Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 16
16 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Reyndir menn í Natófræðum segja Búka- restfundinn rata í sögubækur. Leggst þar margt á eitt. Stór skref voru stigin í átt að enn frekari stækkun Atlantshafsbandalagsins. Þar vegur ákvörðun um aðild Albaníu og Króa- tíu þungt en ekki síður fyrirheitið sem gefið var Georgíu og Úkraínu um aðild í fyllingu tímans. Makedóníumenn voru svo upplýstir um að þeir geti orðið Natóþjóð, svo fremi að um semjist í nafnadeilunni við Grikki. Öfugt við leiðtoga Georgíumanna og Úkraínu- manna, sem brostu breitt eftir samþykkt Natóleiðtoganna, reiddust Makedóníumenn svo mjög að þeir yfirgáfu Búkarest án þess að kveðja. Þeim finnst Grikkjum ekki koma við hvað þeir heita. Í Höll alþýðunnar sammæltust líka full- trúar nálega sextíu ríkja heims, auk Atl- antshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, að bæta og auka samstarf sitt í öryggis- og uppbyggingarað- gerðum í Afganistan. Merkel miðlar málum Þessar stóru ákvarðanir, sem teknar voru í Búkarest, urðu ekki til af sjálfu sér. Að baki býr langur undirbúningur og málamiðlanir. Jafnan liggur fyrir við upphaf stórfunda hvað verður samþykkt á endanum en á mið- vikudagskvöldið var enn óvíst hvernig farið yrði með ósk Georgíu og Úkraínu um að fá að hefja formlegar aðildarviðræður. Bush Bandaríkjaforseti var helsti bandamaður Sovétlýðveldanna fyrrverandi en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Sarkozy, forseti Frakklands, töldu rétt að bíða. Þegar Merkel sá að málið var komið á hættulega braut tók hún til við að miðla málum. Sjálf gaf hún eftir og úr varð yfirlýsing um ótímasetta framtíðaraðild ríkjanna tveggja. Málið verður næst rætt á fundi utanríkis- ráðherra Natóríkja í desember. Pútín kom Forseti Rússlands hafði boðað komu sína á fund Nató-Rússlandsráðsins á föstudag. Snemma á fimmtudag var enn óvíst hvort hann kæmi. Pútín er einkar illa við Natóað- ildaráform nágranna sinna í Georgíu og Úkraínu en þegar ljóst var að þeim yrði ekki boðið að hefja aðildarferli lét hann ræsa þotuhreyflana í Moskvu. Þetta var í fyrsta sinn sem Pútín sækir Natófund. Um leið var þetta í síðasta sinn sem Bush sækir slíkan fund. Hann mun láta af embætti í janúar á næsta ári, nokkrum mánuðum áður en sextíu ára afmælis Nató verður minnst og fagnað í Strassborg og Kiel. Skrúfað fyrir bjórdælurnar Lífið í miðborg Búkarest var með öðrum blæ en vanalega þá daga sem Natófundur- inn stóð. Öryggisgæslan var gríðarleg og gangandi vegfarendur krafðir um skilríki ef einhverjum af þeim 35 þúsund lögreglu- mönnum, hermönnum og öryggisvörðum sem gættu öryggis gestanna, sýndist svo. Varsla var á hverju götuhorni og almenn umferð stöðvuð ef fundarmenn þurftu að komast leiðar sinnar. Til að lágmarka hættu á hvers kyns vandræðum var áfengissala á krám og matsölustöðum bönnuð á meðan á fundinum stóð. Rúmenum fannst mikið á sig leggjandi til að láta fundinn ganga sem best enda kostaði fundahaldið þá á fjórða milljarð króna. Búkarestfundurinn gekk vel og á honum voru teknar margháttaðar ákvarðanir um innri og ytri mál Atlantshafsbandalagsins. Fyrir það verður hans minnst. Einhverjir Íslendingar munu svo sjálf- sagt minnast hans fyrir þær sakir að íslensku ráðherrarnir flugu til Búkarest í leiguflugvél. Sögulegur fundur í Búkarest HÖLL ALÞÝÐUNNAR Í BÚKAREST Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins var haldinn í þessari 330 þúsund fermetra byggingu, sem er næststærsta skrifstofubygging heims á eftir Pentagon í Bandaríkjunum. Höllin var reist á árunum 1983-1989 að undirlagi einræðisherrans Ceausescus sem ætlaði hana undir alla stjórnsýslu Rúmeníu. Í dag er þar rúmenska þingið auk þess sem þar eru haldnar fjölmennar ráðstefnur. FRÉTTABLAÐIÐ/NATÓ Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar aðild Albaníu og Króatíu að Atlantshafsbandalaginu og segir hana mikilvæga fyrir stöð- ugleika á Balkanskaga. „Það er alveg ljóst að eftir því sem fyrr- verandi Júgóslavíulýðveldum í Nató fjölgar þeim mun betra er það fyrir þetta svæði,“ sagði Geir eftir Búkarestfundinn á föstu- dag. Hann lýsti sérstakri ánægju með umbæturnar í Albaníu enda var ríkið eins konar Norður-Kórea Evrópu lengst af síðari hluta 20. aldarinnar. Á síðustu árum hefur komið fram ný kynslóð forystumanna í gömlu Varsjárbandalagsríkjun- um. Vel menntað og víðsýnt fólk hefur haslað sér völl í stjórnmál- unum. „Þetta er fólk sem er upp- tekið af þessum breytingum og lýðræðisþróun og vill draga fleiri með sér.“ Um samskipti Rússlands og Atlantshafsbandalagsins sagði Geir ljóst að Rússar teldu Nató þrengja að sér með opnun banda- lagsins til austurs. Slíkt væri hins vegar misskilningur af þeirra hálfu. „Það stafar engin ógn af Atlantshafsbandalaginu, inn- ganga ríkja í Nató beinist ekki gegn neinum, hvorki Rússum né öðrum. Menn vilja komast í sam- félag lýðræðisþjóða og friðelsk- andi landa og telja að þeir séu með því að tryggja sér framtíðar- öryggi.“ Geir benti á að sögulegar skýringar lægju að baki þessari afstöðu; margt fólk hefði alist upp við þá hugsun að Nató beindist gegn því. „Rússarnir eru stoltir og þeir skynja breytta stöðu. Það er mikilvægt að vera ekkert að ögra þeim að óþörfu,“ sagði hann. Að mati Geirs eru það ekki bara formlegar viðræður og ræðuhöld sem skipta máli á leiðtogafundum Nató. Þar gefist mikilvæg tæki- færi fyrir óformleg samtöl þar sem til verða tengsl sem geta komið sér vel síðar. Natóaðild ríkja á Balkanskaga mikilvæg Tímamótaákvarðanir voru teknar á fundi leiðtoga Atlants- hafsbandalagsríkja í Búkarest. Mikilvæg skref voru stigin í átt að stækkun bandalagsins og sammælst um að þétta raðirnar í öryggis- og endurreisnarstarfinu í Afganistan. Björn Þór Sig- björnsson fylgdist með Búkarestfundinum. GEIR H. HAARDE „Það var bæði rætt um það sem vel hefur tekist til og það sem upp á vantar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir umræð- ur Búkarestfundarins um aðgerðina í Afganistan. Að sögn Ingibjargar Sólrún- ar var þrennt dregið fram sem betur má fara. Í fyrsta lagi spilling í stjórnkerfi Afganist- ans sem gerð er krafa um að Afganar takist á við. Í öðru lagi skortur á samhæfingu alþjóða- liðsins og í þriðja lagi skortur á tengslum milli alþjóðasamfé- lagsins, stjórnvalda í Afganist- an og almennings í Afganistan. Hún segir mikilvægt að miða alla aðstoð við þarfir Afganist- ans. „Stundum miðast aðstoðin meira við pólitíska hagsmuni ríkjanna heldur en hagsmuni fólksins í Afganistan. Þetta var rætt opinskátt og gerðar kröf- ur um að ákveðnum hlutum verði kippt í lag.“ Ingibjörg segir að vissulega hafi orðið framfarir í landinu hrjáða en öryggismálin séu erf- iðust því árásir af hálfu tali- bana hafi færst í aukana, líkt og þær geri gjarnan á vorin. „Það eykur á vanda manna við að verja heima fyrir veru sína í Afganistan. Bush sagði, þegar hann ávarpaði Karzai forseta Afganistans, þá sem þarna sátu hafa margir hverjir þurft að taka mikla pólitíska áhættu með því að halda því fram að það væri á sig leggjandi að vera í Afganistan og sagði Karzai „þurfa að hlusta á það sem þetta fólk hefði að segja og taka tillit til þess sem það hefur fram að færa“. Í Búkarest tilkynntu Frakk- ar, Danir, Þjóðverjar og Evr- ópusambandið aukinn stuðning við aðgerðirnar í Afganistan. Ingibjörg Sólrún upplýsti að þriggja ára áætlun um þátttöku í verkefnum væri í smíðum. Forsendur aðstoðar stundum rangar INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Eins og Geir H. Haarde lýsir hér að neðan fara ekki aðeins fram formlegir fundir á leiðtogafundum Atlantshafsbandalagsins heldur nota ráðamenn tæki- færið og ræðast við eins- lega um margvísleg mál- efni. Geir spjallaði meðal ann- ars við starfsbræður sína frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Aserbaídsjan og Ingi- björg Sólrún talaði til dæmis við utanríkisráð- herra Frakklands, Spánar og Póllands. Slík einkasamtöl geta ýmist snúist um tiltekin málefni eða verið almennt kurteisisspjall. Í samræð- um Ingibjargar við franska og spænska starfsbræður hennar var talað um hugs- anlegar heimsóknir þeirra til Íslands en þeir höfðu áður lýst áhuga á að koma. Samtöl utan dagskrár STINGA SAMAN NEFJUM Ingibjörg Sólrún ræddi stuttlega við Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakk- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/NATÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.