Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 66
42 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > NAKIN AMY Amy Winehouse mun sitja fyrir nakin, með gítar í fanginu, í auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Mynd- in mun birtast í breska tímarit- inu Easy Living, en þar munu söngkonan Sade og leikkonan Helena Bonham Carter einnig birtast á evuklæðum málefn- inu til stuðnings. Búlgarar eru í miklu stuði í ár enda komst þjóðin á Eurovision- bragðið í fyrra þegar búlgarska lagið lenti í fimmta sæti. Það var í þriðja skipti sem Búlgaría var með í keppninni, í hin tvö komst þjóðin ekki upp úr undanriðli. Nú á að fara alla leið og því er einni vinsælustu hljómsveit Búlgara tjaldað til, Deep Zone Project. Sú hljómsveit fæst við rafræna danstónlist og hefur notið vin- sælda á Balkanskaganum og nágrenni síðan hún var stofnuð af tveim náungum árið 2000. Lagið er „DJ, Take Me Away“, hressandi Júrópopp sem brotið er upp annað slagið af reggíinn- skoti sem pabbi eins í bandinu spilar á gítar í. Söngkonan Yoanna syngur svo yfir allt saman. Hljómsveitin er nú í strangri kynningarherferð og ætlar að bjóða upp á nýmóðins sýningu í Belgrad. Hátæknileg leysiharpa verður dregin á svið, menn munu rispa plötur í eldglæringum, verðlaunaðir breikdansarar ætla að sýna listir sínar og söngkonan verður kviknakin en máluð um allan líkamann svo ekkert dóna- legt sést. „Okkar markmið er að áhorf- endur kjósi frumlegasta lagið sem er holdtekja nútímalegrar og frjálsrar Evrópu,“ segja Búlg- ararnir kokhraustir. Búlgarar með leysihörpu NÚTÍMALEGIR OG FRJÁLSIR Búlgarska hljómsveitin Deep Zone Project. Útlit er fyrir að Sir Ian McKellen muni endurtaka hlutverk sitt sem galdra- karlinn Gandálfur í tveimur kvik- myndum byggðum á bókinni Hobbit- inn. Bókin fjallar um atburði sem áttu sér stað á undan Hringadróttinssögu. Á heimasíðu sinni sagði McKellen að hann myndi fara með hlutverkið ef hann og framleiðandinn, Peter Jackson, fengju einhverju um það ráðið. Engir samningar hafa þó verið undirritaðir þess efnis. „Peter og Fran Walsh (framleiðandi) hafa sagt mér að þær gætu ekki ímyndað sér Hobbitann án hins upprunalega Gandálfs. Leikstjórinn Guillermo del Toro hefur ekki gefið þeim staðfestingu á þessu en ég ætla að halda dagbókinni minni opinni fyrir árið 2009,“ sagði McKellen. Á síðasta ári sagðist leikarinn vera tilbúinn að leika Gandálf á nýjan leik en óvíst væri hvort af framleiðslu Hobbitans yrði. Ástæðan var deilur Peters Jackson, sem leikstýrði Lord of the Rings-myndunum, og fyrirtækisins New Line Cinema. Síðan þá hefur Jackson verið ráðinn framleiðandi myndanna og hinn mexíkóski Guiller- mo del Toro leikstjóri. Tökur á myndunum hefjast samtímis á næsta ári. Er sú fyrri væntanleg í kvikmyndahús árið 2010 en hin síðari ári seinna. Aftur í hlutverki Gandálfs GANDÁLFUR Sir Ian McKellen í hlutverki Gandálfs í Hringadróttinssögu. Rapparinn Poetrix gaf nýlega út plötuna „Fyrir lengra komna“ og hefur hún fengið mjög góða dóma, fjórar stjörnur eða meira í öllum fjölmiðlum sem hafa dæmt hana. Nú er komið að útgáfutónleikun- um, þeir fara fram á Nasa í kvöld og hefjast klukkan 21. Húsið verð- ur opnað klukkutíma fyrr. Með Poetrix koma fram þau Bubbi Morthens, Diva de la Rósa, Sampling og Ragúel, Dabbi T, Einar Ágúst og Guðbjörg Elísa. Miðaverð á tónleikana er 900 krón- ur eða 1.800 krónur með diski. Þá hefur rapparinn gert myndband við lag sitt „Draumar“ og er það á leiðinni í spilun. Poetrix fagnar SPILAR Á NASA Í KVÖLD Poetrix hefur fengið góða dóma fyrir frumraun sína. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í nálgunarbann gagnvart sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Tyru Banks. Hlýði hann ekki banninu verður honum stungið í fangelsi. Maðurinn hefur elt Banks út um gjörvöll Bandaríkin síðan í janúar, sent henni bréf og blóm og reynt að hringja í hana. Í síðustu viku fékk Banks loks nálgunarbann á manninn sem kveður á um að hann eigi að láta hana algjör- lega í friði. Maðurinn var handtekinn 18. mars síðastlið- inn í byggingu þar sem spjallþátturinn The Tyra Banks Show er tekinn upp eftir að hann óskaði eftir því að tala við Banks. Áður hafði hann margsinnis reynt að ná sambandi við hana. Banks, sem stjórnar einnig þættinum America´s Next Top Model, taldi á endanum nóg komið þar sem hún var farin að óttast um öryggi sitt. Með Tyru á heilanum TYRA BANKS Karlmaður á fertugsaldri hefur setið um sjónvarpskonuna og fyrirsæt- una Tyru Banks. 58 DAGAR TIL STEFNU Ljósmyndarinn Spessi opnar sýningu í 100°gall- eríi í húsi Orkuveitunnar á laugardag. Þar gefur að líta misjafnlega auða matar- diska, sem Spessi myndaði í mötuneyti Orkuveitunnar í einu og sama hádegi. „Þetta er rosalega flott eldhús hjá þeim, og alveg besta mötu- neyti norðan Alpafjalla,“ segir Spessi, sem snæddi þar sjálfur fyrir nokkru. „Þegar fólk er búið að borða setur það bakkann á færiband sem hverfur inn í gat og skilar sér þannig inn í eldhús. Ég fékk þá þessa hugmynd, að það gæti verið gaman að taka myndir af öllum matarbökkunum sem koma inn í eldhúsið,“ útskýr- ir hann. Afraksturinn er sýningin Kjúklingalund „fajitas“ að hætti Google-manna, mexíkósk maís- súpa og súkkulaðiís, sem heitir eftir máltíðinni sem á borð var borin daginn sem Spessi mætti á svæðið vopnaður myndavél. „Ég var búinn að fá matseðil alveg mánuð fram í tímann hjá kokkin- um, en valdi þennan dag eigin- lega út frá titlinum,“ segir Spessi og hlær við. Hann myndaði 185 matarbakka á einum og hálfum tíma, en tuttugu þeirra verða til sýnis í Galleríi 100°. Allar mynd- irnar birtast hins vegar í bókinni, sem Spessi vílar ekki fyrir sér að nefna matreiðslubók. „Kokkur- inn lét mig fá uppskriftina, sem birtist í bókinni í réttri stærð, sem sagt fyrir fjögur hundruð manns. Það eru til dæmis áttatíu kíló af úrbeinuðum kjúklingalær- um og svona, svo fólk þarf kannski að deila svolítið til ef það ætlar að elda þetta sjálft,“ segir hann kíminn. „Þetta er 120 blað- síðna matreiðslubók um einn rétt, með 185 myndum af þeim rétti,“ bætir hann við. Í bókina skrifa bæði Sjón og Jón Proppé svo hug- leiðingar um verkin og sýning- una. „Það er svolítið margt í þessu. Að vissu leyti eru þetta verk eftir starfsmennina, því ég gerði nátt- úrlega ekkert nema taka við disknum og mynda hann. En þetta er eiginlega karakterstúdía og portrett í leiðinni, bæði út frá því hvernig fólk skilur diskana eftir sig og hvað það borðar af réttin- um, til dæmis,“ segir Spessi. Sýningin verður opnuð í Gallerí 100° á laugardag. sunna@frettabladid.is Spessi sýnir kjúklingalund MATARPORTRETT Spessi segir mynd- irnar af matardiskum starfsmanna Orkuveit- unnar varpa heilmiklu ljósi á karakterana, og gegna þar með hlutverki portrettsins líka. Spessi myndaði 185 matardiska í mötuneyti Orkuveitunnar, eftir að starfs- menn höfðu gætt sér á kjúklingalund „fajitas“. Tuttugu myndanna rata á samnefnda sýningu, en þær birtast hins vegar allar í bók sem Orkuveitan gefur út samhliða sýningunni í Gallerí 100°. KJÚKLINGALUNDIR Í MÖRGUM MYNDUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.