Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Skútuvogur 1 Reykjavík Til sölu eða leigu Stærð: 347 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 1992 Brunabótamat: 43.050.000 Bílskúr: Nei Verð: 70.000.000 RE/MAX Lind kynnir; Skútvog 1 F um er að ræða tvö jafnstór bil 173,7 (samtals 347,4)annað er á jarðhæð með innkeyrsludyrum og er tilvalinn sem lager. Efri hæðin er í dag innréttuð sem skrifstofa. Lýsing efri hæðar: gólfefni , náttúrusteinn á forstofu annars er parket. Tvær stórar skrifstofur eru á efri hæð ásamt góðri og stórri mótttöku. Eignin er laus nú þegar og bilin seljast saman sem ein heild. Jafnvel skoðar eigandinn að leigja eignina ti langstíma. Opið hús?.. RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - Lind Þórarinn Jónsson Lögg. fast. hdl. Gylfi Gylfason Sölufulltrúi thorarinn@remax.is gylfi@remax.is Páll Guðmundsson Sölufulltrúi pallb@remax.is www.remax.is 693 4085 861 9300 Gylfi Gylfason Sölufulltrúi gylfi@remax.is 693 4085 „Staðreyndin blasir við. Konur í stjórnum fyrirtækja eru allt of fáar,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra í setningarræðu sinni á náms- stefnu um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja á föstu- dag. Hann útilokaði ekki beit- ingu lögbundins kynjakvóta. Slíkt yrði þrautalending. Halla Tómasdóttir, starf- andi stjórnarformaður fjárfesting- arsjóðsins Auðar Capital, sagði auð kvenna aukast um allan heim. Nær helmingur fjármagns í hinum vest- ræna heimi væri í þeirra eigu og stefndi í að meirihluti auðkýfinga í Bretlandi yrði konur eftir tólf ár. Aðalræðumaður náms- stefnunnar var Karin Forseke. Hún sagði að byggja yrði upp sjálfs- traust kvenna svo þær treystu sér að gegna ábyrgðarstöðum í fyrir- tækjum. „Þær styðjast við það sem þær vita best og myndu aldrei fjár- festa í því sem þær skilja ekki,“ sagði hún og vísaði til flók- inna fjármálagjörninga á borð við skuldabréfavafninga sem tengj- ast bandarískum fasteignalánum. „Þar sem þær fjárfesta er árang- urinn betri en karla,“ sagði hún. - jab Konur skila betri árangri „Ungar konur sem vilja ná langt verða að fara eftir leikreglum karla. Ég gerði það sjálf. Það var eina leiðin og ég fékk það sem ég vildi,“ segir Karin Forseke, fyrr- verandi forstjóri sænska fjár- festingarbankans Carnegie. Hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna slíkri stöðu í heiminum og situr í stjórn breska fjármálaeft- irlitsins. Forseke hélt erindi um konur, fjármagn og fyrirtæki á náms- stefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- anna á föstudag. „Konur geta auðvitað leikið eftir reglum karla. Leikurinn hefur reyndar í rás sögunnar ávallt verið á forsendum karla, sem ég tel sorglegt,“ segir og hún bendir á að árangursríkara sé að kynin setji reglurnar til jafns. Ástæðu þess að leikreglurn- ar séu að mestu leyti óbreytt- ar í dag segir Forseke liggja í peningum og völdum. „Konum finnst óþægilegt að blanda þessu saman. Ég held reyndar að þetta sé að breytast. En þróunin er hæg. Þetta er spurning um sjálfs- traust kvenna,“ segir hún. - jab FRÁ NÁMSSTEFNUNNI Karin Forseke, sem hér situr á milli Höllu Tómasdóttur og Þórönnu Jónsdóttur frá Auði Capital og er fyrst kvenna í heiminum til að stýra fjárfestingarbanka, segir árangur kvenna af fjárfest- ingum betri en karla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Konur fara eftir leikreglum karlanna VIÐSKIPTA- RÁÐHERRA Björgvin G. Sigurðsson Vala Georgsdóttir skrifar Þegar ímynd og markmið hald- ast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjár- málafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðan- ir neytenda ómeðvitaðar,“ nefn- ir Hallgrímur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvís- tölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknar- aðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Busin- ess School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsan- ir til að geta greint hvaða þætt- ir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hall- grímur á. Íslensku sparisjóðirnir saman- standa af þremur fjármála- fyrirtækjum sem eru Sparisjóð- urinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyr- irtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu spari- sjóðirnir bestu umsögnina. Glitn- ir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóð- irnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbygg- ingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinning- inn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyr- irtæki bjóði „hvern sem er vel- kominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdótt- ir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Spari- sjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víð- tæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virk- an þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teikni- stofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota stað- föst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Spari- sjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heima- markaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaup- þing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og spari- sjóðanna hinsvegar endurspegl- ast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóður- inn er ágætis dæmi um fjármála- fyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstakling- um fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytend- ur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndar vísitölu bankanna þetta misserið. Ímynd og sparisjóður Ímyndarvísitala bankanna er mæld tvisvar á ári. Í síðustu mælingu styrktist staða íslensku sparisjóðanna mest milli ára. GLUGGAÐ Í TÖLURNAR Á BAK VIÐ ÍMYNDINA Mikilvægt er að nota staðföst skila- boð í markaðsstarfi, að sögn þeirra Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, forstöðukonu á mark- aðssviði Sparisjóðsins, og Höllu Helgadóttur, hjá auglýsingastofunni Fíton. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.