Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 62
38 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Athygli vakti fyrir skömmu þegar kvisaðist út að Clint Eastwood væri að velta því fyrir sér að endurvekja gömlu lögregluhetjuna og hörkutólið Harry Callahan, betur þekktan sem Dirty-Harry. Clint hefur á undanförn- um árum einbeitt sér að leikstjórn stórra dramatískra mynda á borð við Flags of our Fathers enda elli kerling farin að færa sig upp á skaftið nú þegar Clint nálgast áttrætt. Vefsíðan Ain’t It Cool News greindi fyrst frá því að næsta verkefni Clints, Gran Torino, væri nafnið á nýrri Harry- mynd. Þar myndi Clint dusta rykið af gamla Magnum- hólkinum og elta upp morðingja sem væri með blóð barna- barns Callahans á höndunum. Eastwood hefur hins vegar enn ekki staðfest að um sé að ræða Harry-mynd en það yrði þá í fyrsta skipti síðan 2004 að hann stígur fram fyrir myndavél- arnar. Ef af yrði kæmi ákvörðun Eastwood þó ekkert á óvart. Rosknu hetjurnar frá Hollywood hafa nefnilega verið í heilögu stríði gegn æskudýrkun draumaverksmiðjunnar og nægir þar að nefna Bruce Willis í Die Hard 4.0 og ekki síst Harrison Ford í fjórðu Indiana Jones-myndinni. Heilagt stríð gegn æskudýrkun hafið> ALBA Í BÍÓHÚSUM Hryllingsmyndin The Eye er meðal þeirra kvikmynda sem frumsýndar eru um helgina en þar fer Jessica Alba með hlutverk blinds fiðluleikara. Hún fær nýjar augnhimnur en eigandi þeirra virðist hafa séð sitt- hvað misjafnt um ævina. ÞRÍR GÓÐIR Þeir Harrison Ford, Bruce Willis og Clint Eastwood sýna ungviðinu hvernig gömlu hetjurnar gera þetta. „Þetta er mikill fengur fyrir okkur enda hefur myndin ekki verið sýnd fyrir utan Brasilíu og Berlín,“ segir Ísleifur B. Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins, en opnunarmynd Bíódaga verður Tropa De Elite sem fékk aðalverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Myndin segir frá sjálfstæðri sérsveit lög- reglunnar í Rio De Janeiro sem beitir öllum hugsanlegum ráðum í baráttunni við eiturlyfjabaróna borgarinnar. Að sögn Ísleifs er nú komið á hreint hvaða myndir verða sýnd- ar á Bíódögum. Meðal mynda sem hafa bæst við má nefna Sand and Sorrow eftir Paul Freeman sem fjallar um þjóðarmorðin í Darfur en George Clooney er þulur í henni. Bíódagar verða í Regnboganum og hefjast þeir 11. apríl. Sigurmynd Berlín- ar á Bíódögum FORVITNILEGT ÚRVAL Ísleifur B. Þórhalls- son og félagar í Græna ljósinu bjóða upp á kvikmyndaveislu á Bíódögum. Meistari Micheal Mann er um þessar mundir að kvikmynda sögu glæpa- mannsins Johns Dillinger en elt- ingarleikurinn við hann og aðra bófa bannáranna markaði einmitt upphafið að FBI. Samkvæmt erlendum vefsíðum notar Mann meðal annars gamlan Studebaker sem Dillinger er sagður hafa beitt í einum af sínum mestu ránum. Myndin verður frumsýnd árið 2009 og skartar sjálfum Johnny Depp í hlutverki Dillinger. Depp sem Dillinger DILLINGER Johnny Depp verður Dillinger í kvikmynd Michaels Mann. Kvikmyndin Stóra planið verður frumsýnd á föstu- daginn en hún er að hluta til byggð á bók Þorvalds Þorsteinssonar, Við fót- skör meistarans. Myndin er jafnframt fyrsta leikna kvikmynd Ólafs Jóhannes- sonar sem lítur á myndina sem útskriftarverkefni sitt úr háskóla bíómyndanna. Þó að Stóra planið sé frumraun Ólafs í leiknum kvikmyndum hefur leikstjórinn verið nokkuð áberandi á kvikmyndasviði Íslands. Heimild- armyndir hans; Blindsker, Africa United og nú síðast Queen Raquela, hlutu mikla athygli og lof gagnrýn- enda og Ólafur hefur eiginlega verið á ferð og flugi undanfarinn áratug. Leikstjórinn viðurkennir enda að honum finnist hann vera að ná ákveðnum áfanga á sínum ferli. „Ég hef verið í skotgröfunum síð- astliðin tólf ár og gert nokkuð mikið af heimildarmyndum. Með Stóra planinu og Queen Raquela er ákveðnum kafla í mínu lífi lokið og mér finnst eins og ég geti loks andað léttar og tekið því smá rólega,“ segir Ólafur. Stóra planið fjallar um Davíð, hinn misheppnaða handrukkara, sem hafður er að háði og spotti í glæpagengi sínu. Þegar Davíð kemst hins vegar í samband við dularfullan leigusala og grunn- skólakennara að nafni Haraldur tekur líf hans stakkaskiptum og flækist til muna. Ólafur kveðst vera ótrúlega sáttur með þann leik- hóp sem hann hafði yfir að ráða og nefnir þar sérstaklega tvíeykið Eggert Þorleifssoon og Pétur Jóhann Sigfússon. „Þetta var mikill happafengur að fá þá tvo og ég var eiginlega bara heppinn að hafa allar þessar góðu manneskjur í kringum mig, leikhópurinn var eig- inlega hálfgerð heppnisblanda,“ segir Ólafur. En stóra stjarnan í Stóra planinu er hins vegar bandaríski leikarinn Michael Imperioli sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjón- varpsþáttunum Sopranos. Ólafur upplýsir að þrátt fyrir að hann kom- ist ekki til Íslands á frumsýninguna þá hafi hann verið þeim stoð og stytta í Bandaríkjunum. En Imperi- oli er um þessar mundir að leika í nýjustu kvikmynd Peter Jackson, The Lovely Bones. „Hann hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið með að koma Queen Raquela á framfæri og er eiginlega orðinn vinur fjöl- skyldunnar.“ Ólafur bætir því hins vegar við að það stoði lítið að hafa einhverja stórstjörnur í öllum hlut- verkum ef myndin reynist síðan vera óttalegt drasl. „Góðar myndir kynna sig yfirleitt sjálfar, það er þannig með þessa mynd rétt eins og aðrar,“ segir Ólafur. - fgg Imperioli í startholunum fyrir Stóra planið HAPPAFENGUR Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fékk þá Eggert Þorleifsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Micheal Imperioli til að leika í Stóra planinu. Bréf sem skapari James Bond, Ian Flemming, skrifaði til ritara síns þykja sanna að hann hafi haft sína eigin Moneypenny sem var honum innan handar við að berja bækur hans saman. Bréfin verða boðin upp hjá uppboðsskrifstofu hertog- ans af Dorset hinn 10. apríl næst- komandi. Talið er að Flemming hafi látið ritarann Jean Frampton skrifa upp bækur sínar og beðið um að fara vel yfir söguþráðinn og benda sér á eitthvað sem mætti laga. „Ef þú kemur auga á einhverja misbresti í söguþræðinum væri frábært ef þú létir mig vita af því,“ skrifar Flemming til frú Frampton. „Allar þær breytingar sem þú hefur gert hafa reynst ákaflega vel,“ bætir Flemming við í öðru bréfi. Frampton var Flemming mjög innan handar þegar kom að skrif- um bókanna You Only Live Twice og The Man with the Golden Gun en hins vegar er talið að hún hafi aldrei hitt rithöfundinn. Hulunni svipt af Moneypenny HAFÐI SÍNA EIGIN MONEYPENNY Ian Flemming hafði sína eigin Moneypenny í Jean Frampton. Bréfaskriftir þeirra bera þessa merki að Frampton hafi haft mikið að segja um söguþráð og önnur smáatriði. HÓFLEGA SPENNTUR Stóra planið er fyrsta leikna kvikmynd Ólafs. Frábær Fermingargjöf Þessi sér um að vekja þarft að fara framúr til að slökkva á henni! MAGNAÐASTA VEKJARAKLUKKA ALLRA TÍMA iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. S. 555 2585 Irobot.is Fæst Hjá Max Og hjá Byggt og Búið í Smáralind og Kringlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.