Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 83
SUNNUDAGUR 6. apríl 2008 23 Yfirvofandi er stefnumót 25 söngnemenda, 30 nemenda í hljóðfæraleik, lifandi afturgöngu Mozarts og hóps atvinnufólks úr íslensku tónlistar- og leikhúslífi við nokkuð hundruð aðdáend- ur óperuformins. Così fan tutte − Allar eru þær eins – kemur upp í Íslensku óperunni í kvöld. Leikstjór- inn Ágústa Skúladóttir lofar ævintýralegri og stórskemmtilegri uppfærslu á vegum Óperustúdíós Ís- lensku óperunnar á einu af meistaraverkum óperubók- menntanna. Óperustúdíó Íslensku óperunnar er vettvangur innan Íslensku óper- unnar þar sem langt komnir og hæfileikaríkir tónlistarnemendur fá tækifæri til að spreyta sig á fjölum Óperunnar í Ingólfsstræti. Í sviðsetningunni skipta átta söng- nemendur með sér aðalhlutverk- unum fjórum í óperunni, auk þess sem sautján manna kór og þrjátíu hljóðfæranemendur skipa hljóm- sveitina. Listræn stjórn er hins vegar í höndum atvinnumanna og gefst nemendunum þannig kostur á að fá glögga innsýn í hið viða- mikla verkefni sem full uppsetn- ing óperu er. Ágústa Skúladóttir leikstjóri á að baki nokkrar vel heppnaðar leiksýningar hérlendis á síðustu árum: verðlaunabarnasýninguna Klaufa og kóngsdætur og Eldhús eftir máli, sem er ein best sótta leiksýning undangenginna ára hér á landi. Búast má við hverju sem er þegar Ágústa er annars vegar, allt frá dramatík af dekkstu gerð til óborganlegs húmors, og þannig er einnig haldið á spöðunum í þessari fyrstu óperuuppfærslu hennar, þar sem viðfangsefnið er hin leikandi létta og undurfagra Così fan tutte Mozarts. Í óperunni segir frá vélabrögð- um Don Alfonsos, sem fær þá hug- dettu að láta reyna á ást og trygg- lyndi vina sinna. Í þessum hildarleik koma upp margvíslegar aðstæður, bæði sprenghlægilegar og sárar og erfiðar. Óperan veltir um leið upp spurningum um mann- legt eðli, um grimmd, ást og loforð – og hvernig mannskepnan bregst við þegar á hana er reynt. Það er Guðrún Öyahals sem hannar leikmynd og Katrín Þor- valdsdóttir sem hannar búninga, þar sem leikið er með möguleika formsins á ótal vegu. Lýsingu hannar Páll Ragnarsson, nýráðinn ljósameistari Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri og umsjónar- maður Óperustúdíósins er sem fyrr Daníel Bjarnason. Glitnir er dyggur bakhjarl Óperustúdíósins. Frumsýning er sunnudaginn 6. apríl kl. 20. Aðrar sýningar eru 9., 11. og 13. apríl og verða aðeins þessar fjórar sýningar. Miðaverði er stillt í hóf og mun vera ódýrasti óperumiði sem fáanlegur er við Atlantshafið þessi dægrin. pbb@frettabladid.is Allar eru þær eins LEIKLIST Þorvaldur Þorvaldsson í hlutverki Don Alfonsos, Unnur Helga Möller í hlutverki Despinu og Steinunn Skjenstad í hlutverki Fiordiligi (fremst) í sviðsetningu Ágústu Skúladóttur á Cosi hjá Óperusmiðjunni. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN/GÍSLI HRAFN EGILSSON Þær Margrét Hrafnsdóttir sópran- söngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja metnaðarfulla og spennandi efnisskrá í Tíbrá-tón- leikaröð Salarins í kvöld. Á tónleik- unum má heyra sjaldheyrð söng- lög eftir pólska tónskáldið Szymanowski og hljómar sönglaga- flokkurinn op. 17 frá árinu 1907 sennilega í fyrsta sinn hér á landi í heild sinni. Á meðal annarra verka sem þær Margrét og Hrönn flytja eru ljóðaflokkur Schumanns op. 40 frá árinu 1840 og sönglög Griegs, sem teljast án efa til krúnudjásna skandinavískrar ljóðatónlistar. Margrét og Hrönn hafa unnið saman sem ljóðatvíeyki frá árinu 1998, en þær stunduðu meðal ann- ars nám saman við ljóðasöngdeild tónlistarháskólans í Stuttgart á árunum 2004-2007. Þær hafa haldið fjölda tónleika, hér á landi og í Evr- ópu. Margrét er búsett og starf- andi í Stuttgart í Þýskalandi, en Hrönn býr á Íslandi og starfar við Söngskólann í Reykjavík og við Tónlistarskóla FÍH. Þess má til gamans geta að tónleikarnir í kvöld eru frumraun bæði Margrétar og Hrannar í Salnum. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miða- verð er 2.000 kr., en námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar fá mið- ann á 1600 kr. Miða má nálgast í miðasölu Salarins. - vþ Sjaldheyrð sönglög FRUMSÝNING: Sunnudaginn 6. apríl kl. 20 – Uppselt Miðvikudaginn 9. apríl kl. 20 – Uppselt Föstudaginn 11. apríl kl. 20 – Örfá sæti laus LOKASÝNING: Sunnudaginn 13. apríl kl. 20 MIÐAVERÐ: 1.000 KR. www.opera.is Erum sífellt að bæta við nýjum vörum LEIKLIST Ágústa Skúladóttir setur nú óperu á svið í fyrsta sinn. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LJÓÐATÓNLIST Þær Margrét Hrafnsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir flytja sönglög í Saln- um í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.