Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 1
Viðvarandi verðbólga | Verð- bólga hefur eingöngu verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 18 mánuði af 84 við núverandi peningamálastefnu Seðlabankans. Þetta benti grein- ingardeild Glitnis á í síðustu viku á sjö ára afmæli flotgengis og verðbólgumarkmiðs. Málað svörtum litum | Seðla- banki Íslands gerði í vikulokin síðustu hóflega athugasemd við framsetningu Glitnis á framgangi peningamálastefnunnar. Verð- bólga mun nefnilega hafa verið innan vikmarka, milli eins og fjög- urra prósenta í 45 mánuði í árin sjö, rétt rúman helming tímans. Atlaga að Íslandi | Davíð Odds- son Seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans að til álita kæmi að gera alþjóðlega rann- sókn á því sem hann kallaði til- ræði við heilbrigð fjármálakerfi. Davíð sagði að nú stæði yfir atlaga óprúttinna aðila gegn íslenska rík- inu og innlendum bönkum. Hamé blessað | Tékkneska sam- keppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína yfir kaup ís- lenska fjárfestingarfélagsins Nordic Partners á tékkneska mat- vælafyrirtækinu Hamé. Gengið var frá kaupunum í byrjun ársins. Liðkað til á markaði | Sérstök útgáfa Seðlabanka Íslands á ríkis- bréfum upp á 7,15 milljarða króna í liðinni viku var talin geta liðkað lítillega til á vaxtaskiptamarkaði. Einnig er horft til áhrifa af útgáfu sérstakra „innstæðubréfa“ upp á allt að 50 milljarða króna í þess- ari viku. 142 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. janúar 2008 – 1. tölublað – 4. árgangur 12 F R É T T I R V I K U N N A R Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com bættu skorið...!!! nánar www.lausnir.is Óli Kristján Ármannsson skrifar Milestone ætlar að skrá fjármálaþjónustu sína á markað í Svíþjóð innan tveggja ára. Í opnuviðtali við Markaðinn segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, að í vali á kauphöll hafi verið horft til dýptar markaðarins, auk starfssvæðis og fyrirætl- ana um framtíðarvöxt fjármálaþjónustu innan sam- stæðu félagsins. Milestone færir allar íslenskar eigur félagsins undir sænska fjármálafyrirtækið Invik, sem þar með verður eignarhaldsfélag fyrir alla starfsemi sam- stæðunnar. Í framhaldinu verður Invik skráð í OMX Nordic Exchange kauphöllina í Stokkhólmi. Tíma- setning skráningarinnar hefur hins vegar ekki verið fastnegld. „Við metum það í samstarfi við okkar ráð- gjafa en stefnan hefur mjög ákveðið verið tekin á skráningu innan tveggja ára,“ segir Karl. Framtíðarvöxt samstæðunnar segir Karl vera utan landsteinanna, auk þess sem meirihluti fjárfestinga hennar sé erlendur. Og þótt Sjóvá sé vissulega íslenskt fyrirtæki og starfi hér á landi sé töluvert af fjárfest- ingum félagsins í erlendum verkefnum. Auk þess að horfa til framtíðarvaxtar og starfssvæðis segir Karl smæð markaðarins hér einnig spila inn í ákvörðunina um að skrá Invik fremur í Svíþjóð. Karl snertir einn- ig á málum tengdum lausafjárkreppunni á fjármála- mörkuðum, en fjárfestingar bankinn Askar Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Mile stone, er meðal fjármálafyrirtækja sem brenndu sig á fjárfesting- um í skuldabréfavöndlum tengdum undirmálslánum á bandarískum fasteignamarkaði. „Þetta voru hins vegar afurðir sem virtustu matsfyrirtæki heims voru búin að fara í gegnum og segja að væru jafn öruggar eignir og til dæmis skuldabréf bandaríska ríkisins. Spurningarnar sem vakna um mats fyrirtækin eru því kannski áleitnari en um þá sem tóku ákvarðanir um þessar fjárfestingar,“ segir hann. Þá segir Karl að færa verði Seðlabankanum vopn sem bíti í baráttu við verðbólgu og stingur upp á af- námi verðtryggðra lána og upptöku fljótandi vaxta á fasteignalán sem fylgi stýrivöxtum. Um leið telur hann að afnema eigi verndartolla og stuðla með því að lækkun á matarverðs og annarri verðhjöðnun. „Við höfum sjálf yfir að ráða þeim meðölum sem þarf til að lækka vöruverð og slá á þenslu og þurfum ekki Evrópusambandið til,“ segir hann. Sjá síðu 8-9 Milestone ætlar á markað í Svíþjóð Skrá á Invik, dótturfélag Milestone, í OMX-kauphöllina í Stokkhólmi innan tveggja ára. Lyf og heilsa verða seld. „Það er verið að kanna leiðir til að koma með erlent fjármagn inn í landið,“ segir Sturla Páls- son, yfirmaður alþjóðasviðs Seðla- bankans. Hann segir að vinna af þessu tagi verði að fá að hafa sinn gang áður en meira verði gefið upp um stöðu mála. Hann vill ekkert um það segja hvort leitað sé gjald- eyrisskiptasamninga, lánalína eða fjármögnunar af öðru tagi. Heimildir Markaðarins herma að rætt sé við seðlabanka Evrópu og aðra seðlabanka; öll mál séu í athugun í bankanum. Sturla vill ekkert segja um hvort leitað sé til evrópska bankans, breska eða bandaríska. „Tíminn er dýrmætur,“ segir Sturla, spurður hvenær niður- stöðu sé að vænta. Hann segist enn fremur ekkert geta sagt um hvaða kjör séu í boði. „Markaðir hafa verið erfiðir en ég get ekki útilokað að við fáum sæmileg kjör.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði á ársfundi Seðlabank- ans að bankinn kannaði hvort hann gæti unnið með seðlabönk- um í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir. Þeir starfa, auk Norðurlandanna, í Bretlandi og á evrusvæðinu. - ikh / Sjá síðu 2 og 6 Rætt við evrópska seðlabankann Seðlabankinn ræðir við erlenda seðlabanka. Markaðsaðstæður þykja erfiðar. Markaðsvirði Byrs sparisjóðs nemur nú tæpum 65 milljörðum króna miðað við gengi stofnbréfa. Eigið fé sjóðsins eftir sameining- una við Sparisjóð Norðlendinga nemur 57,5 milljörðum króna. Heildarstofnfé Byrs nemur 30,2 milljörðum króna. Síðustu viðskipti voru á genginu 2,15. Aðalfundur Byrs verður hald- inn næsta miðvikudag, en þar er á dagskrá tillaga um 44 pró- senta arðgreiðslu og úttekt á hluta- félagavæðingu hans. Verið er að ljúka verðmati og skiptalýsingu vegna hlutafélaga- væðingar Byrs, en samkvæmt heimildum Markaðarins er ólík- legt að því verði lokið fyrir fund- inn. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um tímasetningu skrán- ingar á markað þótt hennar verði varla langt að bíða eftir að breytt hefur verið um rekstrarform. - óká Markaðsvirðið rétt yfir eigin fé Í FORSVARI FYRIR BYR Jón Þorsteinn Jónsson stjórnarformaður og Ragnar Z. Guðjónsson, annar tveggja sparisjóðsstjóra Byrs sparisjóðs. MARKAÐURINN/PJETUR Konur og fjármagn Auður kvenna vex hratt Dagur í lífi Athafnakona með öndina í hálsinum Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Lánshæfismat Neikvæðar horfur ríkis og banka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.