum búnaði, sem þjónar þeim tilgangi að skilja eftir sig glansandi, sléttan ís, eins og blaðamaður komst að raun um í samtali við Hilmar Björns- son, framkvæmdastjóra Skautahallarinnar í Laugardal. „Það sem gerist þegar hefillinn fer yfir er að beitt blað fer niður sem skefur yfirborð íssins, en við aukum og minnkum þrýstinginn eftir því hvað við viljum að hann skafi djúpt ofan í skautaförin,“ segir Hilmar. „Annað blað er fyrir aftan það blað sem skefur þetta lausa sem hefur safnast á yfirborðið, en þar er snigill sem tekur upp skafið og færir í kassa á heflinum sem síðan er sturtað úr.“ Hefillinn leggur um leið nýtt lag af ís um leið og hann skefur, að sögn Hilmars. „Síðan eru tveir vatnstankar; annar með heitu vatni en hinn með köldu sem er blandað saman og dregið yfir ísinn í þunnu lagi með þvöru. Blöndunin á heita og kalda vatninu verður til þess að nýja íshimnan samlagast og festist vel á yfirborði íssins sem fyrir er.“ Íshefillinn sem hefur þjónað Skautahöllinni undanfarin ár er af gerðinni Olympia, sem er kanadískt merki, og drifinn af própangasi. „Það hlýst alltaf örlítil mengun af völdum ís- hefilsins,“ segir Hilmar og bætir við að á móti sé vel ræst út. „Þess má geta að hefillinn var í upphafi keyptur hingað sem útihefill, vegna þess að svellið var útisvell sem síðan var byggt yfir.“ Hilmar segir að nýr hefill verði brátt keypt- ur og þarf þá að ákveða hvort það verði raf- magnshefill, própangashefill eða náttúrugas- hefill. „Plúsinn við gasið er að það má hefla endalaust. Það er hagstætt þegar byrjað er að leggja ísinn eftir sumarið,“ útskýrir hann. „Þá erum við að fara upp undir nokkur hundruð ferðir yfir ísinn til að byggja hann upp á tveim til þremur sólarhringum. Rafmagnshefil þarf alltaf að hlaða á milli.“ Hilmar segir að þrír sentímetrar séu tilval- in þykkt á svelli. Þykkara svell krefjist meiri orkunotkunar. Í dag þurfi starfsmenn Skauta- hallarinnar að mæla þykktina handvirkt, en með nýjum hefli heyri það fyrirkomulag sög- unni til. „Þá kemur viðbótarútbúnaður, það er leysigeisli, sem stýrir hversu djúpt hefillinn sker. Þá verður svellið í Laugardalnum alltaf rennislétt,“ segir hann. - nrg 27. MARS 2008 FIMMTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Heitt og kalt gerir gott svell Íshefillinn sem hefur þjónað Skautahöllinni í Laugardal undanfarin ár er af gerðinni Olympia, sem er kanadískt merki, og er drifinn áfram af própangasi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● NÝ ÞJÓFAVÖRN Volvo Trucks hefur fjárfest í sér- stökum þjófavarnarbúnaði fyrir flutningabíla. Árlega er varningi fyrir margar milljónir króna stolið úr flutninga- bílum í Evrópu og hefur fer sú tala síhækkandi. Tap flutn- ingafyrirtækjanna er mikið og ræningjarnir ógna að auki öryggi bílstjóranna. Það er tæknifyrirtækið Datachassi í Jönköping í Svíþjóð sem hefur þróað og hannað þjófavarnarkerfi sem Volvo Trucks hefur ákveðið að setja í flutninga- bíla sína. Hugmynd Datachassi er að setja upp samtengda hreyfiskynjara sem tengdir eru móðurstöð á hliðar og gafla bílanna og tengivagninn. Ef farið er of nálægt bílunum senda skynjararnir merki til ökumanns- ins, til flutningafyrirtækisins og öryggisfyrirtækis. Hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eru miklar vonir bundnar við þennan búnað enda um þrjár milljónir flutninga- bíla á ferðinni um Evrópu. Fleiri flutningabílaframleiðendur hafa sýnt nýja búnað- inum áhuga. Smágröfur 1,4-4,8 tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.