Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 2
2 29. mars 2008 LAUGARDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ 50% afsláttur 50% afsláttur 449kr.kg Móa kjúklingur ferskur TILBOÐ! 2 1fyrir Ólafur Ragnarsson, bókaútgef- andi og fyrrverandi frétta maður, er látinn, 63 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítal- ans í Kópa - vogi í fyrra- dag, en hann þjáðist af MND-sjúkdómnum. Ólafur starfaði við dagskrár- gerð og sem fréttamaður á fyrstu árum Ríkissjónvarps- ins, og ritstýrði dagblaðinu Vísi frá 1976 til 1980. Árið 1984 stofnaði hann bókaforlagið Vöku ásamt eiginkonu sinni Elínu Bergs, og var fram- kvæmdastjóri þess til alda- móta. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni og sex barnabörn. Ólafur Ragn- arsson látinn LÖGREGLUMÁL Vörubílstjórar stöðv- uðu umferð á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar um hádegi í gær og hægðu á umferð í Ártúnsbrekku og á Reykjanesbraut. Vildu þeir með þessu mótmæla síhækkandi bens- ínverði, en Skeljungur og N1 hækkuðu verð á bensínlítranum og fór það yfir 150 krónur í gær. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist líta mótmælin alvarlegum augum. „Við höfum reynt að fá forsprakkana í lið með okkur þannig að við getum valið aksturs- leiðir og fylgt þeim þannig að sem minnst umferðartruflun verði, en þeir voru ekki boðnir til sam- starfs,“ segir Guðbrandur. „Enginn vill kannast við að þetta séu samantekin ráð,“ segir Guð- brandur. „Þeir segja okkur að þeir hafi misst tök á þessu, þannig að menn hafi verið farnir að hafa frumkvæði að þessu hver og einn og geri bara eitthvað.“ Guðbrandur segir mótmælin varða 168. grein almennra hegn- ingarlaga og að í skoðun sé hvort kæra eigi forsprakkana. Hámarks- refsing fyrir slíkt brot er sex ára fangelsisvist. „Þeir sem fremstir fara hverju sinni eru þeir sem stífla akstursleiðina, þannig að við höfum tekið talsvert af myndum af þessu og vitum því nöfn á ein- hverjum.“ - sgj Aðalvarðstjóri segir vörubílstjóra ekki hafa verið fúsa til samstarfs við lögreglu: Enginn viðurkennir ábyrgð ALLT Í STÖPPU Vegfarendur horfa máttvana á vörubílana sem lokuðu gatnamótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SÖFNUN „Hannes á marga góða að og það er mikilvægt að hjálpast að þegar auðmenn gera árásir á þá sem ekki eru auðmenn,“ segir Friðbjörn Orri Ketilsson, sem birtir auglýs- ingu í Frétta- blaðinu í dag um fjársöfnun í þágu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar undir fyrirsögninni „Styðjum Hannes“. Friðbjörn Orri segir Hannes ekki hafa verið með í ráðum við söfnunina. - sgj Auðmenn sækja að Hannesi: Vinir Hannesar safna fyrir sekt FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON NÁTTÚRA Bresk skólabörn í hvalaskoðunarferð sáu háhyrning í Reykjavíkurhöfn við Sæbraut í gærmorgun. Samkvæmt Evu Maríu Þórarinsdóttur hjá Reykjavík Whale Watching sást dýrið eftir tæplega tíu mínútna siglingu, en mjög sjaldgæft er að sjá háhyrninga á þessum slóðum. Skólabörnin fylgdust með þessum óvænta gesti synda um höfnina í um fjörutíu mínútur áður en þau héldu lengra út á haf í leit að öðrum tegundum. - sþs Kom skólabörnum á óvart: Háhyrningur við Sæbrautina Á SUNDI Hér sést hvernig háhyrningur- inn synti meðfram hvalaskoðunarbátn- um í Reykjavíkurhöfninni. EFNAHAGSMÁL „Því er ekki að neita að sú atlaga sem þessa dagana er gerð að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu, [..], lyktar óþægi- lega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatil- raun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Þeim mun ekki takast það,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í gær. Hann minntist þess að trygging- arálag ríkisins hefði í gær hækk- að um 400 punkta, sem væri frá- leitt, auk þess að vísa til rógsherferðar á hendur breska bankanum HBOS og svipað dæmi frá Írlandi. „En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rann- sókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi,“ sagði Davíð. Fréttablaðið hefur rætt við fyrrverandi seðlabankastjóra, hagfræðinga og stjórnmálamenn og eru menn sammála um að engin einstök alþjóðleg stofnun geti farið með slíka rannsókn. Hins vegar kunni íslenska Fjár- málaeftirlitið að geta hrundið af stað slíkri rannsókn í samstarfi við systurstofnanir erlendis. „Það gæti komið til greina að skoða hvort vísbendingar séu um að menn hafi skipulega sett í gang orðróm sem ekki er fótur fyrir,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann segir það fara eftir eðli málsins hvort Fjármálaeftirlitið sæi um slíka rannsókn, en of snemmt sé að ræða slíkt nú. Davíð sagði einnig í ræðu sinni að þrátt fyrir andstreymi, ekki síst vegna ástandsins á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum, væri ekki endilega líklegt að við sigld- um inn í kreppu. „Miklu líklegra er að nú hægi nokkuð á og í versta falli tökum við nokkra dýfu, sem ætti þó ekki að þurfa að standa lengi.“ Hins vegar yrði ekki komið á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum nema með því að eftir- spurn dragist saman. Ekki séu horfur á efnahagslegu vori um sinn. Davíð sagði einnig að íslensku bankarnir yrðu að reka starfsemi sína á eigin ábyrgð, en sagði um leið að gjaldeyrisforði Seðlabank- ans og eigið fé hefðu aldrei verið meiri. Auk þess væri ríkissjóður nánast skuldlaus. ikh@frettabladid.is Vill alþjóðlega rann- sókn á meintu tilræði Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir koma til álita að gerð verði alþjóðleg rannsókn á tilræði við íslenskt fjármálakerfi. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir slíkt koma til álita. Engin ein stofnun gæti farið með slíka rannsókn. Á AÐALFUNDI SEÐLABANKANS Davíð Oddsson seðlabankastjóri segði í ræðu sinni í gær að það liti þannig út að óþrúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Það gæti komið til greina að skoða hvort vísbend- ingar séu um að menn hafi skipu- lega sett í gang orðróm sem ekki er fótur fyrir. JÓNAS FR. JÓNSSON FORSTJÓRI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Hallfríður, er Maxímús Músík- ús músíkölsk músíkmús? „Víst er það og vissulega, varla er því að leyna, því tónadýrð um tónlistarhús, trítlar lítil músíkölsk mús, ég veit ei sælli neina.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í dag tónleika í tilefni útgáfu bókarinnar „Max- ímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari er annar höfunda bókarinnar um Maxímús. Séra Bolli Þórir Gústavsson vígslubisk- up lést á Landakots- spítala á fimmtudag, 72 ára að aldri. Sr. Bolli lauk guðfræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1963 og vígðist sóknarprestur til Hríseyjarprestakalls sama ár. Þremur árum seinna var hann skipaður sóknarprestur í Laufásprestakalli, en varð vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal árið 1991. Lét hann af embætti árið 2002 sökum heilsubrests. Sr. Bolli lætur eftir sig eiginkonu og sex börn. Sr. Bolli Gúst- avsson látinn VERÐBRÉF Gengi hlutabréfa í Decode var 1,56 dollarar á hlut við lokun markaða í gær. Lokagengi bréfanna hefur aldrei verið lægra frá skráningu félagsins í Nasdaq- kauphöllina. Í gær náði gengi hlutabréfa félagsins einnig metlægðum innan dags þegar það fór niður í 1,52 um tíma. Hlutabréf í Decode munu hafa verið seld á allt að 65 dollara á hlut á gráum markaði fyrir skráning- una á Nasdaq í júlí 2000. Eftir að viðskipti hófust með bréfin á Nasdaq fór gengið þar hæst í um 29 dali á hlut. Það var í september 2000. Gengi Decode-bréfanna var 3,84 í upphafi þessa árs. - gar Markaðurinn í New York: Gengi í Decode aldrei lægra SAMKEPPNI Bændasamtök Íslands ætla að verða við beiðni Samkeppniseftirlitsins um afhendingu afrita af fundargerðum og þingskjölum Búnaðarþings 2008 og öllum fundargerðum, samþykktum, ályktunum, sáttum, minnisblöðum og tölvupóstum frá 1. september á síðasta ári. „Það er til athugunar hvort umfjöllun á Búnaðar- þingi og í tengslum við það hafi brotið í bága við samkeppnislög og hvort þar hafi átt sér stað samráð,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Við erum bara að spyrjast fyrir um þetta og það er liður í hefðbundnu eftirliti af okkar hálfu.“ Á Búnaðarþinginu var fjallað um matarverð á heimsmarkaði og horfur í íslenskum landbúnaði. Í fréttatilkynningu frá Bændasamtökunum kemur fram að samtökin telji sig einungis hafa verið að gæta hagsmuna bændastéttarinnar í umfjöllun sinni og reynt að upplýsa neytendur um þróun í verðlags- málum. - sgj Samkeppniseftirlit skoðar umfjöllun á Búnaðarþingi 2008 um matvælaverð: Gruna samráð á Búnaðarþingi FORSETINN Á BÚNAÐARÞINGI 2008 Samkeppniseftirlitið skoð- ar hvort verðsamráð hafi átt sér stað á Búnaðarþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.