Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 14
14 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR LEIKKONA ER 32 ÁRA. KÁRI STEFÁNSSON, FORSTJÓRI ÍSLENSKRAR ERFÐAGREIN- INGAR, ER 59 ÁRA. VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON SÓKNARPREST- UR ER 62 ÁRA. SVALA THORLACIUS LÖGFRÆÐING- UR ER 66 ÁRA. TAMMY WYNETTE KÁNTRÍSÖNG- KONA LÉST ÞENNAN DAG 1998. „Stundum er erfitt að vera kona og gefa alla sína ást einum manni.“ Frægðarsól Tammy Wynette reis hæst á árunum 1966 til 1980 en hennar frægasta lag er „Stand by your man“ sem kom út árið 1969. Árið 1991 var argen- tínska fótboltasnill- ingnum Diego Marad- ona gert að víkja úr ít- ölsku deildinni í fótbolta í fimmtán mánuði vegna fíkniefnamisnotkunar. Ferill Maradona hófst snemma. Hann var ekki nema ellefu ára þegar hæfileikar hans á vell- inum voru uppgötvað- ir og hann varð lykilleik- maður í Argentinos Juniors. Styrkur Maradona sem leikmanns fólst í hversu lágvaxinn hann var og snöggur. Fyrsta atvinnumannaleik sinn spil- aði hann tíu dögum fyrir sextán ára afmælið sitt. Eftir heimsmeistarakeppnina árið 1982 var Mar- adona seldur til Barcelona og talið er að hann hafi ánetjast fíkniefn- um þar. Í heimsmeistarakeppn- inni 1986 sló hann boltann í mark Eng- lendinga í stað þess að sparka honum. Sjálfur sagði hann að þar hefði „hönd guðs“ átt hlut að máli. Heilsufar Maradona hefur farið hnignandi en hann hefur bar- ist árum saman við eiturlyfjafíkn og offitu. Í apríl 2004 fékk hann alvarlegt hjartaáfall og gekk undir magahjáveituaðgerð ári síðar. Í maí 2007 kom Maradona fram opinberlega og lýsti því yfir að hann væri hættur að drekka og hefði ekki notað fíkniefni í tvö og hálft ár. ÞETTA GERÐIST: 6. APRÍL 1991 Maradona rekinn vegna neyslu MERKISATBURÐIR: 1746 Tveir bátar farast úti fyrir Ingólfshöfða. Eftir þetta leggjast sjóróðrar þaðan niður. 1925 Fyrsta kvikmyndasýning í flugvél hjá bresku flugfé- lagi. 1944 Bandarísk herflugvél steypist í sjóinn út af Vatnsleysuströnd. Átta mönnum bjargað. 1979 Úthlutað úr kvikmynda- sjóði í fyrsta sinn. Hæstu styrki hlutu Land og synir, Óðal feðranna og Veiði- ferðin. 1980 „Post it“-minnismiðarnir koma á markaðinn. 1984 Ellefu manns saman- komnir úti í geimnum í fyrsta skipti. 1992 Hersveitir Serba hefja yfir- töku á Sarajevo. Bókasafn Kópavogs á 55 ára afmæli í ár en það var stofnað 15. mars 1953. Skáldið Jón úr Vör var fyrsti bóka- vörður safnsins og veitti því forstöðu til ársins 1976. Þá tók núverandi bæjar- bókavörður, Hrafn Harðarson, við starfinu. Safnið flutti töluvert fyrstu árin en árið 2002 flutti það í Safnahús Kópavogs í Hamraborg og deilir húsa- kynnum með Náttúrufræðistofu Kópa- vogs. „Í dag erum við með fjölnotasal fyrir fundi, fræðsluerindi og aðrar uppákomur,“ útskýrir Inga Kristjáns- dóttir, deildarstjóri á barnadeild. Hún segir safnið bjóða upp á reglulega fyr- irlestra um ákveðið þema hvert ár. „Í ár ræddum við um ástina í fimm erind- um vikulega í febrúar og mars. Síðan hefur rithringur fengið inni á safninu og heldur þar fundi tvisvar í mánuði. Einnig er starfandi bókmenntaklúbb- ur sem heldur úti blómlegu starfi,“ segir Inga og nefnir líka sögustund- ir fyrir yngstu börnin. „Barnastarfið hefur verið snar þáttur í starfi bóka- safnsins í mörg ár. Þar eru sögustund- ir fyrir litlu börnin fastur liður yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er síðan lestrarhvetjandi verkefni fyrir stál- puð börn og safnkynningar fyrir skóla- börn. Síðan reynum við að fá eina til tvær brúðuleiksýningar á ári og fleira mætti tína til,“ segir Inga. Á aðventunni ár hvert taka bóka- safnið og Náttúrufræðistofa höndum saman um barnadagskrá. Á vorin er dagskráin helguð fuglum og dýrum. Undanfarið hefur bókasafnið boðið fjögurra ára leikskólabörnum á nám- skeið í meðferð bóka. Að námskeiði loknu fá börnin skírteini sem staðfesta að þau kunni að umgangast bækur. Bókasafn Kópavogs er nú deilda- skipt. Á fyrstu hæð er fræðsluefn- ið geymt og á þeirri annarri er meg- inefnið skáldrit, sagnfræði og landa- fræði, myndbönd og -diskar. Einnig er þar forn- og dægurmenningardeild til húsa. „Unglingar og ungt fólk á öllum aldri á sérstakan stað hér á safninu. Þar eru til dæmis nýjustu teiknimyndasög- urnar í bland við íslensk fornrit og við köllum staðinn Heita pottinn. Á efstu hæð er svo barnadeildin og Listvang- ur, þar sem er að finna tónlist á geisla- diskum, bækur um listir og handa- vinnu- og föndurbækur,“ segir Inga. Hún segir útlán á bókum hafa verið stöðugt um árin og nokkuð bundið við árstíðir. Hljóðbækur njóta mikilla vin- sælda en einnig lánar safnið út mynd- diska og tímarit. Hún segir bókasafn- ið vinalegan vinnustað en á safninu vinna milli tuttugu og þrjátíu manns. „Ég er búin að vinna hér í átján ár og kann ákaflega vel við umhverfið, sam- starfsfólkið og vinnuna með börnun- um,“ segir Inga að lokum. heida@frettabladid.is BÓKASAFN KÓPAVOGS: ER FIMMTÍU OG FIMM ÁRA Á ÞESSU ÁRI Blómlegt starf á bókasafninu Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður míns og bróður okkar, Steindórs Zóphóníassonar, fyrrum bónda, Ásbrekku í Gnúpverjahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi fyrir góða umönnun. Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir og systkini hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Gunnarsson, áður til heimilis að Bárustíg 4, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 1. apríl. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Gísladóttir Björn Ottósson Sveinn Gíslason Jónína Þorvaldsdóttir Pálmey Gísladóttir Rúnar Ingólfsson Haraldur Gíslason Björg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, frá Kothúsum, Garði, Eyrarholti 20, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 10. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir Halldór A. Þórarinsson Valdís Þóra Gunnarsdóttir Vignir Már Guðjónsson Sara Lind Gunnarsdóttir Páll Þórir Jónsson barnabörn og systkini. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Björns Sigurðssonar, Árskógum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagdeildar á hjúkrun- arheimilinu Eir og starfsfólks Heiðarbæjar á Skógarbæ fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju, Guð blessi ykkur öll. Ársól Margrét Árnadóttir Margrét Björnsdóttir Brynjúlfur Erlingsson Sigurður Björnsson Ólafía Björnsdóttir Sólveig Björnsdóttir Ólafur Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Nílsínar Þ. Larsen Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs og Heilbrigðistofnunar Suðurnesja fyrir hlýhug og kær- leiksríka umönnun. Þórdís Ólafsdóttir Sigurbjörg Ólafsdóttir Einar S. Guðjónsson Egill Ólafsson Jóna G. Bjarnadóttir Bjarni Þór Ólafsson Ragna Ólafs Lirot Henry R. Lirot Ólafur Högni Ólafsson Gunnar Guðmundsson Sóley Ólafsdóttir ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur. ÚTLÁNIÐ STÖÐUGT Inga Kristjánsdóttir, deildarstjóri á barnadeild safnsins, hefur starfað þar í átján ár og líkar alltaf jafnvel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ RAFMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.