Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 8
8 31. mars 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 03 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glæsilegt yfirbragð - við öll tækifæri Á tilboðií mars 2008LinStyle dúkar og servíettur, NexxStyle servíettur, yfirdúkar og kerti LinStyle servíettur 40cm 50stk, í ýmsum litum 878 kr. LinStyle dúkur 1,20x20m í ýmsum litum 2.786 kr. Yfirdúkur 60cmx25m í ýmsum litum 2.388 kr. Kerti rústik 13x7cm í ýmsum litum 239 kr. 1. Hvaða flugstöðvarbygging á Heathrow-flugvelli hýsir ein- göngu British Airways? 2. Hvað heitir ríkisendur- skoðandi? 3. Hvað heitir forseti Simbab- ve, sem bauð sig fram í sjötta sinn í kosningum um helgina? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 UMHVERFISMÁL Túlkun Norðuráls á skuldbindingum Íslands vegna Kyoto-bókunarinnar samrýmist ekki stefnu ríkisstjórnarinnar, að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands (NSÍ). Norðurál hefur haldið því fram að um 1,8 milljónum tonna ætti eftir að úthluta af losunarheim- ildum Íslands fyrir árin 2008 til 2012. Fyrirtækið muni sækja um 637.000 tonna kvóta fyrir álver í Helguvík og eftir standi tæplega 1,3 milljónir tonna. Því hindri þörf álvers í Helguvík á losunar- heimildum ekki aðrar fram- kvæmdir. NSÍ benda hins vegar á að sam- kvæmt túlkun Norðuráls sé losun Íslendinga tvær milljónir tonna í árslok 2012, en ekki 1,6 milljónir eins og íslenska undanþágu- ákvæðið kveði á um. Með því að túlka samninginn eins og Norðurál gerir hefðu íslensk stjórnvöld ekki verið að semja í góðri trú, segir í tilkynn- ingu frá samtökunum. Þar er vitn- að í lögfræðiálit sem segir að „ef Ísland reyndi að semja á ný um svipaðar undanþágur fyrir næsta samningstímabil myndi það ganga á svig við og vera andstætt skuldbindingum þess.“ Túlkun Norðuráls sé til þess eins fallin að réttlæta illa ígrund- uð ummæli Árna Sigfússonar hjá Reykjanesbæ um málið. - kóþ Náttúrurverndarsamtökin gagnrýna Norðurál og Árna Sigfússon: Ábyrgðarlaus túlkun á Kyoto Í NORÐURÁLSVERI Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram að álver í Helguvík myndi taka um þriðjung af los- unarheimildum Íslands. Náttúruverndar- samtökin segja þetta ábyrgðarlaust tal. MYND/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON ÞJÓÐLENDUR Fjármálaráðherra hefur gert kröfur fyrir hönd ríkisins í þjóðlendur í syðri hluta Norðurlands vestra. Þeir sem eiga öndverðra hagsmuna að gæta hafa þrjá mánuði til að lýsa kröfum sínum fyrir Óbyggða- nefnd, að því er fram kemur í tilkynningu frá nefndinni. Gerð er krafa til lands í þremur sýslum; Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarð- arsýslu. Lýsingar á kröfunum má sjá á vef Óbyggðanefndar. Eftir að aðrir en ríkið hafa lýst sínum kröfum verða allar kröfurnar kynntar, og svo fjallað um ágreining í Óbyggðanefnd. - bj Kröfur ríkisins um þjóðlendur: Þrír mánuðir til að andmæla ÍRAK, AP Muktada al-Sadr, leiðtogi Mahdi-hers sjía-múslima í Írak, tilkynnti í gær að hann hefði skip- að hermönnum sínum um land allt að leggja niður vopn. Hann hvatti jafnframt stjórn landsins til að hætta árásum á liðsmenn sína og láta þá lausa úr fangelsi. Íraksstjórn fagnaði strax yfir- lýsingu al-Sadrs og Nouri al-Mal- iki forsætisráðherra sagði hana skref í rétta átt. Hann hafði fyrr um daginn viðurkennt að hafa misreiknað afleiðingarnar af aðgerðum öryggissveita Íraks gegn sjíum. Átökin milli stjórnarhersins og Mahdi-hersins brutust út á þriðju- daginn í kjölfar aðgerða stjórnar- innar gegn stuðningsmönnum al- Sadrs í olíuborginni Basra. Hundruð manna hafa látið lífið í þessum átökum, sem fljótlega breiddust út til sjía-hverfa í Bag- dad og víðar í landinu. Þótt liðsmenn al-Sadrs leggi niður vopn mun það þó engan veg- inn tryggja yfirráð ríkisstjórnar- innar í Basra, helstu miðstöð olíu- iðnaðarins í landinu. Undirrót átakanna er djúpstæð togstreita milli vopnaðra sjía-hópa í Basra og víðar í suðurhluta lands- ins. Sumir þessara hópa hafa náin tengsl við ríkisstjórnina og héraðsstjórnir. Liðsmenn al-Sadrs telja mark- mið aðgerða stjórnarinnar gegn Mahdi-hernum hafa verið að veikja pólitíska stöðu al-Sadrs fyrir sveitarstjórnarkosningar, sem verða í haust. - gb Friðvænlegra verður í Basra: Al-Sadr leggur niður vopn í Basra ÁTÖK Í BASRA Undirrót átakanna er djúpstæð togstreita milli hópa sjía-múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.