Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 44
20 31. mars 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? ...Vöðvinn sem fær augun til að blikka er sá hraðvirkasti í líkamanum. Með hjálp hans getur fólk blikkað fimm sinnum á sekúndu. Að meðal- tali blikkar fólk 15 þús- und sinnum á dag. Konur blikka tvisvar sinnum oftar en karlar. Eurovision-keppnin í ár verður haldin í skugga mjög óstöðugs stjórnmála- ástands. Serbar kjósa til alþingis 11. maí og því gæti verið hiti í þjóðinni ef úrslitin verða ekki afgerandi. Tvær hreyfingar takast á, lýðræðissinnar, sem vilja efla samstarf við Vestur-Evr- ópu, og róttækir þjóðernissinnar, sem vilja halla sér til austurs. Þeir ala á óánægju margra Serba með að Vestur- lönd styðji sjálfstæðisyfirlýsingu Kos- ova. Mótmæli og óeirðir fylgdu í kjöl- far þeirrar yfirlýsingar og kveikt var í sendiráði Bandaríkjanna í Belgrad auk þess sem ráðist var á sendiráð Breta og Króata. Árásirnar á sendi- ráðin voru gerðar í kjölfarið á 150.000 manna mótmælum í Belgrad þar sem Serbar mótmæltu friðsamlega. Í þetta ótrygga ástand koma keppendur 42 þjóða og aragrúi gegnheilla Euro- vision-aðdáenda, sem er ekki endilega fólkið sem sækir í harkaleg mótmæli. Núver- andi forseti Serbíu, Boris Tadic, er foringi lýðræðis- sinna. Hann hefur sent út bréf þar sem hann reynir að slá á ótta Eurovision-fara: „Ég lofa í fyllstu einlægni að tekið verður vel á móti gest- um, að þeir verði fullkom- lega öruggir í landinu og að dvöl þeirra verði ljúf í endurminningunni.“ Þó er keppendum og gest- um ráðlagt að tjá sig ekki um pólitík að óþörfu og alls ekki að vera með yfirlýsingar um innanríkismál. Líklega er því eins gott að Sylvía Nótt er ekki að keppa í ár. Keppendur tjái sig ekki um pólitík FORSETI SERBÍU FRÁ ÁRINU 2004 Boris Tadic er sálfræðingur að mennt. Hollywoodstjörnurnar þéna vel á því að eignast börn. Að minnsta kosti ef þær selja myndir af afkvæmum sínum sem er víst tískan núna. Myndir af nýfæddum börnum stjarnanna eru eftirsóttari en flest annað í Hollywood. Jennifer Lopez og Marc Anthony seldu nýlega myndir af nýfæddum tvíburum sínum, Max og Emme, til tímarits- ins People fyrir 6 milljónir doll- ara, andvirði tæplega 470 milljóna íslenskra króna og þau eru hvorki fyrstu né síðustu stjörnurnar sem hagnast á erfingjum sínum. Upp- hæðirnar hafa hins vegar rokið upp úr öllu valdi frá því að Lisa Marie Presley seldi blaðinu Star myndir af erfingja sínum fyrir 100 þúsund dollara árið 1989. „Á þeim tíma fannst mér það fáránlegt,“ segir Mark Levine, þáverandi ritstjóri Star og núverandi ritstjóri National Enquirer, í viðtali við New York Post. Hann segir að sala barnamynda sé að verða að iðnaði. „Þetta er út í hött og stjörnurnar eru orðnar mjög góðar í þessu. Rétt- urinn að myndum er núna seldur áður en stjörnurnar fara á sjúkrahúsið til að fæða. Þær ráða svo aukalíf- verði svo það verði ómögulegt að ná myndum á ólöglegan hátt,“ segir Levine. Hann segir barn- eignir jafnast á við að fá hlutverk í kvikmynd fyrir stjörnurnar, að minnsta kosti hvað peningana varðar, og telur að fyrstu mynd- irnar af tvíburunum sem talið er að Angelina Jolie beri nú undir belti verði seldar á um 10 milljón- ir dollara. „Ég vildi sjá fleiri stjörnur gera eins og Sarah Jessica Parker, sem stóð fyrir utan sjúkrahúsið og gaf ljósmyndurum myndirnar,“ segir Levine. Annar ritstjóri, sem lætur nafn sitt ekki uppi, segir við New York Post að upphæðirnar séu nú komn- ar svo hátt upp að „sumar stjörn- ur ákveða jafnvel að eignast fleiri börn, bara til þess að græða peninga á myndum af þeim.“ Græða á barneignunum ÞRJÁR MILLJÓNIR Á BARN Jennifer Lopez og Marc Anthony seldu réttinn að myndum af nýfæddum tvíburum þeirra, Max og Emme, fyrir sex milljónir dollara. NORDICPHOTOS/GETTY 10 MILLJÓNIR VÆNTANLEGAR? Angelina Jolie og Brad Pitt fengu yfir 4 milljónir dollara fyrir fyrstu myndirnar af Shiloh, en gætu átt von að allt að tíu millj- ónum, ef sá orðrómur að Jolie gangi með tvíbura undir belti reynist á rökum reistur. Föndurverslun Námskeið Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari SENDU SMS BTC SPV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . 54 DAGAR TIL STEFNU 1.5 MILLJÓNIR Christina Aguilera seldi myndir af fyrsta barni sínu, syninum Max Liron, fyrir 1,5 milljónir dollara. 1 MILLJÓN Nicole Richie fékk eina milljón dollara fyrir myndir af dótturinni Harlow. Fyrsta kvikmynd Ólafs Jóhannessonar í fullri lengd, Stóra planið, var frumsýnd síðastliðið föstudagskvöld. Þó ekki væru allir frumsýningargestir jafn uppveðraðir og Benedikt Erlingsson, eins og sjá má hér að neðan, féll Stóra planið vel í kramið hjá áhorfendum. Stóra planið fær góðar viðtökur Ólafur Jóhannesson og Eggert Þorleifs- son. Halldóra Geirharðsdóttir og Víkingur Kristjánsson. Ingvar E. Sigurðsson, Edda Arnljóts- dóttir og fjölskylda. Haukur Ingi Guðnason og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving. Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guð- mundur Steingrímsson. Úrvalalið leikara fer með hlutverk í Stóra planinu, sem segir frá ævin- týrum hins misskilda handrukkara Davíðs, sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur. Á meðal annarra leikara í myndinni eru þeir Eggert Þorleifsson og Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson og Ilmur Kristjánsdóttir og svo Sopranos-maðurinn Michael Imperioli. ÆVINTÝRI Í UNDIRHEIMUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.