Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnhildur Sif Reynisdóttir gullsmiður er í mastersnámi í skartgripahönnun en gefur sér þó tíma til að sinna heilsunni. Ragnhildur Sif hefur stundað h il árum sam nýtt og eru samkvæmisdansar, salsa, jóga og hug- leiðsla á afrekaskránni. Hún stundar nú kraftgöngu með systur sinni tvisvar í viku auk þess ð f ræktina og eróbikk Magadansinn heillar Ragnhildur Sif Reynisdóttir ætlar sér í magadansinn með sumrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Háskólinn í Reykja-vík hefur opnað fyrir umsóknir í grunnnám í íþróttafræðum. Um er að ræða þriggja ára BS-nám og fer námið fram í Íþrótta-akademíunni í Reykja-nesbæ. Áhugasamir geta aflað sér frekari upplýsinga um námið á www.hr.is. Heilsuhúsið á Selfossi heldur 15. apríl næst-komandi námskeið um hvernig eigi að útbúa einfaldan mat fyrir börn frá sex mánaða aldri. Einnig er farið yfir á hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær. Umsjónarkona nám-skeiðsins er Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Hugar-far að betri stað í lífinu? er yfirskrift á fyrirlestri sem heilsufræðingurinn Matti Ósvald heldur í Manni lifandi í Borgartúni 24 klukkan 17.30 15. apríl. Er hann ætlaður fólki sem vill gera gagngerar breytingar á lífi sínu. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á madur-lifandi@madurlifandi.is. ALLTAF BESTA VERÐIÐ byggingariðnaðurÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrrÞráðlausar gólfhitastýringarHáþróaðar en einfaldarVið erum leiðandi í hönnun ogframleiðslu gólfhitastýringa Skútuvogi 6 104 ReykjavíkSími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2008 — 95. tölublað — 8. árgangur BYGGINGARIÐNAÐUR Synt inn í sumarið Sérblað um byggingariðnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Dorothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Ertu að spá í að selja? Frítt söluverðmat FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Fullkominn endir á góðri máltíð Nýtt bragð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA UMM er glænýr heilsubiti úr spennandi hráefni RAGNHILDUR SIF REYNISDÓTTIR Magadans, salsa og jóga á afrekaskránni heilsa ALLT Í MIÐJU BLAÐSINS Ísland á kortið Plötusnúðurinn frægi Carl Cox kveðst ánægð- ur með að geta bætt Íslandi á landakortið sitt með tónleikum sínum hér 23. apríl. FÓLK 24 Kadilakkmót í bígerð Ólafur Gunnarsson vonast til að hitta alla kadilakkeigendur á landinu á Kadilakk- móti í maí. FÓLK 30 Ungir tónsnillingar Ný tónleikaröð sem leyfir ungu tónlistarfólki að láta ljós sitt skína fer af stað í Salnum í Kópavogi í kvöld. MENNING 21 DÓMSMÁL Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuð- um skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærust- unnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnu- málinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e- töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guð- bjarni Traustason og Alvar Óskars- son sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðar- höfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töfl- ur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þús- und e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Fær- eyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðar- nefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarð- hald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinn- ar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjór- um árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki. - jss / sjá síðu 8 Smygl á bréfi olli lengd einangrunar Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið í einangrun í fangelsinu í Þórshöfn í nær hálft ár af því að hann smyglaði bréfi úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Málflutningur í máli hans, sem er angi af Pólstjörnumálinu, hófst í gær. BJART Í BORGINNI Í dag verða víðast norðan 5-13 m/s, hvassast norðvestan til. Bjart lengst af í dag á landinu suðvestan og vestanverðu, annars stöku skúrir eða él. VEÐUR 4 -1 -2 -1 3 2 1-0 fyrir Snæfelli Snæfell leiðir einvígið gegn Grindavík í körfunni. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG VELKOMINN Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, upplýsti á blaðamannafundi í gær að hann og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefðu verið vinir um langt árabil. Þeir hafa unnið saman allt frá því að þeir voru báðir óbreyttir þingmenn. Ólafur hefur lengi reynt að fá Gore til heimsækja Ísland, sem hefur nú tekist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL „Allar þjóðir heims þurfa að gera meira til að berjast gegn hlýnun jarðar. Það er þó erf- itt fyrir mig að segja Íslendingum að þeir þurfi að leggja meira af mörkum þegar mín þjóð gerir minnst allra þjóða í samanburði við hvert framlag hverrar þjóðar ætti að vera“, sagði Al Gore, hand- hafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, á Bessastöðum í gær- kvöldi. Gore snæddi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, ásamt fulltrúum úr íslensku vísinda- og fræðasamfélagi og fleiri gestum. Segir hann Ísland gegna lykilhlut- verki á heimsvísu þegar kemur að baráttunni gegn hlýnun jarðar. Ólafur sagði það heiður fyrir þjóðina að Gore hefði séð sér kleift að sækja landið heim og hann væri einn valdamesti leið- togi heims þrátt fyrir að hann gegndi ekki opinberu embætti. Gore heldur í dag fyrirlestur í Háskólabíói um hlýnun loftslags en hann hlaut friðarverðlaun Nób- els í fyrra fyrir framlag sitt til umhverfismálaumræðunnar í heiminum. - shá / sjá síðu 6 Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sótti forseta Íslands heim í gær: Bandaríkin gera minnst allra BRUSSEL, AP Innan skamms verður heimilt að tala í farsíma í flugi innan landa Evrópusambandsins. Samkeppnisyfirvöld sambandsins mælast til þess við farsímafyrir- tæki að þau stilli gjaldheimtu fyrir slík símtöl í hóf. Hingað til hefur verið óheimilt að nota farsíma í flugi vegna öryggissjónarmiða, en nú telja sérfræðingar að búið sé að finna viðunandi lausnir á því. Nokkur flugfélög hafa þegar leyft farsíma í tilraunaskyni og fleiri hyggja á hana. Forsvars- menn nokkurra flugfélaga, svo sem Lufthansa, hyggjast ekki taka þjónustuna upp; meirihluti farþega sé því mótfallinn. - kp Evrópusambandið ályktar: Farsímar leyfð- ir í flugvélum Á FLUGSTÖÐINNI Hingað til hefur fólk þurft að hringja áður en það flýgur. FRANKFURT, AP Sabine Hilschenz, 42 ára gömul þýsk kona, var í gær dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir morð á átta nýfæddum börnum sínum sem fædd voru á árunum 1992 til 1998. Hilschenz var dæmd fyrir manndráp í undirrétti árið 2006 fyrir morðin en líkin faldi hún í blómapottum og í fiskabúri í garði foreldra sinna. Dómur æðra dómstigs taldi að ekki hefði verið tekið tillit til allra þátta og vísaði málinu aftur í hérað. Hilschenz neitaði að bera vitni en í fyrra skiptið sem málið var tekið fyrir sagðist hún hafa átt við áfengis- vanda að stríða á þeim árum sem börnin fæddust og hún myndi ekki hvernig þau hefðu dáið. - ovd Faldi líkin í blómapottum: Móðir dæmd fyrir barnadráp

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.