Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 48
24 31. mars 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabla- Hjálmar Jónsson man tímana tvenna hjá sænsku meisturunum í IFK Gautaborg og er að fara að spila sína sjöundu leiktíð með félaginu. „IFK Gautaborg er náttúrulega fornfrægt félag sem hefur unnið marga titla í gegnum tíðina og stefnan er í raun alltaf sett á toppinn en félagið var hins vegar nálægt því fallið á mínu fyrsta ári í Svíþjóð. Síðan þá hef ég tekið þátt í ýmsu með félaginu og af þeim leik- mönnum sem eru í dag þá er ég búinn að vera samfellt lengst hjá liðinu og það er bara gaman að því,“ sagði Hjálmar og kvaðst vera afar ánægður hjá félaginu. „Menn breyta misjafnlega mikið til í fótboltanum en ég hef persónulega bara aldrei fundið fyrir það sterkri löngun til að breyta til á meðan ég hef verið hjá IFK Gautaborg. Það var kannski helst í fyrra að ég var eitthvað að líta í kringum mig en það var ekki alvarlegt og ég endaði á að skrifa undir nýjan samning út tímabil- ið 2009. Ég fann það líka á mér að það væri eitthvað spennandi að fara að gerast hjá félaginu og það varð raunin.“ Hjálmar segist spenntur fyrir komandi tímabil og ekki síst í ljósi frekari innreiðar íslenskra leikmanna í Allsvenskan-deildina en þrettán íslenskir leikmenn og einn þjálfari verða þar í eldlínunni. „Það er alveg magnað að allir þessir íslensku leikmenn verði í deildinni í ár og gerir það einfaldlega að verkum að maður fer sjálfur að fylgjast meira með hvernig þessum leikmönnum á eftir að ganga. Þetta sýnir líka að sænsku liðin eru ánægð með þá íslensku leikmenn sem hafa verið í Svíþjóð og það er jákvætt.“ Hjálmar örvæntir ekki þó svo að hann hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn gegn Slóvakíu á dögunum. „Mér líst bara vel á það sem Óli er að gera og hann er með margar fínar hugmyndir og er að koma þeim ágætlega frá sér eins og úrslitin upp á síðkastið undirstrika. Ég fer ekkert í fýlu yfir því að hafa ekki verið valinn og verð bara að sýna mig og sanna á vellinum með IFK Gautaborg,“ sagði Hjálmar að lokum. HJÁLMAR JÓNSSON: LÍKAR LÍFIÐ Í GAUTABORG OG FAGNAR FREKARI INNREIÐ ÍSLENDINGA Í SVÍÞJÓÐ Magnað hversu margir Íslendingar eru í Allsvenskan > Jón Arnór með flottan leik Jón Arnór Stefánsson var með 11 stig, 6 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta á 26 mínútum í mikilvægum 69-80 útisigri Lottomatica Roma á Upim Bologna. Jón Arnór skoraði stóra körfu og setti niður víti að auki á lykiltímapunkti í lok leiksins. Lottomatica Roma er áfram í öðru sætinu en næsti leikur er gegn toppliði deildarinnar Montepaschi Siena sem hefur aðeins tapað tveimur leikjum í vetur. Iceland Express kvenna Keflavík-KR 82-81 (44-38) Stig Keflavíkur: Kesha Watson 21 (12 stoðs., 9 frák.), Birna Valgarðsdóttir 19 (hitti úr 5 af 8 3ja, 26 mín.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 15 (hitti úr 6 af 9 skotum), Pálína Gunnlaugsdóttir 10, Rannveig Randversdóttir 8 (5 frák., 19 mín.), Margrét Kara Sturludóttir 4 (11 frák.), Halldóra Andrésdóttir 3, Susanne Biemer 2 (9 frák.). Stig KR: Candace Futrell 29 (10 frák., 7 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 26 (9 stoðs., 5 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 (7 frák., 4 stolnir), Sigrún Ámundadóttir 9 (8 frák., 5 stoðs., 4 stolnir), Helga Einarsdóttir 2 (1 skot, 17 frák.), Guðrún Ósk Ámundadóttir 2. N1-deild karla í handbolta Haukar – Valur 27-23 (11-14) Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 5 (5), Freyr Brynjarsson 5 (6), Gunnar Berg Viktorsson 5 (9), Kári Kristján Kristjánsson 5 (9) Sigurbergur Sveinsson 5/2 (13/3), Andri Stefan 2 (4), Jón Karl Björnsson (2), Gísli Jón Þórisson (2) Varin skot: Magnús Sigmundsson 11/1 (31/2 35,5%), Gísli Guðmundsson 7/2 (/102 70%) Hraðaupphlaup: 4 (Freyr 2, Elías 2) Fiskuð víti: 3 (Kári, Freyr, Sigurbergur) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Vals: Sigfús Páll Sigfússon 5 (8), Elvar Frið- riksson 5/1 (11/2), Arnór Gunnarsson 5 (12/2), Kristján Þór Karlsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmason 2 (6), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (3/1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Anton Rúnarsson (1), Ingvar Árnason (1) Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (36/2 36,1%), Ólafur Haukur Gíslason 1 (5 20%) Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Baldvin, Sigfús, Arnór). Fiskuð víti: 5 (Baldvin, Sigfús, Fannar, Elvar, Orri) Utan vallar: 12 mínútur Akureyri-Afturelding 25-22 Mörk Akureyrar: Jónatan Magnússon 10/6 (14/1), Einar Logi Friðjónsson 5 (7), Andri Snær Stefánsson 3 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Sveinbjörn Pétursson 1 (1), Oddur Grétars- son 1 (3), Goran Gusic 1 (4), Magnús Stefánsson 1 (6), Nikolaj Jankovic 0 (1), Björn Óli Guð- mundsson 0 (2), Ásbjörn Friðriksson 0 (5/1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (42) 48%. Hraðaupphlaup: 2 (Andri Snær) Fiskuð víti: 8 (Hörður 5, Goran, Magnús, Jóna- tan) Utan vallar: 10 mínútur Rautt spjald. Nikola Jankovic (29. min, fyrir brot) Mörk Aftureldingar: Daníel Jónsson 8/1 (13), Magnús Einarsson 3 (8), Magnús Einarsson 3 (8), Einar Örn Guðmundsson 2 (4), Hilmar Stefánsson 2/1 (5/1), Ásgeir Jónsson 2 (5), Attila Valaczkai 1 (2), Jón Andri Helgason 1 (5), Ingimar Jónsson 0 (1), Davíð Svansson 0 (1), Jóhann Jóhannsson 0 (2). Varin skot: Davíð Svansson 19 (33) 58%, Oliver Kiss 2 (9) 22%. Hraðaupphlaup: 1 (Haukur) Fiskuð víti: 3 (Daníel 2, Hilmar) Utan vallar: 6 mínútur Æfingamót kvennalandsliða í handbolta í Portúgal Ísland-Tyrkland 22-29 (10-14) Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Auður Jónsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2 og Arna Sif Pálsdóttir 1. Í markinu varði Berglind Íris Hansdóttir 12 bolta og Íris Björk Símonardóttir 4. Ísland endaði í 6. og síðasta sæti á mótinu. Norska úrvalsdeildin Bodø/Glimt-HamKam 2-0 Lilleström-Tromsö 1-1 Molde-Stabæk 0-0 Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn með Stabæk. Viking-Strømsgodset 1-0 Brann-Fredrikstad 4-2 Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarna- son léku allan leikinn með Brann og Ólafur lagði upp þriðja mark liðsins. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu. Garðar Jóhannsson lék allan leikinn með Fredrikstad og jafnaði leikinn í 2-2. Thorstein Helstad skoraði tvö síðustu mörk Brann og var með þrennu fyrir meistarana. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Haukar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratit- ilinn í handbolta í gær þegar liðið lagði Val, 27-23, í N1-deild karla. Haukar náðu þar með 8 stiga for- skoti á Fram auk þess að hafa betur í innbyrðis viðureignum þegar 12 stig eru í pottinum. Valur var betra í fyrri hálfleik og hafði þriggja marka forystu þegar flautað var til leikhlés, 11- 14. Það tók Hauka þrjár mínútur að komast yfir og bæta fyrir afleitan fyrri hálfleik og þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik höfðu Haukar náð þriggja marka forystu, 17-14. Valsmenn náðu að minnka mun- inn í eitt mark, 20-19, og 22-21, en Valsmenn virtust aldrei líklegir til að jafna leikinn og Haukar unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-23, og náðu níu stiga for- skoti á Val sem nær ekki að verja titil sinn þetta árið. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, er svo gott sem búinn að stýra Haukum til Íslandsmeist- aratitilsins á sínu fyrsta ári með liðið. „Þetta er virkilega gott. Við fórum langt með þetta í dag. Hefðum við tapað hefði það opnað toppbaráttuna aftur. Við sýndum geysilegan styrk í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel bæði varn- ar- og sóknarlega og þá var allt annað að sjá liðið.” „Í fyrri hálfleik spiluðum við ekki saman sem lið og klúðruðum fullt af dauðafærum, létum reka okkur útaf og svo framvegis. Í síðari hálfleik vorum við sam- mála um að við ætluðum að ein- beita okkur að leiknum. Einbeita okkur að því að spila sem lið og spila þessi leikkerfi sem við lögð- um upp með og nýta okkur veik- leikana í þeirra varnarleik. Varn- arlega snerist þetta um vinnusemi og vilja. Ég reyndi að berja það inn í menn í hálfleik að við vildum þetta meira en þeir.” Það vantaði mikilvæga leik- menn í lið Vals, Sigurð Eggerts- son og Erni Arnarson þar á meðal. Aron sagði sitt lið ekki hafa van- metið Val þrátt fyrir það. „Við unnum ekki nógu vel saman í fyrri hálfleik. Það vant- aði smá neista. Það vantar stóra pósta í þeirra lið en við erum að berjast við það sama. Það vantar menn og aðrir spila meiddir. Við vorum sex á síðustu æfingu fyrir páska. Við berjumst við þetta eins og önnur lið,“ sagði Aron. - gmi Íslandsmeistaratitillinn svo gott sem í höfn hjá Haukum sem eru komnir með átta stiga forskot: Valsmenn héldu í við Hauka í 30 mínútur Í FRÁBÆRUM MÁLUM Kári Kristjánsson og félagar í Haukum er komnir með aðra hönd á Íslandsbikarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Akureyri vann þriggja marka sigur á Aftureldingu norðan heiða í gær. Heimamenn komust í 12-4 eftir tuttugu mínútur en skoruðu svo aðeins eitt mark næstu 22 mínúturnar, það gerði Sveinbjörn Pétursson markmaður. Afturelding minnk- aði muninn í eitt mark en komst ekki lengra og Akureyri vann 25- 22 í bragðdaufum leik. „Við vorum ánægðir með byrjunina en síðan fá þeir mann í sóknina sem kveikti í þeim og við urðum bara hræddir. Mark- maðurinn þeirra fór síðan að verja en við eigum að geta sett boltann auðveldlega framhjá honum,“ sagði Sveinbjörn sem varði vel líkt og kollegi hans hjá Mosfellingum, Davíð Svansson. „Heilt yfir var spilamennskan kannski ekkert sérstök en það er batamerki að spila svona en samt halda haus og vinna. Með svona spilamennsku hefðum við klárlega alltaf tapað fyrir áramót. Við þurfum að bæta þá hluti sem miður fóru hér og koma enn betri inn í næstu leiki,“ bætti mark- maðurinn við. - hþh N-1 deild karla í gær: Akureyri lagði Aftureldingu TÍU MARKA MAÐUR Jónatan Þór Magn- ússon lék vel með Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur unnu eins stigs sigur á KR, 82-81, og eru komnar í 1-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna. Það er ekki hægt að fá betri aug- lýsingu fyrir kvennakörfuboltan en þennan hraða og æsispennandi leik þar sem úrslitin réðustu ekki fyrr en á lokasekúndunni. Ef marka má þennan leik er fram- undan jafnt og spennandi einvígi. KR fékk síðustu sóknina í leikn- um, Candace Futrell náði skoti sem klikkaði. Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir náði sóknafrákastinu en varð síðan fyrir því óláni að stíga á endalínuna áður en hún kom boltanum á frían félaga sinn. KR-liðið lenti mest tólf stigum undir en gafst aldrei upp og fékk síðan frábært tækifæri til þess að skora sigurkörfuna undir lokin. Keflavík lék sinn fyrsta leik í ellefu daga en það var sama sagan og fyrir tæpum tveimur vikum þar sem Kesha Watson dreif sitt lið áfram. Hún kom meðal annars að öllum átta körfum liðsins í lokaleikhlutanum þar sem hún bar með 8 stig og 4 stoðsendingar. „Það er rosalega erfitt að halda liðinu í bið í úrslitakeppni í ellefu daga á meðan verið er að bíða eftir að önnur sería klárist. Það er hálf kjánalegt að þetta geti komið upp en það tókst sem betur fer. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er stór sigur og ég er alveg í skýjunum með þennan sigur þótt að við höfum bara unnið með einu. Þær komust aldrei yfir en hefðu getað sett körfu í restina en það klikkaði sem betur fer,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. „Ég hef trú á að þessi sería verði skemmtilegt hvort sem þetta verða þrír, fjórir eða fimm leikir. Allir leikirnir verða jafnir og tví- sýnir,“ sagði Jón Halldór sem vill þá fá meira frá stóru leikmönnun- um sínum en Þjóðverjinn Susanne Bimer klikkaði meðal annars á 9 af 10 skotum sínum í gær. „Við áttum bara að vinna þennan leik, fengum frábært tækifæri til þess í lokin og það munar bara einu skoti,“ sagði Jóhannes Árna- son, þjálfari KR. „Við erum ekki með neina minnimáttarkennd að koma spila hér í Keflavík en þær eru með gott lið og góðan heima- völl. Við þurfum að spila aðeins betur en við höfum gert hér. Við töpuðum með þremur stigum hér í deildinni í vetur og svo með einu stigi í dag og maður verður að vona að það styttist í sigurinn,“ segir Jóhannes og um framhaldið sagði hann: „Við þurfum að fínpússa marga hluti. Við erum að koma úr langri leikjahrinu við Grindavík þar sem við vorum að glíma við öðruvísi leikmenn. Ef okkur tekst að laga okkur betur að sóknarleik Keflvíkinga þá náum allavega að vinna þær einu sinni. Ef að það gerist ekki þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Jóhannes. Kesha Watson var róleg framan af en frábær í seinni hálfleik og endaði með 21 stig, 12 stoðsend- ingar og 9 fráköst. Fyrirliðinn Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir kom með frábæra innkomu af bekkn- um og áræðni Birnu Valgarðs- dóttur skilaði henni 19 stigum á 26 mínútum. Pálína Gunnlaugsdóttir meiddist í tvígang í leiknum og lék ekkert síðustu fjórar mínútur hans. Hjá KR var Hildur Sigurðar- dóttir mjög góð, Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir lék vel og þá tók Helga Einarsdóttir 17 fráköst og vann frábærlega fyrir liðið. Bæði Cand- ace Futrell og Sigrún Ámunda- dóttir áttu báðar ágæta spretti en hittu ekki vel. ooj@frettabladid.is Munaði bara einu skoti Keflavíkurkonur eru komnar í 1-0 í lokaúrslitum kvenna í körfubolta eftir sigur á KR, 82-81. Kesha Watson kom að öllum körfum liðsins í lokaleikhlutanum. ÓSÖTÐVANDI Í LOKIN Kesha Watson sá um sóknarleik Keflavíkur í lokin og tryggði þeim sigurinn. MYND/JÓN BJÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.