Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 16
16 29. mars 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Fiskveiðistjórnun Við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til að virða mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og gegnum tíðina staðið dyggan vörð um gagnkvæma virðingu þjóða fyrir mannréttindum. Þegar hins vegar kemur að því að við fáum athugasemdir við framkvæmd mála í eigin landi, í þessu tilviki úthlutun veiðiheimilda til handa aðilum í fiskveiði- stjórnunarkerfinu, virðist ganga seint og illa að taka á málum. Niðurstaða Mannréttindanefndarinnar í máli tveggja sjómanna er áfellisdómur yfir aðferðum stjórnvalda hér á landi, sem bregðast þarf við með nauðsynlegum úrbótum á kerfinu. Við getum ekki ferðast um víðan völl og gagn- rýnt aðrar þjóðir meðan við tökum ekki á málum í eigin landi. Í ljósi þess eru ferðalög ráðamanna nú undir þessum kringumstæðum sérkennileg þar sem unnið er að því að tryggja Íslendingum sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við í Frjálslynda flokknum höfum gagnrýnt fiskveiðistjórnarkerfið frá upphafi og meðal annars bent á þá leið að bjóða upp aflaheimildir á markaði þannig að jafnræðis væri gætt í þessu sambandi. Við höfum einnig flutt frumvarp þess efnis að heimila minnstu bátunum frelsi til veiða að ákveðnu marki með handfær- um, sem gert hefði ákveðna aðkomu mögulega. Lögin um fiskveiðistjórn eru barn síns tíma og löngu tími til kominn að fara í heildarendurskoðun með þjóðar- hagsmuni að leiðarljósi, allt frá veiðiráð- gjöf til kerfisskipulagsins. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki frekar en sú fyrri staðið vaktina varðandi endurskoðun þrátt fyrir endalausa ágalla þessa skipulags sem dunið hafa yfir í áraraðir. Brottkast fiskjar, hrun sjávarbyggða með tilfærslu aflaheimilda millum aðila og skortur á vitneskju um fiskistofnana kringum landið getur ekki talist okkur sæmandi sem fiskveiðiþjóð. Hér með er skorað á núverandi ríkisstjórn að taka nú þegar til við endurskoðun í þessu sam- bandi. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Virðing grundvallarmannréttinda GRÉTAR MAR JÓNSSON Krónan hrundi fyrir páska og daginn eftir skipaði kaup- maður í Kringlunni búðarkrökk- um sínum að hækka allar vörur um tvö þúsund kall. Siðlaust og ólöglegt en gert án aðfinnslu. Mjólkin hækkar um 14% eftir helgi. Bensínverðið er komið upp úr tankinum. Verðbólgan er komin af stað svo um munar. Allt að fara til fjandans. Um árabil höfum við mátt hlusta á yfirmenn Seðlabankans skýra síhækkandi stýrivexti með þeim rökum að hemja verði verðbólgu. Á netinu rakst ég á línurit sem sýnir að verðbólgan hefur elt þá sömu vexti af stakri samviskusemi. Þegar grafið er skoðað er engu líkara en að stýrivextirnir séu sú gulrót sem verðbólguasninn eltir. Og nú þegar asninn náði næstum því að bíta í gulrótarendann var honum snarhendis sveiflað enn hærra. Enn eru stýrivextir hækkaðir til að hemja verðbólgu og halda krónunni á floti. Samt tekst hvorugt. Hvers vegna? Vegna þess að Seðlabankastjórar ráða hvorki við krónu né verðbólgu. Þeir hafa engin völd. Handan hólsins En ríkisstjórnin situr þolinmóð handan hólsins og hlustar af andakt á ræður rökþrota manna og stillir sér svo upp við hljóð- nema til að styðja ráðalaus rök. Þau geta víst ekki annað. Hvers vegna? Vegna þess að ríkis- stjórnin ræður ekki yfir Seðla- bankanum sem ræður hvorki við krónu né verðbólgu. Hún hefur engin völd. Í Helguvík var tekin fyrsta skóflustunga að nýju álveri, þrátt fyrir mótmæli umhverfis- ráðherra og afskiptaleysi iðnaðarráðherra. Nýtt álver er mætt á staðinn, óháð öllum losunarheimildum, þenslu- áhrifum og orkuöflunarkröfum. Bara af því að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er duglegur maður. Hvers vegna getur þetta gerst? Vegna þess að umhverfis- og iðnaðarráðherra ráða ekki lengur hvort eða hvar næsta álver á að rísa. Þeir hafa engin völd. Í borgarstjórastólnum situr maður sem enginn vill sjá þar. Þess vegna lætur hann helst ekki sjá sig. Lætur lítið fyrir sér fara. Af tillitssemi við hann sjálfan er andlit hans jafnvel hulið í þeim fáu spaugstofusketsum sem hann hefur getið af sér. Á meðan er miðbærinn að breytast í gettóskreytta gámabyggð, landsbyggðin hrópar á sam- göngumiðstöð og meirihluta- félagar hans stíga inn og út úr léttlestinni sem kannski á hugsanlega að fara að skoða. Borgarkerfið sjálft er óðum að breytast í veggjakrotaða eyðibyggð þar sem embættis- menn sjást skvetta úr koppum örvæntingar sinnar af og til ofan í óskoðaða málefnagrunna. Hvers vegna allt stopp? Vegna þess að borgarstjórinn sést ekki. Og hefur því engin völd. Engin völd Við hlið hans situr Vilhjálmur valdaræningi og lætur jafn lítið fyrir sér fara. Hann veit jafn vel og borgarstjóri að enginn vill hann áfram í borgarstjórn, ekki einu sinni hans eigin liðsmenn. Af og til trommar hann þó upp og reynir að sýnast hafa áhrif. En allir vita að hann hefur þau ekki. Vegna þess að allir eru að bíða eftir að hann hætti. Villi er maður í biðstöðu. Og hefur því engin völd. Bið hans mætti stytta for- maður hans og foringi. Og vera búinn að losa flokk og borg við þann vanda sem maðurinn er. En það gerist ekki. Hvers vegna? Vegna þess að formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur engin völd. Uppi á Mogga fagnar Hádegis- móri sjötugsafmæli sínu með lestri greinar eftir skjaldbróður sinn úr Skeggjabekk sem hann heldur að muni auka sinn minnkaða hróður. En fólk veit sem er að hylling okkar mesta framfaramanns á afturhaldi tímans, KGB-manninum sem nýverið missti leyndóminn, er einungis tilkomin fyrir þá hvimleiðu venju landans að sitja í menntaskóla fram á fremsta kirkjubekk. En hvers vegna fær afmælisbarnið að sitja fram yfir aldur sinn tapandi tíu áskrifend- um og tveimur milljónum króna á dag? Vegna þess að sá sem reddar þeim peningum hefur engin völd. Niðrí Skaftahlíð situr svo þögull þorlaus steinn og skrifar leiðara í boði Baugsfeðga, hafandi nýsvikið þá með orðhengilshætti í þeirra eigin blaði, á meðan lesendur velta því fyrir sér hvernig í veröldinni það gat gerst að „Baugsmiðill- inn“ fékk yfir sig Moggaritstjóra af gamla skólanum sem skipar starfsmönnum sínum að eyða öllu því sem í kynni að leynast frétt á meðan hann situr á þeirri stærstu sjálfur. Hvers vegna fær ritstjórinn að sitja áfram? Vegna þess að feðgarnir þora ekki að sýna sitt eigandavald. Þeir hafa engin völd. Góðir hálsar. Þannig er staðan á Íslandi í dag. Valdið er laust. Valdið er laust HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Ráð og ráðleysi Herferðin gegn Jóa Ben Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallar um boðuð starfslok Jóhanns R. Bene- diktssonar, lögreglustjóra á Suður- nesjum, á heimasíðu sinni. Segir hann marga hafa velt fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið og ríkislög- reglustjóri hafi verið í beinni herferð til að veikja stöðu Jóhanns og jafnvel losna við hann úr starfi. „Það hefur jafnvel verið nefnt að ríkislögreglustjórinn þoli ekki velgengni Jóhanns og sé illa haldinn af afbrýði- semi út í hann,“ segir Magnús. Stór orð Hafi vangaveltur Árna Mathiesen um óhlutdrægni umboðsmanns Alþingis verið ósæmileg á einhvern máta hljóta þessi orð Magnúsar um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að teljast skoðunar verð. Reyndar eru þau í umbúðum, ólíkt orðum Árna, en ekki verður betur séð en að Magnús gangi býsna langt í að segja Harald haldinn óeðlilegum hvötum og að hann hafi beitt óeðlilegum meðölum til að bola Jóhanni úr starfi. Endurtekið efni Eftir átta ár í land- búnaðarráðu- neytinu hefur Guðni Ágústs- son, formaður Framsóknarflokksins, markað sér nýja stöðu í stjórnmál- unum. Hann er ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hefur oftsinnis gefið henni ráð og boðið upp á samstarf. Þó að boðum Guðna hafi ekki beinlínis verið hafn- að hafa ráðherrar tekið tilboðunum heldur fálega. Enn reynir á þetta á mánudag þegar enn ein utandagskrárumræðan um efnahagsmál að ósk Guðna fer fram. Eflaust mun hann rétta stjórninni hjálparhönd sem eflaust verður slegið á, eins og venjulega. bjorn@frettabladid.is E ining hefur ríkt í samfélaginu um að mark sé tekið á áliti umboðsmanns Alþingis. Virðing hefur verið borin fyrir embættinu og þeim verkum sem þar eru unnin. Þetta þýðir ekki að verk umboðsmanns Alþingis séu hafin yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Ljóst er þó að gera verður þá kröfu að gagnrýni á störf þessa mikilvæga embættis sé á traustum rökum reist. Þetta á hins vegar ekki við um gagnrýni þá sem fram kemur í svari Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra við veitingu embættis dómara við Héraðsdóm Norðurlands og Austurlands, við spurningum umboðsmanns Alþingis um veitingu dómara- embættisins. Árni heldur fram í svari sínu að spurningar umboðsmanns byggi á fyrirframgefnum hugmyndum og því muni svör ráð- herra hafa takmarkaða þýðingu þegar umboðsmaður leysir úr málinu. Spurningar umboðsmanns eru vissulega nákvæmar og settar fram með beinskeyttum hætti, augljóslega með það að markmiði að fá greinargóð og nákvæm svör, enda vísasta leiðin til að fá fram sem nákvæmust svör að spyrja skýrt. Þessa aðferð nota til dæmis dómarar sem iðulega spyrja málflutningsmenn í dóm- sal afar beittra spurninga einmitt í þessu skyni, að fá fram skýr svör. Sú gagnrýni hefur þó ekki verið sett fram að spurningar dómaranna mótist af fyrirframgefnum hugmyndum þeirra um viðfangsefnið og að svör málflutningsmannanna hafi þess vegna takmarkaða þýðingu þegar dómur er kveðinn upp. Gagnrýni á viðbrögð Árna Mathiesen við spurningum umboðs- manns Alþingis snúast ekki um málfrelsi ráðherrans, eins og hann hefur haldið fram. Gagnrýnin snýst um það að ráðherra veitist í svarinu að umboðsmanni og störfum hans án þess að honum takist að færa fyrir því haldbær rök. Frá þessu kemst ráðherrann ekki og situr því uppi með þá skömm að hafa þyrlað upp moldviðri með það að markmiði að leitast við að draga úr vægi álits umboðsmanns um veitingu embættis dómara við Hér- aðsdóm Norðurlands og Austurlands. Í fréttatilkynningu sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sendi frá sér í gær lýsir hann fullu trausti á umboðsmann Alþing- is og störf hans. Að mati Sturlu er aðalatriði málsins að „umboðs- maður Alþingis fái starfsfrið til að ljúka athugun sinni á því máli, sem til hans hefur verið vísað, og geti gefið álit sitt á því, eins og lög segja til um“. Taka má undir orð forseta Alþingis. Ólíklegt er því að ráðherranum verði kápan úr því klæðinu að veikja álit umboðsmanns Alþingis með því að draga með þessum hætti í efa hlutleysi hans. Eftir stendur þá að settur dómsmálaráðherra veitti á jólaföst- unni síðustu embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands og Austurlands þvert gegn áliti fagnefndar, án þess að færa fyrir því rök sem halda. Moldviðri ráðherra nú breytir engu þar um. Árna Mathiesen í slag við umboðsmann Alþingis. Rök ráðherra halda ekki STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.