Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 31. mars 2008 Ástralski þunglyndis- rokkarinn og Ís lands- vinurinn Nick Cave getur nú kallað sig doktor Nick Cave án þess að ljúga neinu því gamli háskólinn hans í Melbourne gerði hann nýverið að heiðursdoktor við skólann. Nick sótti listnám í Monash- háskólanum á árun- um 1977 og 1978 en hætti námi til að tak- ast á við djöfullegt rokk og ról með hljómsveitinni The Birthday Party. Í heróínsukkinu miðju hefur doktorsnafn- bót væntanlega verið kappanum fjarlæg, en nú er öldin sem betur fer önnur og Nick alveg hættur í ruglinu. Nýjasta plata meist- arans, Dig, Lazarus, Dig!!!, hefur fengið fantagóða dóma. gunnarh@frettabladid.is Doktor Nick Cave DR. NICK CAVE Þorsteinn Guðmundsson leggur nú lokahönd á fyrsta þátt Svalbarða sem sýndur verður á föstudagskvöld. „Ég er ekki í samkeppni við neinn, nema kannski við það að fólk sitji heima hjá sér og bori í nefið eða leggi kapal,“ segir Þorsteinn Guðmundsson um skemmtiþátt- inn Svalbarða, sem birtist bráð- lega á Skjá einum. Þættirnir verða alls tíu í fyrstu umferð og fyrsti þátturinn er á dagskrá föstudags- kvöldið 4. apríl. Þorsteinn segir langa hugmyndavinnu og mikil handritsskrif liggja að baki. Þátt- urinn er byggður upp á gestum sem mæta til Þorsteins, leiknum atriðum sem Þorsteinn og Ágústa Eva Erlendsdóttir bera uppi með aðstoð frá gestaleikurum og lif- andi tónlist í flutningi hljómsveit- arinnar Svalbarða. Í henni eru Sig- urður Guðmundsson kenndur við Hjálma og Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson og Helgi Svavar Helga- son, kenndir við Flís. Ágústa Eva tekur einnig lagið með hljóm- sveitinni. „Þátturinn verður nýstárlegur og mun eflaust koma mörgum spánskt fyrir sjónir,“ segir Þor- steinn. „Hann er ekki líkur neinu og það hefur ekki verið neitt svona í gangi lengi. Við Ágústa sýnum nýjar hliðar á okkur í leiknu atrið- unum og ég held að það verði gaman hjá kerlingum og kverúl- öntum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt bloggið myndi lifna á ný og Barnaland loga.“ Þorsteinn vill ekki kannast við áhrifavalda en viðurkennir að hafa haft gaman af Dave Allen. „Hann var reyndar ekki með gesti, heldur sagði sögur og var með sketsa. Svo var ég með Benny Hill á heilanum í tvö ár.“ Fyrsti gestur Þorsteins verður sjálfur Flosi Ólafsson. „Ég er búinn að hringja í hann og fara pílagrímsferð upp í Borgarfjörð til að biðla til hans um að koma í þáttinn. Ég vona að hann mæti!“ gunnarh@frettabladid.is Gaman hjá kerling- um og kverúlöntum SÝNA Á SÉR NÝJAR HLIÐAR Þorsteinn Guðmundsson og Ágústa Eva Erlends- dóttir sjá um Svalbarða. Platan All is Well með Bandaríkja- manninum Sam Amidon er fjórða útgáfa hins íslensks ættaða plötu- fyrirtækis Bedroom Community. Plötufyrirtækið er hugarfóstur upptökustjórans og tónlistar- mannsins Valgeirs Sigurðssonar, oft kenndur við Gróðurhúsið, og er plata Amidons enn ein rósin í hnappagat útgáfunnar. Amidon kemur frá sveitum Vermont-fylk- is þar sem hann ólst upp við sterka þjóðlagatónlistarhefð. Hefur Amidon hlúð alúðlega að þessari hefð sinni en á All is Well setur hann gömul þjóðlög í sinn eigin búning. Þrátt fyrir að plötuheitið gefi fyrirheit um annað þá eru umfjöllunarefni plötunnar fjarri því ljúf og falleg. Eins og þjóð- lagavísna er von og vísa fjalla lögin um mannskepnuna, breysk- leika hennar, kenndir og tilfinn- ingar. Sögumaðurinn sjálfur er oft ýmist fullur af heift eða einsemd og jafnvel biturð og reiði. Slíkt endurspeglast vel til dæmis í lög- unum Wild Bill Jones, þar sem Amidon fer offorsi í öfundsýki sem endar með tilgangslausu morði, og Fall on My Knees, þar sem Amidon óskar ungri stúlku heldur ólukkulegum endalokum. Í O Death biðlar Amidon síðan sjálf- ur til dauðans og biður hann um að þyrma sér. Honum verður samt ekki að ósk sinni því í lokalagi plötunnar, og jafnframt titillagi hennar, kveður hann vini sína. Samt sem áður er All is Well með fallegri plötum sem þú átt eftir að heyra á þessu ári. Von og draumar koma nefnilega líka oft við sögu en umfram allt eru það guðdómlegar útsetningar Nico Muhly á ellefu manna blásara- og strengjasveit sem sveipa lög Amidons hlýju og fegurð. Allt gerir þetta að verkum að sögur Amidon fá meiri dýpt. Amidon hefur greinilega lagt allt í sölurn- ar, er lurkum laminn (sbr. fram- hlið plötukápunnar) og er vart annað hægt en að hrífast með. Steinþór Helgi Arnsteinsson Er ekki allt í lagi? TÓNLIST All is Well Sam Amidon ★★★★ Margbrotin plata þar sem eðli mannskepnunnar sjálfrar er lýst með sögum fortíðar en sjónarhorni nútímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.