Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 24
21,2 12,69 155milljarðar króna er veltan með bréf í Glitni á mánudag. Viðskiptin tengjast að mestu framvirkum samningum. prósent er hluturinn sem FL Group seldi í Finnair á mánudag. Félagið var stærsti hluthafinn á eftir finnska ríkinu í flugfélaginu. milljarðar króna er sú upphæð sem bankarnir eru sagðir hafa hagnast um á gengisfalli íslensku krónunnar að undanförnu að sögn breska blaðsins The Times. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bank- ans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bank- ans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Uppsagnir Icelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hlut- hafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á mark- aðnum hefur verið sá að hlut- ur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síð- ustu daga, en bréf félagsins hafa lækk- að um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrir- tæki fyrir horn. Fjármögnun á yfirdrætti Við stöndum upp úr Markaðurinn, viðskiptablaðFréttablaðsins, er með 55% meiri lestur en Viðskiptablað Morgunblaðsins miðað við 20–45 ára en 46% meiri lestur miðað við 25–49 ára.skv . k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 .j an . 2 00 8 20–45 ára 29,1% 18,7% M ar ka ðu rin n V ið sk ip ti – M or gu nb la ði ð 25–49 ára 33,0% 22,6% M ar ka ðu rin n V ið sk ip ti – M or gu nb la ði ð Viðskiptafréttir... ...alla daga Dr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossa- ræktarsamtaka Suður lands sem fram fór á Þing borg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið grein- ir frá því að Kári hafi „fjarflutt“ erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hesta- mennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frá- sögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu“. Hrist upp í hestamönnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.