Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Ég verð að viðurkenna að ég botna lítið í dúddunum frá Bír Störns og vogunarsjóðunum fjór- um að westan sem komu hingað í vísindaferð í byrjun árs undir því yfirskini að kynna sér ís- lenskt efnahagslíf. Eins og allir muna eftir sem einhvern tíma hafa stigið yfir þröskuldinn á Há- skóla Íslands þá eiga vísindaferð- ir lítið skylt við háskólanám og aukna þekkingu – nema ef vera skyldi á mismunandi áfengisteg- undum og því hversu miklu er hægt að hella í sig áður en við- komandi dettur út. Á háskólaárunum var ég hrók- ur alls fagnaðar, skipulagði vís- indaferðir í ráðuneytin, bankana og borholu 13 nærri því hverja einustu helgi og raðaði í mig misgöróttum drykkjum. Borhol- an verður að teljast eftirminni- legasti staðurinn enda sjaldan sem ylvolgu vatni hefur með- vitað verið blandað út í romm- ið mitt. Í vísindaferðunum hellti háskólastúdentinn ég gratís í mig frá miðjum degi og inn í nóttina og vaknaði – ef allt gekk eftir – skelþunnur með skólasystur úr rekstrarhagfræði III eða hvað þetta heitir orðið í dag. Svona voru vísindaferðirnar í den og ég reikna ekki með því að þær hafi breyst á nokkurn hátt. Fjármál tengdust ferðunum ekkert þá og ég geri ekki ráð fyrir að það ger- ist í dag. Áfengi og peningar fara einfaldlega ekki saman. Nema í dag heita þessir túrar vinnuferðir. Þær eru farnar helst út fyrir landssteina svo maður skandalíseri ekki í námunda við kunnuga. En sveimérþá. Ekki veit ég til þess að dúddarnir frá Bír Störns hafi farið í vísindaferð í nokkurn banka þegar þeir komu hingað í ársbyrjun. Samt þykjast þeir búa yfir þekkingu á landi og þjóð. Ef ég þekki svona lið rétt þá hafa þeir gert lítið annað en að sitja yfir öli eða eyðilagt ágætt vískí með kóki á 101 eða álíka stað og spjallað við gesti. Kannski skrönglað upp á Lauga- veg en drifið sig til baka með hjartað í brókunum eftir sprey- brúsaárás á miseigulegar bygg- ingar. Haldið kannski í ölvím- unni að þeir hafi villst inn í Bronx. Nú eða Kasakstan, sem er land villimanna, ef marka má þekkingu Bandaríkjamanna á erlendum þjóðum. Og auðvitað urðu þeir að skrifa skýrslu um málið. Yfirmennirnir hafa ekki tekið annað í mál. Auðvitað best að vinna slíkt yfir meira öli. Að öðru leyti hef ég ekkert um málið að segja. Hins vegar finnst mér lítið koma til kvart- ana seðlabankastjórans um árás á krónuna. Ef eitthvað er hægt að græða – og það má vissulega gera með sveiflum krónunnar – þá finnst mér ekkert að því. Já, ekki stend ég í þessu til að tapa. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Vísindaferðir Auglýsingasími – Mest lesið FL GROUP hf. birti í gær, þriðjudaginn 1. apríl 2008, verðbréfa- lýsingu og samantekt á ensku undir heitinu „Share securities note“ og „Summary“. Verðbréfalýsingin og samantektin eru gefnar út rafrænt á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Verðbréfalýsingin og samantektin eru gefnar út í tengslum við hækkun hlutafjár félagsins. Hækkunin nemur 3.659.265.291 nýjum hlutum og er hver hlutur 1 kr. að nafnverði. Hlutirnir eru í sama flokki og þegar útgefnir hlutir FL Group hf. Hlutirnir voru útgefnir Baugi Group hf. á genginu 14,7 krónur hver hlutur sem endurgjald fyrir hlutabréf og forgangshlutabréf í fasteignafélögum og fasteignasjóðum í eigu Baugs Group hf. auk hluthafalána sem veitt höfðu verið sumum af fasteigna- félögunum og fasteignasjóðunum. OMX Nordic Exchange Iceland hf. hefur samþykkt verðbréfa- lýsinguna og samantektina. Verðbréfalýsingin og samantektin eru vegna töku 3.659.265.291 nýrra hluta í FL Group hf. til viðskipta á Aðalmarkað OMX Nordic Exchange Iceland hf. þar sem átt eru viðskipti með hluti félagsins undir auðkenninu „FL“. Gert er ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta þann 2. apríl 2008. Útgáfudagur verðbréfalýsingarinnar og samantektarinnar er 31. mars 2008 og birtingardagur hennar þriðjudagurinn 1. apríl 2008. Verðbréfalýsingin og samantektin eru í gildi næstu tólf mánuði frá útgáfudegi. Vilji menn nálgast útprentað eintak af rafrænu útgáfunni á þeim tíma er hægt að fá slíkt afrit hjá félaginu að Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Reykjavík, 2. apríl 2008 FL Group hf. FL GROUP HF., Síðumúla 24, 108 Reykjavík, Íslandi. kt. 601273-0129 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 1 7 Útgáfa verðbréfalýsingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.