Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Máltækið segir að smiðir eigi jafnan verstu spænina sjálfir en Valur Helgason bifreiðasmið- ur afsannar það. Hann á nýuppgerðan Saab 9000 CS túrbó af einstakri viðhafnarútgáfu. „Þessi bíll er einn af fáum sem framleiddir voru af sérstakri hátíðalínu árið 1997 rétt áður en Saab sam- einaðist General Motors,“ segir Valur og sýnir silfur- gráan og gljáandi Saab 9000 CS sem á engan sinn líka á landinu svo vitað sé. Ýmislegt er íburðarmeira en í almennu bílunum, má þar nefna sæti og teppi, síl- sakitt og felgur. Allt er upprunalegt að sögn Vals og gert í tilefni þess að 1997 var síðasta árið sem Saab framleiddi undir sínu eigin sjálfstæða merki. Valur bjó og starfaði hjá Saab í Svíþjóð í nokkur ár og heillaðist af þeim verkfærum sem þar voru fram- leidd. „Síðan hef ég gengið með Saab-bakteríuna,“ segir hann brosandi. „Sérstaklega dýrka ég Saab- bílana eins og þeir voru áður en þeir runnu saman við Ópelinn. Nú eru þeir byggðir á botnplötu Ópel Astra og allar innréttingar orðnar eins og í Ópel,“ segir hann og er greinilega ekki hrifinn af þróuninni. En fékk hann Saabinn sinn í Svíþjóð? „Nei, ég rek réttingaverkstæði og bíllinn hafði lent í veltu. Þannig keypti ég hann fyrir þremur árum og hef svo verið að dunda mér við að koma honum í upp- runalegt stand. Ég fór til Svíþjóðar í sumar og útveg- aði það sem á vantaði því engin leið var að kaupa það hér. Bíllinn er keyrður 160 þúsund og það var bara einn eigandi að honum á undan mér, fyrir utan trygg- ingafélagið sem átti hann í nokkrar vikur. Fyrri eig- andi flutti hann inn beint, ég er með alla pappíra um það.“ Valur segir Saabinn kraftmikinn, „Hann er með lágþrýstitúrbínu sem kemur inn á 2000 snúningum. Vélin er um 150-160 hestöfl,“ segir hann. „Þetta er bara eins og að vera á þotu.“ gun@frettabladid.is Eins og að vera á þotu Valur er nýbúinn að setja Saabinn á götuna eftir þriggja ára nostur við að koma honum í upprunalegan búning. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚT Í HEIM Góð ferðataska er nánast ómissandi í langferðalagið og því skipulegar sem pakkað er niður, þeim mun meira kemst í hana. FERÐIR 3 GLINGUR Á FINGUR Hringar skreyttir perlum eða demöntum eru klassískir skartgripir og hafa um aldir vak- ið athygli og aðdáun. TÍSKA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.