Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 8
 29. mars 2008 LAUGARDAGUR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA 10.00 - 18.00 LAUGARDAG 12.00 - 16.00 SUNNUDAG 12.00 - 16.00 • Vatnstankur • Nefhjól • Heil hurð • Delux tröppur • Ísskápur • 12 volta tengill • Rafgeymir/box og teng • 240 volta straumbreytir • Rafmagns vatnsdæla • 12 volta kerfi • Slökkvitæki • Færanlegt borð • Skráning • Reyk og súrefnisskynjari • Sveifar og súlur • Fullkomið ALKO bremsukerfi • Truma hitamiðstöð með hitastilli • Varadekk/festing/hetta • Eldunarhellur inni/úti • Gaskútur og hetta • Öryggis gasskynjari • Gluggatjöld • Fatahengi • Barnalæsing á svefnálmum • Galvaniseruð grind • Loftlúga/topplúga • Úti og inni ljós HEITT OG KALT VATN Í ÖLLUM FELLIHÝSUM NÝTT þrýstibremsubúnaður Palomino er eina fellihýsið á markaðinum sem hefur evrópskan þrýstibremsubúnað sem staðalbúnað. Sá bremsubúnaður gerir vagninn mun öruggari og þægilegri í drætti en fyrri búnaður. Alger bylting að sögn kunnugra. Öll Palomino fellihýsin eru með heitgalvana-seruðum undirvagni, sem gerir það að verkum að hann ryðgar ekki. Alger bylting í viðhaldi og endingu fellihýsana. FRUMSÝNING UM HELGINA Á PALOMINO FELLIHÝSUM KYNNINGARTILBOÐ Á ÖLLUM GERÐUM FELLIHÝSA UM ÞESSA HELGI Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur undanfarna áratugi verið einn ötulasti talsmaður fyrir lífsviðhorfum frjálshuga manna á Íslandi. Hann hefur í óþökk forsjárhyggjuafla og sameignarsinna nýtt sér málfrelsi sitt í baráttu fyrir frelsinu. Við eigum honum öll mikið að þakka fyrir að hafa verið óþreytandi við að mæta þeim öflum sem vilja tamkarka einstaklingsfrelsi á Íslandi. Nú er að honum sótt Hann er bara venjulegur launamaður og hefur ekki mikil fjárráð til að mæta árásum þeirra sem vilja takmarka málfrelsi hans, meðal annars með háum fjárkröfum fyrir dómstólum. Íslenskur auðmaður sækir að honum erlendis og reynir að brjóta hann niður fjárhagslega. Nú síðast dæmdi Hæstiréttur Íslands hann til hárra fjárútgjalda fyrir að hafa skrifað bók sem hann mátti víst ekki skrifa. Hann var dæmdur til að bæta fjártjón sem allir vita að ekkert var. Styðjum Hannes Nokkrir vinir hans hafa opnað bankareikning í Landsbanka Íslands: 0101 – 05 – 271201 kt. 131083-4089 Þeir sem vilja leggja þessum ötula baráttumanni lið eru beðnir að leggja fé inn á reikninginn. Við þurfum að safna 3,1 milljón til að geta greitt fyrir hann skuldina sem Hæstiréttur úthlutaði honum. Sendum þeim sem að Hannesi sækja skýr skilaboð um að þeim muni ekki takast að þagga niður í honum með árásum á fjárhagslega afkomu hans. STYÐJUM HANNES Þessi auglýsing er kostuð af vinum Hannesar HOLLAND, AP Múslimar í múslima- ríkjum brugðust í gær ókvæða við fimmtán mínútna kvikmynd hol- lenska þingmannsins Geerts Wild- ers. Myndin hefur að geyma gagn- rýni á þá hugmyndafræði sem Kóraninn leggur til grundvallar íslamstrú. Múslimar í Hollandi hvöttu til stillingar og sögðu myndina ekki eins mikla ögrun og þeir hefðu óttast. Kvikmyndin, sem ber titilinn „Fitna“, var birt á netinu í fyrra- kvöld. Í henni eru tilvitnanir í Kóran- inn settar í samhengi við samsafn mynda af hryðjuverka árásum íslamskra öfgamanna í New York, Madríd og Lundúnum, og æsinga- ræðum múslimaklerka sem hvetja til „heilags stríðs“. Varað er við þeirri ógn sem vestrænu frelsi og lýðræði stafi af íslam isma. Skömmu eftir að myndin var komin á netið birtu hollenskar sjónvarpsstöðvar útdrátt úr henni. Mohamed Rabbae, leiðtogi sam- taka innflytjenda frá Marokkó í Hollandi, sagði myndina „ekki eins slæma“ og hann bjóst við, og annar þekktur talsmaður múslima sagði myndina ekkert annað en til- raun Wilders til að afla atkvæða með því að ala á ótta við íslam. Myndin byrjar og endar á teikn- ingu danska teiknarans Kurts Westergaard, sem sýnir Múhameð spámann með túrban í líki sprengju, en hún var fyrst birt í Jótlandspóstinum danska haustið 2005 ásamt fleiri teikningum sem urðu síðar tilefni „Múhameðs- teikningafársins“ svonefnda. Westergaard lét hafa eftir sér að mynd Wilders væri pólitískur áróður og sagðist ekki samþykkja að teikning sín væri tekin úr sínu upprunalega samhengi. Danska blaðamannasambandið boðaði málshöfðun á hendur Wilders fyrir hönd Westergaards vegna notkunar hans á teikningunni í heimildarleysi. - aa Umdeild kvikmynd um Kóraninn birt: Hollenskir múslimar hvetja til stillingar ÚR MYNDINNI Vakin er athygli á herskáum frösum í Kóraninum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.