Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 50
26 31. mars 2008 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin CHELSEA-MIDDLESBROUGH 1-0 1-0 Ricardo Carvalho (5.). LIVERPOOL - EVERTON 1-0 1-0 Fernando Torres (7.). TOTTENHAM-NEWCASTLE 1-4 1-0 Darren Bent (26.), 1-1 Nicky Butt (45.), 1-2 Geremi (52.), 1-3 Michael Owen (65.), 1-4 Obafemi Martins (81.) Iceland Express-deild karla Þór Ak.-Keflavík 83-86 (50-37) Stig Þórs: Luka Marolt 23, Cedric Isom 19, Magnús Helgason 11, Robert Reed 8, Hrafn Jóhannsson 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Bjarni Konráð Árnason 4, Þorsteinn Guðlaugsson 2, Óðinn Ásgeirsson 2. Stig Keflavíkur: Sigurður Þorsteinsson 20, Bobby Walker 18, Arnar Freyr Jónsson 15, Magnús Þór Gunnarsson 11, Tommy Johnson 10, Gunnar Einarsson 4, Anthony Susnjara 4, Þröstur Jóhannsson 2, Jón Hafsteinsson 2. Skallagrímur-Grindavík 96-91 (51-47) Stig Skallagríms: Milojica Zekovic 36, Darrell Flake 23 (11 frák.), Pétur Már Sigurðsson 19 (5 stoðs.), Axel Kárason 8 (7 frák, 5 stoðs.), Florian Miftari 6, Alan Fall 2 (13 stoðs.), Pálmi Þór Sævarsson 2. Stig Grindavíkur: Adama Darboe 32 (6 stoðs., hitti 6 af 10 3ja), Jamaal Williams 18, Þorleifur Ólafsson 15 (10 frák. 8 stoðs.), Páll Axel Vilbergs- son 13, Páll Kristinsson 6, Igor Beljanski 4, Helgi Jónas Guðfinnsson 2, Jóhann Ólafsson 1. 1. deild karla í körfubolta Valur-FSu 74-86 (38-48) Stig Vals: Craig Walls 23, Steingrímur Ingólfsson 16, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Jason Harden 6, Robert Hodgson 5, Hörður Hreiðarsson 5, Guðmundur Kristjánsson 2. Stig FSu: Mathhew Hammer 17, Sævar Sigmundsson 14, Vésteinn Sveinsson 13, Ante Kapov 12, Árni Ragnarsson 10, Emil Þór Jóhanns- son 9, Chris Caird 8, Nicholas Mabbut 2, Daði Grétarsson 1. N1-deild karla í handbolta Stjarnan-HK 25-29 (11-13) Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn Árnason 11/7 (16/7), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Voldymyr Kysil 3 (3), Ragnar Már Helgason 2 (5), Vilhjálmur Ingi Halldórsson 2 (8), Kristján Kristjánsson 1 (1), Björn Friðriksson 1 (1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (4), Rati Miskhviltitze (1), Gunnar Ingi Jóhannsson (3) Varin skot: Hlynur Morthens 13 (26/1 50%), Roland Valur Eradze 12 (28/1 42,9%) Hraðaupphlaup: 7 (Heimir 3, Kysil 2, Kristján, Vilhjálmur) Fiskuð víti: 6 (Heimir 2, Kysil 2, Ólafur, Björgvin) Utan vallar: 4 mínútur Mörk HK: Ragnar Hjaltested 6/2 (9/2), Augustas Strazdas 5 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (11), Brynjar Valgeirsson 3 (4), Sergei Petraytis 3 (5), Gunnar Steinn Jónsson 3 (8), Arnar Sæþórsson 2 (3), Tomas Eitutis 2 (6), Sigurgeir Árni Ægisson (1) Varin skot: Egidijus Petckevisius 18 (40/4 45%), Björn Ingi Friðþjófsson (3/3 0%) Hraðaupphlaup: 6 (Ragnar 2, Petraytis 2, Straz das, Gunnar) Fiskuð víti: 2 (Strazdas, Gunnar) Utan vallar: 2 mínútur ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær, Chel- sea minnkaði forskot Manchester United í fimm stig með naumum sigri á Middlesbrough, Liverpool er í góðum málum í 4. sætinu eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton. Fernando Torres skoraði sitt 28. mark á tímabilinu og tryggði með því Liverpool 1-0 sigur á Everton í sínum fyrsta derby-slag á Anfield. Markið skoraði spænski framherj- inn strax á sjöundu mínútu leiks- ins. Það er hægt að skrifa markið á Yakubu sem tapaði honum á versta stað en Dirk Kuyt náði boltanum og sendi hann á Torres sem skor- aði örugglega. Sigur Liverpool var aldrei í hættu eftir þetta og liðið getur nú farið að einbeita sér að Arsenal sem verður mótherji liðsins í næstu þremur leikjum. „Við vissum alltaf að hann væri góður leikmaður en ég viðurkenni alveg að það hefur komið okkur á óvart hversu vel hann hefur fund- ið sig hjá okkur,“ sagði Rafael Ben- itez, stjóri Liverpool, um Torres sem jafnaði félagsmet með því að skora í sjötta heimaleiknum í röð. „Við erum ekki öruggir með fjórða sætið, á meðan við eigum Arsenal um næstu helgi þá spilar Everton við Derby þannig að hlutirnir geta breyst fljótt,“ bætti Benitez við. Portúgalinn Ricardo Carvalho skoraði sigurmark Chelsea með skalla strax eftir rúmar fimm mínútur í 1-0 sigri á Middles- brough á Stamford Bridge. Chel- sea slapp síðan með skrekkinn í seinni hálfleik þar sem Afonso Alves skaut meðal annars tvisvar í slagverkið. Með sigrinum minnkaði Chelsea forskot Manchester United á toppnum niður í fimm stig en mikill munur var á spilamennsku liðanna um helgina. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið okkar besti leikur en sigur- inn var mikilvægari en gæði spilamennskunnar. Við byrjuðum mjög vel og héldum kannski í framhaldinu að þetta yrði auð- velt,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea. Það er loksins eitthvað farið að gerast hjá Kevin Keegan hjá Newcastle eftir skelfilega byrjun hans sem stjóra liðsins. Liðið vann sinn annan leik í röð þegar liðið rasskellti Tottenham og vann 4-1 sigur á White Hart Lane. „Við erum ekki öruggir en loks- ins getum við farið að horfa upp töfluna en ekki niður. Við getum náð bæði West Ham og Totten- ham sem er eitthvað sem fólki hefði fundist fáránlegt fyrir nokkrum vikum,“ sagði Keegan eftir leikinn. - óój Kevin Keegan er búinn að koma Newcastle á sigurbrautina og Chelsea minnkaði forskot United í 5 stig: Torres áfram gulls ígildi fyrir Liverpool 21 MARK Fernando Torres hefur skorað 21 mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Grindvíkingar mættu í Borgarnes í gærkvöld staðráðn- ir í að komast í undanúrslit Ice- land Express-deildar karla fyrst- ir liða, en þetta er þriðja árið í röð sem liðin mætast í 8-liða úrslit- um. Heimamenn fóru þó með sigur af hólmi, 96-91 og þurfa liðin því að mætast í hreinum úrslitaleik í Grindavík næsta fimmtudag. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótlega þægilegu forskoti. Milojia Zekovic og Dar- rell Flake voru þar fremstir í flokki auk öflugs varnarleiks liðs- ins. Grindvíkingar vöknuðu svo til lífsins í öðrum leikhluta. Þá breyttu þeir í svæðisvörn eftir 11- 2 byrjun Skallagrímsmanna í leik- hlutanum og söxuðu hægt og bít- andi á forskot heimamanna með skynsömum sóknarleik og góðri vörn og í hálfleik var staðan 51-46 heimamönnum í vil. Adam Darboe og Zekovic áttu síðan sviðið í þriðja leikhluta og toppaði Darboe leikhlutann með því að koma Grindvíkingum yfir, í fyrsta skipti í leiknum, 72-74, með körfu skömmu áður en flautan gall. Taugaspenna, mistök og sterkar varnir einkenndu upphaf fjórða leikhluta. Grindvíkingar virtust ætla að síga fram úr en Pétur Sigurðsson kom með þrjár 3-ja stiga körfur í röð og kom Skalla- grímsmönnum yfir 90-87 þegar um tvær mínútur voru til leiksloka. Eftir það reyndu liðin að koma boltanum undir körfuna á Flake og Williams. Heimamenn héldu for- ystunni og sigruðu 96-91 og jöfn- uðu metin í einvígi liðanna í 1-1. „Við vorum komnir með bakið upp að vegg. Þeir gerðu okkur erf- itt fyrir enda með frábært körfu- boltalið en okkur tókst ætlunar- verk okkar, að ná oddaleiknum í Grindavík. Nú er pressan komin á þá og við komum til með að nýta okkur það,“ sagði kátur Ken Webb, þjálfari Skallagríms, eftir leik. - sve Milojica Zekovic átti stórleik í 96-91 sigri Skallagríms á Grindavík í gærkvöld: Borgnesingar jöfnuðu metin 36 STIGA MAÐUR Skallagrímsmaðurinn Milojica Zekovic hitti úr 15 af 21 skoti sínu í Fjósinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI FSu tryggði sér oddaleik um sæti í Iceland Express-deild karla með sannfær- andi 86-74 sigri á Val í Vodafone- höllinni að Hlíðarenda. Valsmenn hefðu með sigri tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni en það var aldrei á dagskrá hjá FSu-mönnum sem tóku frum- kvæðið strax í byrjun leiks og nú mætast liðin í hreinum úrslitaleik í Iðunni á miðvikudag. Staðan var 38-48 í hálfleik fyrir FSu sem setti niður 13 af 26 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Stigaskorið hjá FSu var mjög jafnt en sjö leikmenn liðsins skoruðu á bilinu 8 til 17 stig. Stigahæstur var Matthew Hammer með 17 stig en Sævar Sigurmundsson var með 14 stig og 10 fráköst. Craig Walls skoraði 23 stig fyrir Val og Steingrímur Ingólfsson var með 16 stig. - óój 1. deild karla í körfubolta: FSu tryggði sér oddaleik BRYNJAR KARL KÁTUR Þjálfari FSu fagnar flottum sigri sinna manna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Iceland- Express-deildar karla eftir naum- an þriggja stiga sigur, 83-86, á Þór í gær. Þórsarar fengu tvö þriggja stiga skot til að jafna metin en þeim brást bogalistin. Fyrri hálfleikur var eign Þórs- ara. Barátta þeirra skeina úr hverju andliti og þeir ætluðu sér greinilega ekki snemma í sumar- frí. Þórsvörnin gerði mjög vel í að halda skyttum Keflvíkinga niðri og lítið flæði var í sóknarleik gest- anna. Þórsarar gengu á lagið og fóru með þrettán stiga forystu inn í hálfleikinn, 50-37. Síðari hálfleikur var æsispenn- andi. Keflvíkingar náðu að minnka muninn i fjögur stig fyrir síðasta leikhlutann og þegar níu mínútur voru eftir höfðu þeir jafnað leik- inn í 71-71. Um það leyti sem einn besti maður Þórs, Cedric Isom, fór út af með sína fimmtu villu kom- ust Keflvíkingar yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiks. Fimmta villa Isoms var vendipunktur í leiknum en Keflvíkingar gerðu vel í að sækja á hann og reyna að fiska hann út af. Keflvíkingum óx ásmegin eftir þetta og þegar mínúta var eftir voru þeir tveimur stigum yfir og með boltann. Þeir skoruðu eitt stig eftir langa sókn og á 10,8 sekúnd- um fengu Þórsarar tvö skot til að tryggja sér framlengingu. Boltinn rúllaði af hringnum í bæði skiptin og 86-83 sigur Keflvíkinga stað- reynd. „Þetta var mjög erfiður leikur. Þórsarar léku frábærlega og þeir voru mjög ákveðnir. Við erum gríðarlega sáttir við sigurinn. Það hjálpaði okkur að Isom fékk sína fimmtu villu því hann er frábær leikmaður. Þór er með gott lið en við vorum nokkuð heppnir,“ sagði Keflvíkingurinn Bobby Walker um leið og hann arkaði gegnum skafrenninginn á leiðinni í flug. Þjálfari Þórs, Hrafn Kristjáns- son, var ómyrkur í máli í leikslok. „Það var vitað að Keflvíkingar myndu saxa muninn í þriðja leik- hluta en ég hafði fulla trú á því að við myndum standa það af okkur. Það var áfall að missa Cedric út af en ég vil að það komi fram að sá sem kom inn fyrir hann, Bjarni Konráð, hefði ekki getað staðið sig betur við þessar aðstæður,“ sagði Hrafn. „Heilt yfir getum við ekki verið ósáttir með tímabilið. Ef við hefð- um verið með sambærilega styrk- ingu og önnur lið yfir allt tímabilið hefðum við kannski getað endað ofar og jafnvel náð heimaleikja- rétti gegn öðru liði. En Keflavík- urliðið er frábært og það kæmi mér ekki á óvart að sjá Keflavík og Snæfell berjast um titilinn,“ sagði Hrafn. - hþh Lokaskot Þórsara geiguðu Þórsarar fengu tvö tækifæri til að tryggja sér framlengingu í æsispennandi leik gegn deildarmeisturum Keflavíkur í gær. Það tókst ekki og Keflavík er þar með komið áfram. Vendipunktur leiksins var fimmta villa Þórsarans Cedric Isom. KOMNIR ÁFRAM Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson skorar hér tvö af fimmtán stig- um sínum í gær. PEDROMYNDIR/ÞÓRIR TRYGGVASON HANDBOLTI HK lyfti sér í annað sæti N1-deildar karla ásamt Fram þegar liðið lagði Stjörnuna, 25-29, í Mýrinni í gær. Stjarnan situr eftir í fimmta sæti tveimur stigum á eftir. Jafnræði var með liðunum framan af leik en undir lok fyrri hálfleiks náði HK tveggja marka forystu, 11-13. Leikurinn jafnaðist að nýju í upphafi síðari hálfleiks en lið HK var öflugra er leið á hálfleikinn og sigldi fram úr síðustu 8 mínútur leiksins og vann fjögurra marka sigur. Gunnar Magnússon var ánægður með baráttuna í sínu liði nú þegar lítið er í húfi eins og mótið hefur þróast. „Nú snýst þetta um að enda mótið með sæmd. Við förum pressulausir í leikina og reynum að hafa gaman af þessu. Ég var ánægður með karakterinn í kvöld. Bæði liðin lögðu sig fram í kvöld og betur en ég reiknaði með. Maður spyr sig núna hvort það vanti ekki úrslitakeppni í þetta. Deildin er búin og það eru sex leikir eftir. Menn spila upp á stoltið og heiðurinn en það er ekki mikið í húfi, það verður að segjast eins og er,“ sagði Gunnar. - gmi N1-deild karla í handbolta: HK í 2. sætið MARKINU LOKAÐ Egidijus Petkevicius, markvörður HK, reynir hér að verja frá Ragnari Helgasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.