Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 34
● heimili&hönnun Því hefur verið fleygt fram að gott sé að búa í Kópavogi og undir það tekur Regína Ósk heils hugar en þar hefur hún búið síðustu sex ár. „Hér er alveg yndislegt að búa. Ég kann mjög vel við mig og flyt ekki héðan í bráð enda er ekkert skemmtilegt að standa í flutningum,“ segir Regína Ósk en hún flutti úr Árbænum í miðbæinn, þar sem hún bjó í nokkur ár áður en hún settist að í Kópa- voginum. Þar hefur hún búið sér hlýlegt heimili og segist hrifnust af persónulegum stíl. „Ég vil hafa þetta heimilislegt og kósí. Ég var mikið í mjúkum litum eins og vínrauðu og gylltu en nú er ég komin yfir í svart og hvítt tímabil. Ég er ekki hrifin af köldum og ópersónulegan stíl og verð alltaf að hafa eitthvað hlýlegt á móti og er til dæmis með stórt eikarborð í borðstofunni.“ Regína hefur gaman af að halda matarboð og segir karlmanninn á heimilinu sjá um matseldina en hún skreyti hins vegar og leggi á borðið. Einn af eftirlætishlutum Regínu er einmitt í borðstof- unni en þar á vegg hangir málverk eftir listamann- inn Haka. „Málverkið fékk ég nýlega að gjöf frá foreldrum mínum en þau fengu það í brúðkaups- gjöf 1972. Mér finnst myndin ótrúlega flott og alls ekki eins og hún sé máluð á þessum tíma því hún er svo nútímaleg. Ég hef mikinn áhuga á að safna mér myndlist.“ Fallega lúið píanó stendur við vegg og ofan á því eru fjölskyldumyndirnar í römmum. Regína er með píanóið að láni frá góðri vinkonu sinni sem stundar nám erlendis. „Þetta er eldgamall erfðagripur sem amma vinkonu minnar átti og hún treystir mér fyrir því. Ég nota það við æfingar en ég var aldrei með hljóðfæri heima hjá mér svo mér finnst gott að hafa það. Myndina af mér fyrir ofan píanóið gaf Friðrik Ómar mér í afmælisgjöf en hún er tekin í Sjallanum á Akureyri.“ Regína viðurkennir að vera svolítið fyrir glys og glamúr og bendir á svört glimmerkerti í hvítum krúsidúllustjaka sem systir hennar gaf henni. „Henni fannst stjakinn vera ekta ég þegar hún sá hann; gamaldags en samt nýr en ég er mikið fyrir þannig hluti og ég elska kristalla og glimmer. Dóttir mín hefur erft það frá mér en hún er sex ára glamúrdama,“ segir Regína. Annars hefur söngkonan í nógu að snúast þessa daga því undirbúningur fyrir Evróvisjón er í full- um gangi og auk þess spilar Eurobandið um hverja helgi. „Það er nóg að gera en ég ég tók mér gott frí um páskana og fór norður með fjölskylduna í af- slöppun. Við ákváðum það í Eurobandinu að taka þá frá því það er nógu mikið álag fram undan.“ - rat Kósíheit í Kópavogi ● Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir ólst upp í Árbænum en hefur nú komið sér fyrir í Kópavogi og kann vel við sig. Myndarlegt eikarborðið í borðstofunni og á vegg hangir málverkið sem Regína fékk að gjöf frá foreldrum sínum, sem fengu það í brúðkaupsgjöf árið 1972. Gamla píanóið er erfðagripur sem Regína fékk að láni frá vinkonu sinni. Myndin fyrir ofan er af henni sjáfri að syngja í Sjallanum á Akureyri. Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona hefur í nógu að snúast þessa dagana en undirbúningur fyrir Evróvisjón er í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Regína er hrifnust af hlýlegum stíl og kósíheitum. Sparneytinn svo af ber, orkuflokkur A+ Þeir gerast ekki lágværari, aðeins 40dB “Anti -bacterial protecting system” Níðsterkar glerhillur, sem þola meira en 25 kg. þunga Færanleg hurðaopnun, hægri eða vinstri 2ja ára ábyrgð Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta (eigið verkstæði). Bakteríudrepandi húðun með silfurjónum á innra byrði Opið: Mán.- föst. kl. 9-18 Laugardaga 11-16 Gerð F-245 HxBxD=145x60x60 cm 205 ltr. frystir Stál..........70.980 Nú 56.700Hvítur ....78.120 Nú 59.900 Stál..........98.280 Nú 77.900 Hvítur ....85.680 Nú 68.500 Stál.......108.280 Nú 86.900 Gerð C-290 HxBxD=145x60x60 cm 280 ltr. kælir Hvítur ......58.380 Nú 46.700 Askalind 3 · 201 Kópavogur · Sími: 562 1500 Ný kæliskápalína frá Ný sending - Nýjar gerðir - Gamalt verð Við kynnum nýjar gerðir af SNAIGÉ kæli- og frystiskápum, glæsilegri og tæknilega fullkomnari en áður. Við bjóðum fyrstu sendinguna af nýju gerðunum á gamla verðinu. Aðeins 5-10 stk. af hverri gerð. Það gildir því gamla reglan, að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR. GAMLA GENGIÐ Í FULLU GILDI! Gerð RF-27 HxBxD=150x60x62 cm 273 ltr. kælir 54 ltr. frystir Gerð RF-32 HxBxD=176x60x62 cm 287 ltr. kælir 54 ltr. frystir Hvítur ....89.880 Nú 71.900 Stál.......112.980 Nú 89.900 Gerð RF-36 HxBxD=194,5x60x62 cm 321 ltr. kælir 88 ltr. frystir Ö LL R AF TÆ KI Á G AM LA G EN G IN U : E LD AV ÉL AR -O FN AR -H EL LU BO RÐ -V IF TU R- U PP ÞV O TT AV ÉL AR -K Æ LI - O G F RY ST IS KÁ PA R BETRI STO FA N ISK.??? ISK. 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.