Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Venjulegar einkaþotur eru allt of stórar fyrir tvo til þrjá. Það er bruðl,“ segir Einar Arnarsson, fram- kvæmdastjóri Accel Jet. Fyrirtækið hefur í bígerð að bjóða upp á leigu einkaþota, fyrir allt að fjóra, með haustinu. Leigu- þoturnar eru byggðar á nýrri tækni og eru úr sér- stökum léttmálmi, eyðslugrennri og mun ódýrari en hefðbundnar þotur. Þá er rúmlega helmingi ódýr- ara að leigja þær en venjulegar einkaþotur, að sögn Einars. Rekstur sem þessi er nýr af nálinni jafnt hér heima og í Evrópu. Svipaðar léttleiguvélar fóru fyrst í loftið í Bandaríkjunum á síðasta ári en stærsta fyrirtækið þar í landi, DayJet, ætlar að halda úti tvö þúsund vélum á næstunni. Accel Jet, sem ætlar að kynna starfsemi sína fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum á föstudag, hefur pantað nokkrar leiguvélar og er reiknað með að allt að tíu vélar verði í flugi undir merkjum fyrirtækisins hér heima og í Evrópu eftir þrjú ár. - jab G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka 1,1% -25,6% Bakkavör 4,7% -29,4% Exista -0,8% -47,3% FL Group -3,9% -56,5% Glitnir 1,5% -21,4% Eimskipafélagið -8,5% -33,3% Icelandair 2,5% -9,9% Kaupþing 7,9% -8,8% Landsbankinn 2,4% -16,6% Marel 3,7% -9,3% SPRON -1,6% -53,0% Straumur 4,8% -22,3% Teymi -2,1% -27,8% Össur 5,2% -5,9% Miðað við Kauphallarstöðu kl. 15:45 á þriðjudag. SPRON hefur tekið víkjandi lán að upphæð fimm milljarðar króna frá Kaupþingi, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær. Lánið er til tíu ára og segir Valgeir M. Baldursson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, lánakjörin ásættanleg markaðskjör, miðað við stöðuna á fjármálamörkuðum. Víkjandi lán eru lán sem flokkast sem eigið fé fyrirtækja og víkja fyrir öðrum skuldbindingum. „Með þessu styrkjum við eigin- fjárstöðu SPRON,“ segir Valgeir og bætir við að þar á bæ, sem víðar, séu menn uppteknir af því að enn sjái ekki alveg til lands í því ástandi sem plagar fjármála- markaði. „Þetta er hins vegar alls ekki í neinu fáti gert heldur til að styrkja stöðuna og hafa enn lengra þol en annars væri.“ - óká Kaupþing lánar SPRON Fá fimm milljarða króna víkjandi lán til tíu ára. Ingimar Karl Helgason skrifar „Ég átti satt best að segja von á því að tilkynnt yrði um að unnið væri að lántöku og að tilkynnt yrði um einhvers konar gjaldeyrisskiptasamninga,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Ís- lands, um ársfund Seðlabankans sem haldinn var á föstudag. Standard & Poor‘s hefur nú breytt horfum í láns- hæfi ríkissjóðs vegna langtímaskuldbindinga í nei- kvæðar, vegna skorts á upplýsingum um hvern- ig brugðist verði við efnahagsástandinu. Sama gerir Fitch Ratings, sem segir að þrátt fyrir að ríkissjóður Íslands sé sterkur og skuldlaus sé stærð fjármálakerfisins nálægt 900 prósentum af þjóðar framleiðslu. Þetta undirstriki mikilvægi þess að stjórnvöld útlisti viðbrögð sín við hugsan- legri bankakreppu, sem sýni styrk og endurveki traust á íslensku bönkunum. Jafnframt áréttar Fitch að ríkissjóður hafi fjölda kosta til fjármögnunar. „Það var erfitt að finna betri vettvang fyrir Seðlabanka og stjórnvöld til að koma á fram- færi hugsanlegri greiningu sinni á vandræðum á fjármálamörkuðum. Jafnframt hefði ársfundur- inn verið kjörinn vettvangur til að kynna aðgerð- ir,“ segir Þórólfur Matthíasson, um ársfundinn. Hins vegar hefði hvorki í máli forsætisráðherra né Seðlabankastjóra verið að finna skarpa greiningu á ástandinu né nákvæmrar útlistunar á aðgerðum. „Vísað er til þess að ríkissjóður muni koma bönk- unum til bjargar án þess að fjallað sé um það í hvaða formi slík björgun yrði,“ segir Þórólfur. „Þetta staðfestir það sem við höfum sagt um að það liggi á að stjórnvöld kynni úrræði til að tryggja aðgang fjármálakerfisins að lausafé í erlendri mynt og styrki gjaldeyrisforðann. Hver dagur skiptir máli, því staðan getur breyst mjög fljótt, eins og matsfyrirtækin benda á,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Lands- bankans, sem bindur vonir við að tilkynning berist frá stjórnvöldum í þessari viku. Fitch Ratings hefur einnig breytt horfum á láns- hæfismati Kaupþings, Glitnis og Landsbanka í nei- kvæðar. Fram kemur í tilkynningu til Kauphall- arinnar að minnkandi traust á íslenskum bönkum geti aukið áhættu á ófyrirsjáanlegum samdrætti í lausafé, enda þótt lausafé bankanna þriggja sé full- nægjandi eins og er. Þá minnki gæði eigna, rekstrar- árangur verði neikvæður og hætta á harðri lend- ingu í hagkerfinu aukist, lækki gengi krónunnar skarpt. Í tilkynningunni segir að Fitch telji engu að síður að bankarnir þurfi ekki að sækja fé á fjármagns- markaði á næstu mánuðum og grunnrekstur þeirra sé traustur. Verri horfur vegna skorts á upplýsingum Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur breytt horfum á láns- hæfismati ríkisins í neikvæðar. Sama hefur matsfyrirtækið Fitch Ratings gert, bæði gagnvart ríkinu og bönkunum. „Útlánin voru nokkru minni en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta fjórðungi ársins og lausafjárstaða sjóðsins er góð,“ segir Guðmund- ur Bjarnason, forstjóri Íbúðalána- sjóðs. Sjóðurinn segist í tilkynningu til Kauphallarinnar ekki munu gefa út nein ný íbúðabréf á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er þvert á áætlanir sjóðsins. Þar var gert ráð fyrir að íbúðabréf fyrir á bilinu ellefu til þrettán milljarða króna yrðu gefin út á fyrsta fjórðungi. „Við erum ekki að fella þetta niður,“ segir Guðmundur, „þetta færist líklega yfir á annan fjórð- ung, en við birtum áætlun um þetta, væntanlega í vikunni.“ - ikh Íbúðalánasjóður frestar útboðinu Úrvalsvísitalan í Kauphöll Ís- lands lækkaði mest allra vísi- talna í þróaðri löndum á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk á mánu- dag. Mest féllu bréf í Iceland- ic Group, FL Group og SPRON á tímabilinu. Úrvalsvísitalan féll um 20,1 samanborið við sjö prósenta fall C-20-vísitölunnar í Kaupmanna- höfn. Þá féll Dax-vísitalan í Þýskalandi um nítján prósent, sem jafnframt er næstmesta fallið á eftir úrvalsvísitölunni. Ólíkt öðrum vísitölum vegur hlutfall fjármálafyrirtækja þungt, um 80 prósent, í íslensku vísitöl- unni og líkist hún meira fjármála- vísitölu en blandaðri vísitölum. Fjármálafyrirtækin hafa einmitt komið verst út úr niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum víða um heim og skýrir það fall vísitölunn- ar að mestu leyti. - jab MIÐLARAR AÐ STÖRFUM Úrvalsvísi- talan féll um tuttugu prósent á fyrsta fjórðungi ársins, sem er mesta lækkunin á þróaðri mörkuðum. MARKAÐURINN/VALLI Úrvalsvísitalan lækkaði mest EINAR ARNARSSON Fyrirtækið Accel Jet stefnir að því að leigja smáar, léttar einkaþotur með haustinu. MARKAÐURINN/ANTON Ódýrar létteinkaþotur í loftið í haust Eigendur 44,2 prósenta hlutafjár í Skiptum, móðurfélagi Símans, höfðu í gærmorgun tekið yfir- tökutilboði Existu í félagið. Exista á fyrir 43,7 prósent hlut í Skiptum. Sé hann talinn með hefur félagið því tryggt sér 87,9 pró- senta hlut og þarf aðeins 2,1 pró- sent til viðbótar áður en Exista getur krafist þess að aðrir hlut- hafar selji hluti sína. Utanþingsviðskipti voru með bréf í Existu upp á rúman 21,6 milljarð króna í Kauphöll Íslands skömmu eftir hádegi í gær. Yfir- tökutilboðið gildir til 26. maí. - jab Exista færist nær markinu FORSÆTISRÁÐHERRA OG SEÐLABANKASTJÓRI Á árs- fundi Seðlabankans. Prófessor við Háskóla Íslands telur að þá hefði verið upplagt tækifæri til að kynna aðgerðir. Yfirmaður Greiningardeildar Landsbankans vonast eftir tilkynningu stjórn- valda í þessari viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.