Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 27. mars 2008 29 UMRÆÐAN Þróunarmál Meira en milljarður manna í heiminum þarf að láta sér duga innan við einn Banda- ríkjadollara á dag. Með- almaðurinn hér í Malaví þarf að gera sér að góðu hálfan dollara á dag – tæpar eitt þúsund íslenskar krónur á mánuði. Samt er mannlífið í Malaví blómlegt þegar sæmilega árar og flestir una glaðir við sitt – bera sig bara nokkuð vel. En þegar uppskera dugir ekki, eins og æ oftar gerist, líður fólkið í þorpunum neyð, sem er þyngri en tárum taki. Malaví er eitt af þéttbýlustu löndum Afríku. Íbúarnir eru á fjórtándu milljón í landluktu ríki sem er aðeins stærra en Ísland. Gjöfult og ægifagurt Malavívatn- ið þekur rúman fimmtung flatar- málsins. Í lok nýlendutímans á sjöunda áratugnum voru Mal avar 4 milljónir. Atvinnuhættir hafa ekki breyst í takt við fjölgun fólksins. Það er stóri vandinn. Stuttur kafli í sögunni Á Malavívatni er róið til fiskjar á eintrjáningum, sem hafa verið eins í þúsundir ára. Æ fleiri munna þarf að metta með aflan- um úr vatninu, sem var næstum óbrigðult forðabúr til skamms tíma. Sama á við um landið. Smá- bændur áttu áður tveggja til þriggja hektara spildu. Nú þurfa þeir að láta sér nægja hálfan hektara til að brauðfæða sig og sína. Þó að annálar greini frá upp- skerubresti og hallæri á árum áður heyrði slíkt til undantekn- inga. Malavar höfðu yfirleitt nóg að bíta og brenna. En þegar fólks- fjölgunin fór úr böndunum á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar, sumpart vegna straums flóttafólks frá stríðshrjáðu grannríkinu Mósambík, fór að síga á ógæfuhliðina. Engan skyldi undra þótt fólk, sem í þúsundir ára hefur kunnað sæmilega tryggar aðferðir til að brauðfæða sig, þurfi tíma til að ná fótfestu í gerbreyttum veru- leika. Aldarfjórðungur er ekki langur tími í atvinnusögu þjóðar. Og þegar peningar eru ekki til er hægara sagt en gert að innleiða skjótvirka nýbreytni í atvinnu- málum. Innfluttar vörur og inn- flutt þjónusta kosta himinháar fjárhæðir. Fólki eru allar bjargir bannaðar – er fast í gildru. Einfalt reikningsdæmi Glöggur smábóndi með þúsund krónur á mánuði veit að hann getur ekki eignast innflutta drátt- arvél fyrir sjálfsaflafé. Það reiknar hann í huganum. Dráttar- vél af ódýrustu gerð kostar árs- laun meira en hundrað smá- bænda. Svo hrökkva laun hvers bónda um sig í heilt ár varla til að fylla tankinn af olíu. Ekki dugir bóndanum því, að öðru óbreyttu, að fá dráttarvélina að gjöf – nema gefandinn sé svo örlátur að rekstrarfé fylgi, þar til fjárfest- ingin hefur losað hann úr gildr- unni. Það er tómt mál að tala um for- sjálni, sparnað og fjárfestingu þegar peningar eru ekki til og engar eignir til að veðsetja. Ráðagerðir um kaup og rekstur búvéla án fjárhagsaðstoðar á smábændafundi í Mal- aví eru álíka raunsæjar og tal um kaup á geim- skipi á félagsfundi um stjörnuskoðun í mennta- skóla. Hvort tveggja er út í bláinn. Örbirgðin í Malaví veldur því, að ríkið fær litlar tekjur. Hið opinbera er því ótta- legur væskill. Um það og bónd- ann gilda sömu lögmál. Það er hvorki svigrúm fyrir framsýni né stórhug. Því glatast gjarnan þær litlu fjárfestingar, sem ráð- ist er í. Mikið er til dæmis lagt í menntun lækna. En malavískir læknar eru eftirsóttir í Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Þar eru laun svimandi há á mala- vísku vísu. Enda hverfa níu af hverjum tíu læknum úr landi á vit betri lífskjara. Afleiðingin í Malaví er einn læknir á hverja fimmtíu þúsund íbúa, sem sam- svarar sex læknum á öllu Íslandi. Tölur um hjúkrunarfræðinga endurspegla sama veruleika. Það eru ekki bara kjörin sem lokka. Málið er ekki svo einfalt. Þess vegna er ekki hægt að átelja ríkar þjóðir, sem bjóða menntuðu fólki góð kjör. Tækifæri til að þroskast í starfi hanga nefnilega á spýtunni líka. Á malavískum spítala er sjaldnast að finna þau tæki og tól, sem læknir þarf til að nýta menntun sína og halda henni við. Enda kostar lítið röntgen- tæki meira en árslaun allra starfsmanna sjúkrahúss, sem sinnir tugum þúsunda. Ef tækið bilar getur verðmiðinn á vara- hlutnum sýnt verðgildi margra mánaða lyfjabirgða. Tækið góða nýtist því engum ef rekstrarfé er ekki tryggt. Það verður í besta falli minnisvarði um góðan ásetn- ing gefanda, sem tók skakkan pól í hæðina. Lýsing prófessorsins Þorvaldur Gylfason prófessor lýsir svona stöðu í nýlegri grein í þessu blaði: „Fátækustu lönd í heiminum standa við stiga, sem hangir yfir höfðum þeirra og þau ná ekki upp í neðsta þrepið og sökkva því smám saman dýpra og dýpra í gljúpa jörð. Þau síga vegna þess að fólkið lifir bókstaf- lega frá hendinni til munnsins.“ Hann lýkur grein sinni með því að benda á hið augljósa: „Þetta fólk þarf hjálp til þess að ná upp í neðsta þrep stigans, og þá getur það klifrað upp af sjálfsdáðum. Það þarf hjálp til sjálfshjálpar. Það er áskorun til okkar allra.“ Hef engu við lokaorð prófessors- ins að bæta. Höfundur er umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví. Bókstaflegar þrengingar SKAFTI JÓNSSON Verkefnastjórnun I: Undirbúningur og áætlanagerð - grundvallaratriði hefst 8. apríl Skiptasamningar haldið 14. apríl Gæðasala hefst 15. apríl Prince2: Projects In Controlled Environments hefst 21. apríl Þjónustugæði og þjónustumælingar hefst 22. apríl Listin að selja hugmyndir og ráðgjöf haldið 22. apríl Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki hefst 6. maí Mannlíf og menning í Barcelona hefst 1. apríl Spænska II hefst 1. apríl Jarðfræði og jarðsaga Íslands hefst 14. apríl Að skrifa góða grein hefst 16. apríl Vinnusálfræði og samskipti á vinnustað hefst 1. apríl Gæðastjórnun: Hugmyndafræði, stefna, aðferðir og umbótastarf hefst 2. apríl Einelti á vinnustað: Forvarnir og viðbrögð haldið 3. apríl Framvirkir samningar haldið 7. apríl Nýir stjórnendur hefst 8. apríl Vextir og skuldabréf haldið 8. apríl Breytingastjórnun og menning vinnustaða hefst 8. apríl STJÓRNUN OG FJÁRMÁL MENNING OG SJÁLFSRÆKT Nánari upplýsingar og skráning: - sæktu þér aukinn styrk sími 525 4444 endurmenntun.is Safnaðu þekkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.