Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 38
● heimili&hönnun Vörur Óðins Bolla Björgvinssonar hafa vakið athygli og hefur klaka- form, sem mótar ísmola í laginu eins og Ísland, notið vinsælda og selst í yfir fimm þúsund eintökum í Epal og Kokku. Hann segir að við- tökurnar hafi hvatt hann til frekari dáða, meðal annars hönnun stólsins Lautar. „Hugmyndin að stólnum á sér djúpar rætur. Ég er alinn upp úti í náttúrunni en foreldrar mínir eru og voru hippar. Ég man eftir mér kúrandi í lautum eða á milli þúfna á meðan þau voru að veiða. Það er fátt betra en að liggja þar innvafinn í teppi og hlusta á fuglasöng. Mig langaði að reyna að fanga þá tilfinn- ingu og koma henni heim í stofu,“ segir Óðinn, sem sækir hugmyndir og efnivið í náttúruna en bætir við að ekkert komi þó í stað hennar. Óðinn rekur síðan ferlið við gerð stólsins: „Ég mótaði stólinn fyrst í snjó, mældi hann nákvæmlega upp og framkallaði í þrívíddar forriti. Ég lét síðan vatnsskera þríarma lífræn form úr álplötu sem ég strengdi í mót. Svo lét ég áttatíu kílóa gúmmí- bobbing fylltan með steypu falla úr talsverðri hæð í mótið til að búa til lautina.“ Hver stóll er sérsmíðaður og segir Óðinn enga tvo nákvæm- lega eins þó að skekkjan sé ekki mikil. Hægt er að fá gæru með leðri í stólinn en þó er allt eins hægt að kasta teppi, sæng eða kodda í hann eins og þegar lagst er í laut. Stóll- inn sómir sér vel sem mubla eða stofustáss. Hægt er að fá hann sprautaðan í hvaða lit sem er. „Ég er til dæmis að fara að gera græn- an fyrir Hönnunarsafn Íslands sem á vel við,“ nefnir Óðinn. - ve Heima í grænni lautu ● Óðinn Bolli Björgvinsson, vöruhönnuður hjá Format-lausnum, sækir innblástur í náttúruna. Óðinn lætur fara vel um sig í svartri Laut sem fæst í versluninni Kraum í Aðalstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óðinn hafði fyrir hönd Format lausna yfirumsjón með hönnun barsins á Apótekinu, ásamt Pétri Arnarsyni eiganda Format. Barinn er með leðurklædda borðplötu, innri lýsingu og í heildina yfir átján metra langur. Format, sem býður upp á framsetningar- ráðgjöf, hönnun og smíði á vörum og innréttingum, annaðist smíðina. WWW.GAP.IS 4 ALVÖ RU FJ ALLA HJÓL Ný s end ing af flot tum kra kka - og bar nah jólu m 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.