Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 17
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 Ú T T E K T KARL WERNERSSON STJÓRNARFORMAÐUR MILESTONE Hjá Milestone er nú unnið samkvæmt tveggja og hálfs árs áætlun sem lagt var upp með um mitt síðasta ár. Unnið er að stórfelldum skipulagsbreytingum hjá félaginu og sókn inn á norrænan fjármálamarkað. MARKAÐURINN/GVA ggar eignir og segj- éf bandaríska ríkis- arnar sem vakna um matsfyrirtækin eru því kannski áleitnari en um þá sem tóku ákvarð- anir um þessar fjárfestingar.“ Matsfyrirtækin segir Karl jafn- framt mega bera nokkra ábyrgð á því skuldatryggingarálagi (CDS) sem íslensku bankarnir mega nú búa við á skuldabréfaútgáfu sína með hringlandahætti í einkunna- gjöf á lánshæfi bankanna. „Bank- arnir hafa farið á einu ári úr AAA í A- og allar svona sveiflur gera ekki annað en draga úr trú og vekja ótta sem verður til þess að menn vilja fara út úr lánum. Það versta sem fjármálageirinn veit eru breytingar, hann er í eðli sínu íhaldssamur og vill hafa hlutina í sínum föstu skorðum. Allar svona breytingar setja markaðinn í upp- nám og við sem lítið hagkerfi, fremur neðarlega í öryggisstigan- um í Evrópu, lendum ekki alltaf vel í þessu.“ MEÐ ÚTREIKNINGANA Á HREINU Karl Wernersson segir tæpast hægt að sakast við fjárfesta að hafi lagt peninga í skuldabréfavafninga sem fengið höfðu AAA lánshæfiseinkunnir frá alþjóðlegum matsfyrirtækjum, enda séu það hæstu ein- kunnir sem alla jafna sé ekki útdeilt nema til vel stæðra þjóð- ríkja. MARKAÐURINN/GVA um bankana SAUÐFÉ Á BEIT Fella þarf niður tolla af landbúnaðarvörum til að hér lækki vöruverð. Karl Wernersson segir ljóst að tollarnir myndu þurfa að hverfa kæmi til inngöngu landsins í Evrópusambandið og spyr hvers vegna ekki sé strax gripið til þessa ráðs. MARKAÐURINN/JÓN SIGURÐUR „Við höfum sjálf yfir að ráða þeim meðölum sem þarf til að lækka vöruverð og slá á þenslu og þurfum ekki Evrópu- sambandið til,“ segir Karl Werners son og bendir á að í innkaupakörfu heimilanna séu landbúnaðarafurðir 46 prósent af matvælum. „Og hver ákveður verðið á þeim? Jú, íslensk stjórn- völd,“ segir hann og spyr hvers vegna hér séu ekki felldir niður tollar, enda sé niðurfelling tolla og vörugjalda helsta ástæða þess að matarverð lækki við inngöngu í Evrópu sambandið. „Þá yrðu felldir niður vernd- artollar og hægt að flytja inn kjúklinga frá Evrópu.“ Enn fremur telur Karl að ekki þurfi að koma til Evrópusam- bandsaðild til að hér náist að lækka vexti til jafns við það sem gerist í útlöndum. „Seðla- bankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn og hækka greiðslubyrði heimila og fyrir- tækja til að draga úr umsvif- um þeirra og þar með þenslu í hagkerfinu.“ Hann bendir hins vegar á að greiðslubyrði heim- ilanna ráðist fyrst og fremst af húsnæðislánum og á þau hafi stýrivextir bankans engin áhrif. Þá hafi verðbólguskot nánast engin áhrif þar á heldur. „Af því vextirnir eru verðtryggðir fær fólk vaxtahækkunina lánaða til langst tíma, en ef lánin væru með nafnvexti sem fylgdu vöxt- um Seðlabankans væri stað- an allt önnur. Raunveruleikinn er sá að vaxtahækkanir Seðla- bankans hafa ekki áhrif á einn stærsta útgjaldalið heimilanna. Karl segir skipulag fasteigna- markaðar hér og aðkomu Íbúða- lánasjóðs því gera það að verk- um að hagstjórnartæki Seðla- bankans, sem eigi meðal annars að hafa áhrif á einkaneyslu, ekki virka sem skyldi. „Nokkurra þúsunda króna hærri vaxta- reikningur á mánuði vegna verðtryggingar breytir litlu um neyslumynstur fólks til langs tíma,“ segir hann og bendir um leið á að viðvarandi viðskipta- halli valdi líka þrýstingi á gengi krónunnar. „Og viðskiptahallinn stafar ekki bara af fjárfestingu heldur líka að stórum hluta af einkaneyslu. Fyrr en við getum verið hér með hagstjórnartæki sem koma við buddu hins al- menna launamanns virka hag- stjórnartækin ekki.“ Karl slær fram sem áhuga- verðum valkosti til lausnar á efnahagsvandanum afnámi verðtryggingar lána og upp- töku fljótandi vaxta á íbúða- lán. Karl leggur að sama skapi áherslu á að greint verði á milli almennrar húsnæðislánastarf- semi til fólks með góðar tekj- ur sem bankarnir eru fullfær- ir um að sinna og hins vegar þeirrar stefnu að styðja efna- minna fólk til þess að eignast eigið húsnæði. „Þannig mætti nota Íbúðalánasjóð til að að- stoða þá sem ekki ráða sjálfir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið en ekki þannig að allir landsmenn njóti niðurgreiddra íbúðavaxta. Íbúðalánasjóður á að fullnægja brýnum þörfum efnaminna fólks en ekki ýta undir aukna eyðslu þeirra sem hafa nóg á milli handanna.“ Með því að fella niður tolla, bæði á landbúnaðarvörur og annan varning þar sem ríkið fái ráðið, og beita hagstjórnar- tækjum sem virki segir Karl að hér mætti ná niður verðbólgu og þá væri hægt að lækka hér vexti til jafns við það sem ger- ist í Evrópu. „En auðvitað er það mikilvægast að hið opin- bera gangi alltaf á undan með góðu fordæmi og dragi úr út- gjöldum sínum til að draga úr þenslu í hagkerfinu.“ MEÐ HÖND Á LAUSNINNI Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir ljóst að hér þurfi að grípa til aðgerða til að auka virkni peningamála- stefnunnar. MARKAÐURINN/GVA Evrópusambandið er ekki svarið Fyrir liggur til hvaða ráða þarf að grípa til að ná hér tökum á verðbólgu og slá á eftirspurnar- þenslu. Karl Wernersson leggur til afnám verð- tryggingar og fljótandi vexti á íbúðalán, um leið og slegnir yrðu af verndartollar. hluti fjárfestinga samstæðunnar er erlendur og að uppbygging á starfseminni mun fyrst og fremst eiga sér stað erlendis,“ segir hann og kveður það hvort heldur sem er eiga við um erlendu fyrirtæk- in sem starfa í Svíþjóð og Lúxemborg, eða fjárfest- ingarbankann Aska Capital. „Nánast 100 prósent tekna þessara félaga eru í erlendri mynt. Sjóvá er hins vegar vissulega íslenskt fyrirtæki og starfar hér á landi þótt töluvert af fjárfestingum félags- ins sé í erlendum verkefnum.“ Auk þess að horfa til framtíðarvaxtar og möguleika félagsins segir Karl smæð markaðarins hér einnig hafa spilað inn í ákvörðunina um að skrá Invik fremur í Svíþjóð. „Þarna skiptir máli dýpt markaðarins og seljanleiki bréfanna. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er til- tölulega grunnur og færri stórir þátttakendur en á sænska markaðnum.“ ÁKVÁÐU BREYTINGARNAR FYRIR KREPPU Í kjölfar færslu íslenskra eigna Milestone undir Invik í Svíþjóð er að sögn Karls unnið að frekari breytingum sem tengjast fyrirhugaðri markaðs- skráningu Invik. „Í dag er lyfjatengd starfsemi ekki nema tæp fjögur prósent af efnahagsreikningi samstæðunnar en þar liggja rætur félagsins vissu- lega þótt félagið sé mjög rækilega búið að færa sig yfir á nýtt svið. Fyrir liggur að í tengslum við umbreytingu félagsins þurfum við með einum eða öðrum hætti að finna fjárfestingum okkar í lyfja- starfseminni varanlegan stað. Í skráningarferli skiptir máli að auðvelt sé að útskýra gjöld og tekj- ur, rekstur og fjárfestingar. Í því markmiði höfum við því ákveðið að selja starfsemi Lyfja og heilsu út úr samstæðunni og munum við bræður ásamt fleiri fjárfestum kaupa þann rekstur.“ Karl segir þetta mikilvægt vegna þess að krafan um gagnsæi, skiljan leika og skýrar áherslur sé mjög rík. Núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum, lausa- fjárkreppu, stöðu krónunnar og lækkanir á verði hlutabréfa, segir Karl ekki spila inn í ákvörðun- ina um að skrá félagið á markað í Svíþjóð frem- ur en hér á landi, enda hafi ákvörðun um að stefna að skráningu ytra verið tekin á miðju síðasta ári, áður en kom til áhrifa af undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum. „Auðvitað finnum við fyrir því núna eins og aðrir að órói er á markaði og erfitt með endurfjármögnun, en við höfum gert ráðstafanir til að lágmarka áhættu okkar,“ segir hann og bætir við að tímanlega hafi þurft að fara í undirbúning þeirra breytinga sem nú eru hafnar hjá félaginu, sér í lagi vegna samstarfs við fjármálaeftirlit þeirra landa þar sem fyrirtæki Milestone starfa. „Við gerðum í fyrra um þetta verkefni verkáætlun til tveggja og hálfs árs og höldum henni mjög vel.“ Þá segir Karl gaman frá því að greina að stjórn- endateymi Milestone hafi verið óbreytt í nokkur ár, en það skipti gríðarmiklu þegar farið sé með fyrirtæki í jafnörar breytingar. „Að sama skapi hefur okkur auðnast að halda öllu stjórnenda- teyminu í Invik og erum við þar með mjög öflugan hóp framkvæmdastjóra. Að sama skapi nýtur for- stjóri Invik mikils trausts á sænskum markaði.“ Til marks um það bendir Karl á að forstjóri Invik hafi verið kosinn stjórnarformaður Carnegie fljótlega eftir að Invik eignaðist tíu prósenta hlut í Carneg- ie. „Stjórnarformaður í sænsku hlutafélagi er eftir atvikum valdameiri en maður í sömu stöðu hér og fyrir okkur var þetta því mjög jákvætt skref.“ Karl segir Carnegie þó ekki koma í stað Glitnis í framtíðaráætlunum félagsins, enda ekki félag sem láni út á sterkan efnahag líkt og Glitnir geri. „Við höfum enda ákveðið að starfa áfram með Glitni og það hefur aldrei borið neinn skugga á það sam- starf. Þar höldum við líka sjö prósenta eignar- hlut í samstarfi við viðskiptafélaga okkar, Einar Sveinsson og fjölskyldu, og höfum lýst því yfir að við munum ekki selja þennan hlut á þessu ári. Við höfum átt mjög gott samstarf við Glitni og erum mjög ánægð með þjónustu bankans og þekkjum styrk hans vel.“ tal í Búkarest í Rúmeníu í

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.