Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 10
 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● tækni og afþreying 3G hefur opnað ýmsa mögu- leika fyrir farsímanotendur, sem geta nú skoðað netið í símanum, lesið tölvupóst og spjallað á MSN. Þar að auki er sífellt verið að kynna spenn- andi nýjungar sem nýta má með 3G. „Munurinn á GSM og 3G er sá að GSM er farsímakerfi til að hringja símtöl og svo bættist SMS þjón- ustan við það á sínum tíma. 3G er bæði farsíma- og netkerfi og þar liggur mismunurinn í tækninni,“ segir Liv Bergþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nova, og bætir við að 3G sé uppfærsla á GSM-kerfun- um og muni taka við af þeim, sem sé eðlileg þróun. „3G-tækninni má líkja við ADSL þegar það kom fyrst, en þá urðu notkunarmöguleikar netsins meiri. Hraðinn jókst með ADSL, hægt var að horfa á sjónvarp og lifandi efni á netinu, sem í raun var óger- legt áður,“ útskýrir Liv og bætir við: „3G fylgir að sama skapi auk- inn hraði og netnotkun í farsíma- þjónustu er möguleg. Þróunin í far- símakerfunum er því sams konar og á netkerfunum. Nýtt er það að þú getur nánast gert allt í símann sem þú getur í tölvunni þinni.“ Liv bendir á að með 3G sé til dæmis hægt að skoða netsíður í farsímanum og lifandi efni eins og sjónvarpsefni – fréttir, tónlistar- myndbönd og fleira – og sýnishorn úr kvikmyndum, en það sé helsta byltingin. „Sjónvarpsþjónustan er vinsælust í dag, þótt margir fái tölvupóst sendan í símann og hafi þar MSN.“ 3G hefur að auki opnað fyrir alls kyns aðra möguleika að sögn Liv. „Með tilkomu 3G er hægt að kom- ast á netið hvar sem er í fartölvu. Til er svokallaður 3G-pungur, sem er lítið og meðfærilegt tæki, sem er stungið í USB-tengi á tölvunni og við það næst netsamband. Teng- in virka hvar sem er, svo lengi sem farsímasamband næst.“ Liv nefnir aðra og ekki síður spennandi nýjung sem nýtist með 3G, hið svokallaða Auga. „Augað er myndavél sem komið er fyrir á tilteknum stað, til dæmis í sumar- bústaðnum. Síðan er hægt að hringja úr farsímanum í Augað, en með því móti er hægt að sjá í farsímanum það sem Augað sér,“ segir hún og bætir við að mynd- símtöl séu einnig skemmtileg nýjung. Þá er til dæmis hægt að hringja í krakkana frá útlöndum og tala ekki aðeins við þá heldur einnig sjá. „Flestir nýir farsímar eru líka 3G-símar, þannig að þegar far- síminn er endurnýjaður er um að gera að spyrja hvort hann sé ekki örugglega 3G,“ segir Liv og bætir við að þjónustan sé þar að auki sáraeinföld. „Fólk trúir varla hversu einfalt og handhægt þetta kerfi er.“ - mmr Meiri bylting en fólk telur Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir 3G mun auðveldari í notkun en margir geri sér grein fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pungurinn gerir fólki kleift að fara á netið, þar sem farsímasamband er fyrir hendi. Augað er áhugavert öryggistæki, sem eru nýjung sem nota má með 3G. 1. Gran Turismo 5: Prologue (PS3) 2. Tom Clancy’s Rainbow Six: Vegas 2 (PS3/XBOX360/PC) 3. Mario & Sonic at the Olympic Games (Wii/NDS) 4. Pro Evolution Soccer 2008 (PS3/ PS2/PSP/PC/XBOX360/Wii/NDS) 5. Guitar Hero III: Legends of Rock (PS3/PS2/PC/XBOX360/Wii) 6. Sega Superstar Tennis (PS3/PS2/ XBOX360/Wii/NDS) 7. Call of Duty 4: Modern Warfare (PS3/PC/XBOX360/NDS) 8. Fifa 08 (PS3/PS2/PSP/PC/ XBOX360/Wii/NDS) 9. Army of Two (PS3/XBOX360) 10. Command & Conquer 3: Kane’s Wrath (PC) TÖLVULEIKIR Hljodbok.is er fjögurra ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð og útgáfu hljóðbóka á geisladiskum fyrir almennan markað. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma hljóðbókunum á mp3-form á netinu. „Til stendur að hefja sölu á hljóðbókum á netinu, en það ætti að skýrast með vorinu. Þá getur fólk farið á netið og stótt hljóðritað- ar bækur og sett þær í mp3-spilarann sinn,“ segir Gísli Helgason, hjá útgáfufyrirtækinu hljodbok.is/hljóðvinnnslunni, sem varð til þegar rekstri á hljóðveri Blindrafélags- ins var hætt fyrirvaralaust árið 2003. Fyrirtækið gefur bæði út efni á eigum vegum sem og annarra. Að sögn Gísla hefur fyrirtækið langa reynslu af upptöku hljóðbóka. „Við höfum unnið að gerð og útgáfu hljóðbóka í mörg ár og höfum mikla reynslu af að hljóðrita talað mál. Enda erum við með sérstaklega vandað hljóðver og tækjabúnað sem er sniðinn fyrir slíka framleiðslu. Það getur hver sem er leit- að til hljodbok.is sem vill láta hljóðrita fyrir sig efni,“ segir hann og bætir við að mikil áhersla sé á að hafa hljóðupptökurnar sem allra bestar. Enda beri að vanda jafn mikið til gerðar hljóðbóka og þeirra prentuðu. „Allar okkar hljóðbækur eru til á geisla- diskum og höfum við gefið út tuttugu titla síðan hljodbok.is var stofnuð. Úrval bókanna má sjá á hljodbok.is. Við reynum alltaf að bæta úrvalið og helst það í hendur við að ná sammningum við útgefendur og höfunda um útgáfu á hljóðbókum,“ segir Gísli og bætir við að að framtíðin liggi í stafrænu formi. Til marks um það gaf fyrirtækið meðal ann- ars nýverið út Njálu bæði á tólf diskum og á mp3-formi. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem nýta sér stafrænt form í bókum og öðrum textum og þá þróun er ekki hægt að stöðva,“ segir Gísli. - mmr Njála beint af netinu í mp3-spilarann Gísli Helgason, hjá hljodbok.is, hefur áralanga reynslu af gerð hljóðbóka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dæmi um bækur sem hægt er að fá á geisladisk- fomi hjá hljodbok.is, sem ætlar að hefja sölu á bókunum á netinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.