Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 20
20 29. mars 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGURINN LANGI, 21. MARS. Lífshættulegt ferðalag Kom heim í Fischerssund klukkan hálftvö í nótt eftir lífshættulegt ferðalag. Tvær flugferðir gengu prýðilega fyrir sig. Frá Prag til Kaupmanna- hafnar með Sterling og svo kvöld- flug með Iceland Express frá Kaup- mannahöfn til Keflavíkur. Drengirnir mínir tóku vel á móti mér í Keflavík og mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég hugsa til þess að þeir skyldu leggja sig í lífshættu til að taka af mér það ómak að ferðast með rútu- bíl síðasta áfangann. Þótt varlega væri ekið var öku- ferðin frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur beinlínis lífshættuleg í náttmyrkrinu vegna furðulegra umferðarhindrana og enn furðu- legri ljósabúnaðar sem komið hefur verið upp á nokkrum stöðum á leið- inni eftir að einhver verktaki fór á hausinn. LAUGARDAGUR, 22. MARS. Um bókmenntir og Síams ketti Letilíf. Lúxus og munaður. Fórum austur í Bolholt með við- komu í sundlauginni á Hellu. Litla Sól og Andri virtust vera harla glöð að hafa endurheimt afa sinn. Kett- irnir Aladín og Alíbaba sýndu mér hins vegar kuldalegt fálæti, enda er það fádæma heimskulegt að yfir- gefa fjölskyldu og heimili vikum saman til að fá næði til að úthugsa glæpasögur um veikleika mann- kynsins; bækur sem eru svo ómerki- legar að bókmenntafræðingar sam- tímans eiga varla orð til að lýsa fyrirlitningu sinni. Enda bara ætlað- ar „venjulegu fólki“ eins og Shake- speare og Hugo skrifuðu fyrir. En svona fer fyrir þeim sem er heimskari en meðalgreindur Síams- köttur. SUNNUDAGUR, 23. MARS. PÁSKA- DAGUR. Í dísætri vímu Páskar í Bolholti. Í Bolholti höfum við þann sið að fela páskaegg þannig að á páska- dagsmorgun fer smáfólkið á kreik og leitar að hinum földu súkkulaði- fjársjóðum. Síðan er etinn hafragrautur og fullorðna fólkið hverfur að sínum hugðarefnum en börnin svífa inn í sætindavímu. MÁNUDAGUR, 24. MARS. Jarðgöng eða ferjur Það var óhugnanlegt að heyra um það í útvarpsfréttum að slys hefði orðið á Reykjanesbrautinni, einmitt við einhverja umferðarhindrunina sem skaut mér skelk í bringu þegar ég kom heim fyrir helgina. Er engin umferðarlögregla til lengur heldur bara öryggislögregla og sérsveitarmenn? Er ekki hægt að fá einhvern gamal reyndan umferðarlögreglu- þjón frá útlöndum til að segja fyrir um merkingar á Reykjanesbraut- inni svo að hægt sé að komast þenn- an þjóðveg eftir að skyggja tekur án þess að leggja sig í bráða lífshættu? ÞRIÐJUDAGUR, 25. MARS. Um hegðunarmynstur ráðherra Þegar maður kemur heim eftir að hafa dvalið um tíma erlendis er eðli- legt að fólk spyrji hvernig manni lít- ist á ástandið – rétt eins og fjarlægð- in hafi gert manni kleift að sjá hlutina frá góðu sjónarhorni. Hvaða ástand? Erum við að tala um þá staðreynd að soldið loft hefur sloppið úr efna- hagsblöðrunni sem margir voru farnir að búast við að spryngi með miklum hvelli? Það er engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af því þótt heil- brigt og dugmikið fólk sem hefur lifað um efni fram þurfi aðeins að taka sig á. Hins vegar er það áhyggjuefni að þeir gamlingjar og öryrkjar sem hafa gleymst í góðær- inu muni halda áfram að snapa gams meðan höfðingjarnir halda sínu striki við að ræða efnahagsmál yfir dýrum lönsum á kostnað skattgreið- anda og glasi af Perrier. Það fer ekki milli mála að margir sem kusu Samfylkinguna eru furðu lostnir yfir framgöngu eða öllu held- ur framtaksleysi Samfylkingarráð- herra. Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir. Nú er búið að samþykkja að þeir sem ekki fengu að verða ráð- herrar fái aðstoðarmenn í staðinn og þeir sem fengu að verða ráðherr- ar eru búnir að prufukeyra ráð- herrabílana og taka nokkra dagpen- ingatúra á Saga Class. Og allt í góðu með það. En nú spyr fólk: Hvað varð um heilagleika og réttláta reiði Spá- mannsins úr Borgarnesi? Samfylkingarfylgið kom hægt og bítandi úr ýmsum áttum en það getur horfið aftur eins og dögg fyrir sólu á jafnskömmum tíma og tekur að átta sig á því að hegðunar mynstur Samfylkingarráðherra er nákvæm- lega eins og hegðunarmynstur Framsóknarráðherra. Skömm, samsekt og meðvitund um mannlegan breyskleika skín út úr hinum skynsamari andlitunum. Valdahroki og sjálfumgleði úr hinum. Skoðanakannanir benda til þess að allt sé í lagi hjá fyrirtækinu, en þá er þess að gæta að maður getur gengið með lífshættulegan sjúkdóm án þess að fá hita. Sjálfstæðisflokkurinn stundar hins vegar sinn „business as usual“, sín viðskipti með hefðbundnum hætti og ekkert nema það venjulega út á það að setja. Annars hef ég ekki hundsvit á pól- itík og áhuginn minnkar með hverju ári sem líður. FIMMTUDAGUR, 27. MARS. Lífsgæði, skyndikonur og skyndiráðherra Löggan á að fá prik fyrir að hafa hendur í hári hraðbankaþjófanna sem ætluðu úr landi með fullar tösk- ur af íslenskum flotkrónum. Það hefði reyndar verið gaman að vera fluga á vegg og sjá þjófana prútta við að koma þessum gjald- miðli í verð erlendis. Þegar ég var að elda kvöldmatinn kveikti ég á útvarpinu og heyrði ein- hvern mann vera að tala um ein- hvern heilsuklúbb í ofboðslega lang- dregnu viðtali. Nema hvað þessi maður var að tala um að svona heilsuklúbbur auki „lífsgæði“ ákaflega mikið. Vissulega er ég sammála því að heilsurækt er holl og æskileg en það flokkast varla undir aukin „lífs- gæði“ þótt nýtt baðhús sé opnað ein- hvers staðar. Þau „lífsgæði“ sem eru raunveru- lega eftirsóknarverð eru frjálst og opið lýðræðissamfélag án spillingar og nepotisma og miðaldamyrkurs. Ég geri mér grein fyrir því að þetta viðhorf mitt hlýtur að vera minni- hlutasjónarmið. Annars þyrftum við ekki að horfa upp á „skyndidóms- málaráðherra“ slá um sig með hroka og heimsku gagnvart umboðsmanni Alþingis. Umboðsmanni þjóðarinnar. Ef einhver á erfitt með að skilja hvað ég á við með „skyndiráðherra“ þá er orðið myndað á sama hátt og „skyndikona“. Mig langar til að lifa í hreinu og ómenguðu þjóðfélagi. Og þá er ekki aðalatriðið hvort stundum sjáist hundaskítur á gangstéttum – svo lengi sem hann er ekki leiddur til hásætis. Það sem mestu máli skiptir er hugarfarið, andlegt hreinlæti þar sem athafnir og orð eiga samleið. Stundum kallað „heiðarleiki“. Mig langar að búa í þjóðfélagi þar sem stjórnmálamenn sýna hugsjón- ir í verki en ekki með lýðskrumi í Borgarnesi; þjóðfélagi þar sem menn huga fyrst að því hvort náungi manns sé hjálparþurfi áður en farið er að íhuga hvernig sé hægt að græða á honum. Mér þykir sjálfum leiðinlegt hvað ég er neikvæður, því að ég veit að ég má þakka fyrir að búa í samfélagi þar sem ég má segja mínar skoðanir án þess að vera fangelsaður eða drepinn. Þessar skoðanir hafa haft afger- andi áhrif á atvinnu mína og fjár- hagslega afkomu á ævinni en ég hef náð að tóra hingað til. Stundum finnst mér samfélagið fara skánandi. Stundum er erfitt að sjá vonarglætu. Jóhann Hauksson blaðamaður á DV spyr í mjög athyglisverðri grein sem hann skrifar um „skyndidóms- málaráðherrann“: „Valdhroki eða heimska?“ Mín skoðun er sú að þetta sé nákvæmlega fiftí-fiftí. Sem er hættuleg blanda. Hálft glas af spillingu fyllt upp með oflæti. Skál í botn, kæru landar! Skál í botn, kæru landar! Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um heimkomu frá útlöndum og gleðilega páska, andlegt hreinlæti og hundaskít, skyndi- konu og skyndiráðherra. Ennfremur er auglýst eftir Spámanninum úr Borgarnesi. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar              !!       "#$% % & % '%$ (    )       "#! #     "#$ *+,-. 0+1(&2.. 3         4 $  " 5   56  +$   " 5   56  7   # "  4$  $   +,08812-1&292 0    !!    # "     %   8:   #   ;      !" #$%#&%'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.