Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 70
Slóvakía Ísland 0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (71.), 0-2 Eiður Smári Guðjohnsen (82.), 1-2 Marek Mintal (87.). 1-2 46 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Friðrik ekki meira með Njarðvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku því nú er ljóst að Friðrik Stefánsson getur ekki leikið með Njarð- víkingum í úrslitakeppninni. Friðrik er með hjartagalla og gekkst undir aðgerð fyrr í vetur. Hann sneri síðan til baka fyrr en búist var við. Honum hefur hrakað á nýjan leik upp á síðkastið og þarf líklega að gangast aftur undir aðgerð og verður því ekki meira með í vetur. LIÐ ÍSLANDS (4-5-1) Kjartan Sturluson Grétar Rafn Steinsson (66., Atli Sveinn Þórarinsson) Kristján Örn Sigurðsson Ragnar Sigurðsson Bjarni Ólafur Eiríksson Aron Einar Gunnarsson Stefán Gíslason Ólafur Ingi Skúlason Theodór Elmar Bjarnason (64., Gunnar Heiðar Þorvaldsson) Emil Hallfreðsson (93., Tryggvi Guðmundsson) Eiður Smári Guðjohnsen (90., Veigar Páll Gunnarsson) Vináttulandsleikir: Svartfjallaland-Noregur 3-1 1-0 Igor Burzanovic (8.), 2-0 Branko Boskovic (37.), 3-0 Radomir Djalovic, 3-1 John Carew (72.) Danmörk-Tékkland 1-1 1-0 Nicklas Bendtner (25.), 1-1 Jan Koller (42.). Frakkland-England 1-0 1-0 Franck Ribery (32.). Skotland-Króatía 1-1 0-1 Niko Kranjcar (10.), 1-1 Kenny Miller (30.). ÚRSLITIN Í GÆR Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson stefnir að því að vera með knattspyrnuskóla á Íslandi næsta sumar í samstarfi við félag sitt Bolton. „Þetta er hugmynd sem ég er búinn að vera að velta fyrir mér lengi og nú er ég að skoða möguleikann á því að koma þessu af stað strax næsta sumar. Þetta er náttúrlega stórt batterí að byrja á þessu og það þarf margt að ganga upp en ég er búinn að vera að kanna jarðveginn fyrir þessu og hef jafnan fengið jákvæð viðbrögð þar sem ég hef leitað. Ég er búinn að heyra í mönnum á þeim stöðum sem ég þekki best til, á Siglufirði og á Akranesi, og þar eru menn áhugasam- ir og tilbúnir í samstarf,“ sagði Grétar sem er frá Siglufirði og vill með knattspyrnuskólanum sér- staklega efla knattspyrnuna úti á landsbyggðinni. „Ég þekki það sjálfur að það er oftar en ekki erfiðara fyrir unga knattspyrnumenn utan af landi að hafa ekki jafn góðan aðbúnað og annað samanborið við unga knattspyrnumenn á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin með þessum knattspyrnuskóla er einmitt sú að sýna krökkum utan af landi að það sé hægt að ná árangri með mikilli vinnu og gefa þeim ef til vill jafnan möguleika á að kynnast þessu starfi og krakkar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að fá undanfarin ár. Ég vil líka að yngri leikmenn utan af landi viti að það sé verið að fylgjast með þeim og möguleikinn sé fyrir hendi eins og fjöldi íslenskra atvinnumanna utan af landi undirstrikar,“ sagði Grétar Rafn sem mun sjálfur vera viðstaddur æfingarnar ásamt því að njóta liðsinnis þjálfara frá Bolton. „Ég verð auðvitað sjálfur á þeim stöðum þar sem knattspyrnuskólinn mun verða og þjálfarar frá Bolton munu svo koma frá Englandi og aðstoða mig með æfingarnar. Enn fremur mun ég hafa samband við þjálfara og leikmenn sem ég þekki á Íslandi um að koma í heimsókn til þess að gera þetta enn skemmtilegra og áhugaverðara,“ sagði Grétar Rafn að lokum. GRÉTAR RAFN STEINSSON, BOLTON: VILL KOMA Á FÓT KNATTSPYRNUSKÓLA ÚTI Á LANDI NÆSTA SUMAR Erfiðara fyrir unga leikmenn utan af landi FÓTBOLTI Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, hefur verið kærður af enska knattspy- rusambandinu, FA, fyrir ósæmi- lega hegðun í leik Manchester United og Liverpool um síðustu helgi. „Mascherano er kærður fyrir viðbrögð sín gagnvart dómaran- um Steve Bennett eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Manchester United og Liverpool þann 23. mars síðast liðinn. Mascherano hefur frest þangað til á morgun (í dag) til þess að útskýra sína hlið, en málið verður svo tekið fyrir á föstudag,“ sagði í yfirlýsingu frá FA í gær. Mascherano er nú þegar að afplána eins leiks bann fyrir rauða spjaldið og missir þar með af gríðarlega mikilvægum grannaslag gegn Everton um næstu helgi, en liðin eru í harðri baráttu um fjórða sætið sem gefur þátttökurétt í Meistara- deildinni að ári. Útlit er fyrir að bannið verði lengt eftir ákvörðun FA að kæra leikmanninn. - óþ Enska knattsp. sambandið: Mascherano í lengra bann? KÆRÐUR Enska knattspyrnusambandið hefur kært Mascherano fyrir ósæmilega hegðun í garð dómarans Steve Bennett. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ísland lagði Slóvakíu að velli 1-2 á Zlaté Moravce leikvang- inum í Slóvakíu í gærkvöld. Ísland byrjaði leikinn ágætlega og Theodór Elmar Bjarnason átti snemma leiks fína sendingu fyrir markið en Emil Hallfreðsson komst ekki í boltann. Eftir það fóru hins vegar sóknir heima- manna að þyngjast talsvert og á tíundu mínútu áttu þeir skot í slá eftir að Ragnar Sigurðsson hafði misreiknað sig í vörninni. Íslensku leikmennirnir náðu illa að halda boltanum innan liðsins og Eiður Smári Guðjohnsen var týnd- ur í sókninni, en á móti kemur þá gekk liðinu ágætlega að verjast. Slóvakar náðu illa að skapa sér góð marktækifæri og virkuðu fyrir vikið óþreyjufyllri og beittu mikið af löngum sendingum sem íslenska vörnin virtist ráða vel við. Á 40. mínútu opnaðist vörn Íslands þó upp á gátt þegar Marek Mintal átti hættulega sendingu utan af hægri kanti og sóknarmað- ur Slóvaka, sem var einn og óvald- aður í teignum, átti skalla í stöng. Slóvakar voru nálægt því að skora strax í upphafi síðari hálf- leiks en íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir hornspyrnu heimamanna. Fyrsta skot Íslands kom svo á 55. mínútu þegar Emil átti aukaspyrnu yfir markið eftir að brotið hafði verið á Eið Smára. Í framhaldinu náði íslenska liðið að komast betur inn í leikinn og betri færslur koma á sóknarleik liðsins. Ísland tók svo forystu með glæsilegu marki varamannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Emil var með boltann á teigshorninu vinstra megin og Bjarni Ólafur Eiríksson kom með utan á hlaupið og fékk boltann og kom honum á Gunnar Heiðar sem tók hann viðstöðulaust og hrein- lega hamraði honum í markhorn- ið. Ísland bætti svo við öðru marki á 82. mínútu þegar Stefán Gísla- son átti hornspyrnu sem Atli Sveinn Þórarinsson náði að skalla í lappirnar á Eið Smára sem skor- aði af stuttu færi. Þetta var tuttug- asta mark Eiðs Smára sem var jafnframt að spila sinn fimmtug- asta landsleik. Slóvakar náðu að minnka mun- inn á 87. mínútu með marki frá Marek Mintal sem átti skot rétt utan vítateigs sem Kjartan Sturlu- son, sem steig varla feilspor í marki Íslands, kom engum vörn- um við. Slóvakar voru nálægt því að jafna í blálokin en allt kom fyrir ekki og glæsilegur sigur Íslands því niðurstaðan. Þetta var þriðji sigurleikur Íslands í röð sem er lengsta sigur- ganga liðsins í fimm ár. Liðið var enn fremur búið að halda markinu hreinu í tæpar 340 mínútur þegar Slóvakar minnkuðu muninn á loka- mínútunum. omar@frettabladid.is Glæsilegur sigur Íslands Íslenska landsliðið sigraði Slóvakíu 1-2 á útivelli í vináttulandsleik í gærkvöld. Íslenska liðið spilaði agaðan varnarleik og nýtti marktækifæri sín vel. Þetta var þriðji sigurleikur Íslands í röð sem er lengsta sigurganga liðsins í fimm ár. MARKASKORARI Gunnar Heiðar skoraði sannkallað glæsimark gegn Slóvakíu í gær eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 64. mínútu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálf- ari Íslands, var afar sáttur með leik íslenska liðsins í gær og kvað leikskipulagið hafa gengið vel upp. „Ég er náttúrlega ánægður með að vinna leikinn en ég er líka ánægður með hvernig við unnum leikinn því mér fannst strákarnir vera að leggja sig 100% fram og berjast vel. Við lögð- um upp með því að verjast skyn- samlega og reyna að loka svæðum og ergja þá aðeins og það tókst mjög vel. Þeir urðu óþreyjufullir og fóru að beita mikið af löngum sendingum sem var eimitt það sem við vildum og okkur tókst að verjast því vel,“ sagði Ólafur sem telur að liðið geti tekið mikið út úr leiknum upp á framhaldið að gera. „Þetta var þriðji sigur- leikurinn í röð og auðvit- að fá menn alltaf meira sjálfstraust þegar þeir eru að vinna leiki og ég er ánægður með það. Menn sjá líka að þegar við spilum sem ein liðsheild og spilum með hjartanu þá getum við vel náð góðum úrslit- um gegn þjóðum sem eiga að vera sterkari en við,“ sagði Ólafur sem kvað lið sitt þó þurfa að halda haus út leikina til þess að ná úrslit- um. „Við vorum ef til vill aðeins værukærir í lok leiksins og Slóvakar ná þá að minnka muninn en auðvitað var kannski kominn smá þreyta í mannskapinn líka. Enda voru menn búnir að leggja á sig mikla vinnu,“ sagði Ólaf- ur að lokum. Þess má til gamans geta að Slóvakía er þrjátíu og einu sæti fyrir ofan Ísland á nýleg- um styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIFA, sem kom út í febrúar.- óþ Ólafur Jóhannesson var ánægður með leik íslenska liðsins í gær þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær: Afar ánægður með baráttuna í liðinu SÁTTUR Ólafur Jóhannesson var afar ánægður með baráttuna í íslenska liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Frakkland vann England 1-0 í vináttulandsleik í París í gærkvöld. Þetta var fyrsta tap Fabio Capello með enska landslið- ið sem olli miklum vonbrigðum í leiknum. Franck Ribery skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 32. mínútu eftir að markvörðurinn David James hafði brotið á Nicolas Anelka. Ribery, Anelka og Florent Malouda voru allir nálægt því að bæta öðru marki fyrir Frakka og varamaðurinn Djibril Cisse var nálægt því að skora í lok leiksins. Steven Gerrard komst tvívegis nálægt því að skora með skalla fyrir enska liðið sem skapaði sér ekki mörg marktækifæri og leit í raun og veru aldrei út fyrir að ætla jafna leikinn. David Beckham var í byrjunar- liði Englands og spilaði í 63. mínútur en þetta var 100. landsleikur hans fyrir England og varð hann þar með aðeins fimmti leikmaður til að ná þeim áfanga fyrir England. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand var fyrirliði Englands í leiknum en Fabio Capello hefur hins vegar ekki enn ákveðið varanlegan fyrirliða fyrir undankeppni HM. - óþ Vináttulandsleikur: Frakkar unnu Englendinga MERKUR ÁFANGI David Beckham spilaði sinn 100. landsleik fyrir England í gær- kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.