Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 6
6 31. mars 2008 MÁNUDAGUR Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI er svariðjá 118 ja.is Símaskráin ÍS L E N S K A S IA .I S J A A 4 14 62 0 3/ 08 Þarftu samband við bifvélavirkja í einum grænum? Kviknaði í skúr í Heiðmörk Lögreglu grunar að um íkveikju hafi verið að ræða þegar kviknaði í skúr í Heiðmörk skammt frá Elliðavatni klukkan hálfellefu í gærmorgun. Skúrinn stóð um tvöhundruð metra frá Heiðmerkurveginum. Sjónarvottur tilkynnti um eldinn og gekk greiðlega að slökkva hann en einn dælubíll var sendur á staðinn. LÖGREGLUFRÉTTIR Flugslys við London Fimm manns fórust með lítilli flugvél sem hrapaði skammt suður af London í gær. Vélin hrapaði á hús í Farnborough í Kent, skammt frá Biggin Hill flugvellinum, sem er í um 20 kílómetra fjarlægð frá miðborg London. og kviknaði strax í henni. Um borð voru tveir flugmenn og þrír farþegar. BRETLAND NOREGUR, AP Rússnesk þyrla hrapaði í lendingu í Barentsburg á Svalbarða í gær. Þrír menn fórust en sex aðrir voru fluttir á sjúkrahús. Barentsburg er rússneskt námuvinnsluþorp með um 400 íbúa. Norðmenn, sem hafa yfirráð á Svalbarða, leyfa rússnesku byggðina samkvæmt samningi frá árinu 1920. Samkvæmt samningnum er Svalbarði alþjóðlegt svæði þar sem fólk frá öllum löndum heims getur sest að og hafið starfsemi. Þyrlan er af gerðinni Mi8 og í eigu rússneska kolanámufélags- ins Arktikogul. - gb Þyrluhrap á Svalbarða: Þrír fórust með rússneskri þyrlu SVEITARSTJÓRNIR „Borgarstjóri var fullkomlega sáttur við að við afgreiddum málið svona,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgar- fulltrúi um það að borgarráð sam- þykkti í fjarveru Ólafs F. Magnús- sonar að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna. Ólafur hefur lýst vantrú á hug- myndum um lestarsamgöngur og hafði á síðasta borgarráðsfundi fyrir páska óskað eftir því að afgreiðslu málsins yrði frestað. Borgarstjóri fór síðan í utanlands- ferð sem stóð þar til í gær. Á fimmtudag samþykkti borgaráð hins vegar lestarmálið. „Borgarstjóri var í útlöndum og við vildum afgreiða málið sem fyrst. Hann vildi fresta þessu til að kynna sér málið betur á milli funda og hann gerði það og málið var afgreitt í fullri sátt við alla,“ segir Gísli Marteinn. Ólafur segir sína skoðun á lest- arsamgöngum til Keflavíkurflug- vallar ekkert hafa breyst. „Könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að stofn- kostnaður væri tugmilljarðar og að ekki væri fyrir þeim rekstrar- grundvöllur. En það var ákveðin lending að gera um þetta ódýra könnun. Vonandi verður hún til þess að þeir fjölmörgu Reykvík- ingar og aðrir landsmenn sem sjá hversu óraunhæft þetta er láti í sér heyra,“ segir borgarstjórinn og bætir við að nær væri að umræðan beindist að því að koma á fót sam- göngumiðstöð í Vatnsmýri. „Það þarf að höggva á þann hnút.“ - gar Borgarstjóri segir ákveðna lendingu að gera ódýra könnun um lestarsamgöngur: Samgöngumiðstöð er brýnni ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Nær að huga að samgöngumiðstöð í Vatnsmýri en lestarsamgöngum, segir borgarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Óttast þú glæpaöldu í Breið- holtinu? Já 51,8% Nei 48,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ferð þú á ylströndina í Naut- hólsvík á sumrin? Segðu þína skoðun á vísir.is SIMBABVE, AP Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn í Simbabve, Hreyfing fyrir lýðræðisbreyting- um, fullyrti í gær að Morgan Tsvangirai, frambjóðandi flokks- ins, hefði fengið 67 prósent atkvæða þegar talin höfðu verið 35 prósent allra greiddra atkvæða. Yfirmaður kosningaeftirlits Afríkuþingsins, sem hefur fylgst með framkvæmd kosninganna, sagði að úrslit kosninga í landinu öllu væru nú þegar að mestu komin í ljós. Hann hvatti stjórn- völd til að draga ekki birtingu úrslitanna á langinn. George Chiweshe dómari, sem er formaður kjörstjórnar, sagði talninguna þó taka sinn tíma vegna þess að nú væri í fyrsta sinn kosið í senn til forseta, efri og neðri deildar þingsins og í héraðsráð, þannig að telja þyrfti fjögur atkvæði fyrir hvern kjósenda í stað eins. Hópur fólks elti Chiweshe og hrópaði að honum: „Við viljum úrslitin.“ Almennt virðist fólk reikna með að Robert Mugabe forseti muni falsa niðurstöðutölur kosning- anna. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Mugabe forseti væri bæði þjóð sinni og Afríku til skammar. Hún sagði óvíst hvort nokkurn tímann verði hægt að ganga úr skugga um réttmæti kosningaúrslitanna. - gb Stjórnarandstaðan í Simbabve segist hafa forystu í forsetakosningunum: Krefst birtingar úrslita strax ATKVÆÐI TALIN Fyrirfram var reiknað með að Robert Mugabe forseti myndi reyna að falsa úrslit kosninganna. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Lögreglan fékk sex sinnum heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að hlera síma manns sem grunaður var um að aðild að svokölluðu hrað- sendingarmáli. Rannsóknin á manninum leiddi ekki til neins. Maðurinn fann eftirfarabúnað undir bifreið sinni 12. nóvember í fyrra en lögreglan hafði komið honum fyrir þremur dögum áður. Í kjölfarið krafðist hann rann- sóknargagna lögreglu sem vörðuðu hann. Í greinargerð lögreglu, sem lá til grundvallar er heimild til hler- unar á síma mannsins var gefin, kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um stórfellt smygl á fíkniefnum. Auk þess er tekið fram að 26. september í fyrra hafi komið fram í hlerunum lögreglu að hann „stundi smásölu á fíkni- efnum, sé að neyta fíkniefna og áfengis“ sem allt brjóti gegn lögum og reglum en maðurinn var að afplána hluta af refsingu sinni á áfangaheimilinu Vernd. Þá segir einnig að um manninn hafi lengi legið grunur um að hann hafi „átt mikinn þátt í fíkni- efnaframboði fanga, fyrst í fang- elsinu á Litla-Hrauni, þegar hann var refsifangi þar, og síðar í fang- elsinu að Kópavogsbraut 17, eftir flutning þangað.“ Lögreglan þarf samkvæmt lögum að láta þá sem hleraðir eru vita „eins fljótt og kostur er“ að þeir hafi verið hleraðir, eins og orðrétt segir í lögum um meðferð opinberra mála. Jafnframt er tekið fram að til- kynning um hlerunina verði að taka mið af því að hún „skaði ekki frekari rannsókn málsins“. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi lögreglan ekki láta gögnin um hlerunar- heimildir í hendur manns- ins nema að hafa rannsakað hvort maðurinn tengdist hrað- sendingarmálinu með einhverj- um hætti. Það gerði hún og féllst að lokum á að afhenda manninum gögnin. Tveir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, Annþór Kristján Karlsson og Tómas Kristjánsson, sem starfaði hjá UPS-hraðsend- ingaþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Valtý Sigurðssyni ríkissaksókn- ara er það alfarið í verkahring dómstóla að hafa eftirlit með því að þeir séu látnir vita af hlerun- um sem fyrir þeim verða. Lög- reglan sér um það en til þess að hún geti hlerað þarf hún heimild frá símafélögum um aðgang að upplýsingum sem nauðsynlegar eru. Víða erlendis, meðal annars í Danmörku, er réttargæslumanni ætlað að fylgjast með því að rétt- ur gagnvart þeim sem hleraður eru sé ekki brotinn. magnush@frettabladid.is Ítrekaðar hleranir leiddu ekki til neins Lögreglan fékk sex sinnum heimild til þess að hlera síma manns sem grunaður var um aðild að hraðsendingarmálinu. Lögreglan þarf að láta menn vita ef þeir hafa verið hleraðir án þess að það leiði til neins eins fljótt og auðið er. SENDIFERÐABÍLAR UPS Starfsmaður UPS situr í gæsluvarðhaldi, auk annars manns vegna hraðsendingamálsins. Sex sinnum var fengin heimild til að hlera síma manns sem talinn var tengjast málinu. VALTÝR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.