Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 40
 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR10 ● fréttablaðið ● landið mitt Kvikmynda- og vídeóhátíðin Hreindýraland er formlega opnuð í Sláturhúsinu, Menningarsetri Egilsstaða, í dag. „Ég hélt fyrst að þetta væri algjör vitleysa og vissi ekki hvernig gestir tækju í að koma á lítinn stað lengst úti á landi. Síðan fannst öllum æðislegt að koma hingað og í raun er mikið um að vera og margt að sjá,“ segir Kristín, sem sjálf heillað- ist af Austurlandi og flutti þang- að frá stórborginni Manchester í Englandi. Hún er menntuð listakona og hefur fengist við margmiðlunar- list í mörg ár, fyrst í Frakklandi og svo í Bretlandi. Síðan söðlaði hún um og flutti til Egilsstaða með breskum manni sínum, sem er grafískur hönnuður, og tveimur börnum. „Ég er upp- haflega Reykvíkingur en hér er friður og ró. Lítil umferð og engin umferðarljós. Kannski er það þess vegna sem við náum að skapa stemningu sem ekki fæst á stærri hátíðum,“ segir Kristín og heldur áfram: „Aðsókn hefur verið ótrúlega góð og mun fleiri senda inn verk en við höfum tök á að sýna.“ Í boði eru sjötíu verk sem koma meðal annars frá Ísra- el, Bandaríkjunum, Norðurlönd- unum, Ástralíu og Kóreu. Hátíðin teygir anga sína víða um Austurland. Á Skriðuklaustri verða sýnd lengri verk og á Eiðum eru haldið námskeið. Þema nám- skeiðisins er eins og hátíðarinnar „performance on camera“ (leik- ur á mynd) og eru þar kennarar frá Íslandi, Finnlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Kristín er mjög stolt af þeim úrvals kennur- um sem standa að námskeiðinu og nefnir meðal annars Unnstein Guðjónsson sem býr og starfar í Bretlandi. Unnsteinn vann meðal annars að verðlauna- myndinni The Gold- en Compass eða Gyllti áttavitinn og kennir nú verðandi kvikmynda- gerðarmönnum listina við eftirvinnslu. Boðið verð- ur í uppskeruhátíð síðasta dag hátíðarinnar á Eiðum þar sem verkin sem unnin hafa verið alla vikuna verða sýnd. Fleira er í boði fyrir austan en kvikmyndahátíð. Kristín vill endilega benda gestum á að horfa vel í kring- um sig þegar keyrt er um Austfirði. Milli Egils- staða og Reyðarfjarð- ar er Fagridalur og þar eru ansi miklar líkur á að sjá hrein- dýr á vappi. Hall- ormsstaðarskógur skartar sínu fegursta á hvaða árstíma sem er og aldrei er langt í dulúð í vetrarrík- inu. Stutt er að skreppa í jökla- ferð frá Egilsstöðum og skíða- svæðin eru opin enda nægur snjór. Útilistaverkið Macy´s er enn að finna á Eiðum en það var sett upp árið 2004 sem hluti af Fantasy Island, samverkefni með Listahátíð í Reykjavík. Verkið er eftir tvo af eftirtektarverðustu og þekktustu myndlistar mönnum samtímans, Bandaríkjamennina Paul McCarthy og Jason Rhoad- es, og er endurgerð á einni versl- unarmiðstöð Macy´s í Los Ang- eles í Kaliforníu. Nánari upp- lýsingar um hátíðina ásamt gistingu og afþreyingu á Austur- landi má finna á www.700.is og á www.east.is vaj/rh Hreindýr og kvikmyndir fyrir austan Kristín Scheving er í forsvari fyrir kvikmynda- og vídeóhátíðina Hreindýraland á Egilsstöðum. MYND/KORMÁKUR MÁNI Ferðalögin kalla á góðan útbúnað hvort heldur farið er á fjöll, þar sem farangurinn kemur með trússbíl, eða farið er í styttri gönguferðir eða skíðaferð. Þá er bráðnauðsyn- legt að vera með góðan bakpoka. Þessir eru svokallaðir dagpokar, 25-30 lítra, þar sem það nauðsynlegasta kemst fyrir, nestið, aukasokkar, vatnsbrúsinn, myndavélin og GPS-tækið. Það getur verið gaman að hafa bakpokann í stíl við fatnaðinn eða rokka upp göngutúrinn með neon- appelsínugulu. Lítil hætta ætti að vera á að týnast með slíkan lit á bakinu. Upp, upp, upp á fjall með bakpokann Mammut- bakpoki 28 lítra, Ever- est Skeifunni 6, kr. 11.995. Mammut- bakpoki, 25 lítra. Fæst í Everest í Skeif- unni 6, á 10.995 kr. Tatonka-bak- poki, 28 lítra, fæst í Elling- sen, Fiskislóð 1, 7.080 kr. Mammut, 30 lítra, fæst í Everest, Skeifunni 6 á 11.995 kr. Aztek-bakpoki, 30 lítra. Fæst hjá Íslensku ölpunum í Faxafeni 8, á 9.995 kr. Gervihnattasímar eru til leigu hjá Ferðafélagi Íslands, FÍ. Ferðafélagið býður nú félags- mönnum símana til leigu í ferðir um sambandslaus eða sambandslítil svæði. Símarnar eru leigðir til fé- lagsmanna fyrir 1.500 kr. á sólar- hring auk 3.000 króna stofn- leigugjalds. Síðan þarf leigutaki að greiða fyrir notkun símans. Þá er sérstakt tryggingagjald kr. 30.000 sem er innheimt ef síminn verður fyrir skemmdum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.fi.is. - rh Símar hjá ferða- félaginu Sýning á gömlum dúkkulísum stendur nú yfir á Gamla sjúkrahús- inu á Ísafirði. Þarna eru til sýnis söfn fjögurra safnara sem fæddir eru á tímabilinu 1941-1963. Á sýningunni er líka hægt að skoða og leika sér með nýjar dúkkulísur meira að segja í tölvum. Sýningin er á 1. og 2. hæð gamla sjúkrahússins og stendur út apríl. Húsið er opið alla virka daga milli klukk- an 13 og 19 og laugardaga milli klukkan 13 og 16. Dúkkulísur fyrir vestan Dúkkulísurn- ar hafa glatt mörg börn- in þar sem ímynd- unaraflið hefur fengið að leika lausum hala. Á ferð sinni um Suðurland koma margir við á hinu forna og sögu- fræga kirkjusetri að Skálholti. Hins vegar er staðurinn ekki að- eins menningar- og menntasetur. Þar er einnig boðið upp á gistingu og veitingar í fallegu umhverfi. Því er ekki úr vegi að koma við þarna á leið um landið. Einnig stendur Skál- holt fyrir kyrrðardögum reglulega allan ársins hring. Þar er þema misjafnt en tengist allt friði og ró í fallegu umhverfi þar sem andleg heilsa er í fyrirrúmi. Einnig eru í tengslum við dagana fyrirlestrar fagfólks á sviði heilbrigðismála. Gistiheimilið er opið allan ársins hring. Nánari upplýsingar: www. skalholt.is. - rh Gist í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.