Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 4
4 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Taktu þátt í lukkuleik Dala Feta Glæsilegir vinningar í boði VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 9° 7° 5° 10° 11° 11° 9° 12° 8° 22° 19° 13° 11° 23° 12° 27° 13° Á MORGUN 15-23 m/s á Vestfjörðum og allra syðst. FIMMTUDAGUR Víðast 10-18 m/s. -1 -1 -2 -2 -1 3 3 4 2 0 9 7 5 8 8 10 2 8 10 10 10-5 1 1 1 23 1 1 3 3 NORÐLÆGAR ÁTTIR Í dag og næstu daga eru horfur á norðlægum áttum. Þetta þýðir að búast má við vægu frosti með norður- strönd landsins og éljum. Á morgun hvessir verulega á norðvestanverðu landinu og má búast við 15-23 m/s, hvassast á annesjum. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Söfnuður tengist ekki kirkju Í Fréttablaðinu í gær birtist frétt um sértrúarsöfnuð í Texas og var nafn safnaðarins þýtt sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Vert er að benda á að söfnuðurinn tengist ekki á nokkurn hátt samnefndri kirkju sem starfrækt er meðal annars á Íslandi og á einkarétt á nafninu. ÁRÉTTING PARÍS, AP Fjórum sinnum var slökkt á ólympíukyndlinum er hlaupið var með hann í gegnum París í gær. Stöðugir árekstrar við hópa fólks sem mótmæltu mannréttindabrot- um kínverskra stjórnvalda, einkum og sér í lagi í Tíbet, gerðu hið áformaða 28 kílómetra hlaup í gegnum frönsku höfuðborgina að óreiðukenndu hindrunarhlaupi. „Það er ótækt að leikarnir fari fram í heimsins stærsta fangelsi,“ hrópaði Sylvain Garel, framá maður í franska Græningjaflokknum, þar sem lagt var upp í hlaupið um borg- ina, á annarri hæð Eiffel-turnsins. Hann var umsvifalaust leiddur burtu af lögreglu. Um 3.000 lögreglumenn fylgdu ólympíukyndlinum eftir, á hjóla- skautum og mótorhjólum, og áttu að tryggja að hlaupararnir kæmust óhindrað leiðar sinnar. Svo fór þó að vegna ítrekaðra truflana mót- mælenda var fjórum sinnum brugð- ið á það ráð að slökkva á kyndlinum og flytja ólympíueldinn þess í stað um borð í rútu framhjá sumum stöðum, þar sem hætta var talin á að afskipti mótmælenda kynnu að stöðva hlaupið eða slökkva eldinn. Síðdegis greindi lögreglan frá því að hún hefði handtekið minnst tíu manns, en hún myndi ekki hafa heildaryfirsýn yfir fjölda handtek- inna fyrr en að deginum loknum. Víða um borgina höfðu hópar fólks tekið sér stöðu með tíbetska fána, kröfuborða og vígorð á vörum. „Skammarloginn“ var ólympíu- kyndillinn meðal annars nefndur á mótmælaspjöldunum. Að minnsta kosti einn íþrótta- mannanna sem tóku þátt í að hlaupa með kyndilinn lýsti stuðningi við málstað mótmælenda. „Ég held að það sé mjög gott að fólk skuli hafa flykkst svona út á götu í þessum til- gangi,“ sagði Marie-Jose Perec, fyrrverandi ólympíumeistari, í sjónvarpsviðtali. Kínverskir námsmenn og aðrir stuðningsmenn málstaðar Kína- stjórnar efndu til mótmæla gegn mótmælunum, veifuðu kínverska fánanum og sögðu: „Ólympíuleik- arnir snúast um íþróttir. Snúum þeim ekki upp í stjórnmál!“ Franska lögreglan hafði vonast til að takast að hindra að hlaupið í París yrði eins óreiðukennt og það var í Lundúnum daginn áður, en varð sem fyrr segir ekki að ósk sinni. Kínverjum til gremju er við því að búast að slík vandkvæði haldi áfram á hinni alls 85.000 kíló- metra löngu ferð með ólympíueld- inn þvert og endilangt um heims- kringluna sem áformað er að ljúki á nýja ólympíuleikvanginum í Pek- ing 8. ágúst. audunn@frettabladid.is Ítrekað slökkt á ólympíukyndlinum Alls fjórum sinnum var brugðið á það ráð að flytja ólympíueldinn um borð í rútu er hlaupið var með hann í gegnum París í gær. Mótmæli gegn mannrétt- indabrotum Kínastjórnar í Tíbet og víðar settu hlaupið allt úr skorðum. HARARE, AP Herskáir fylgjendur stjórnarflokks Roberts Mugabe, forseta Simbabve, yfirtóku í gær að minsta kosti 23 jarðir í eigu hvítra bænda. Kom landtakan í kjölfar yfir lýsingar Mugabes þar sem hann hvatti íbúa Simbabve til að standa vörð um land sem tekið hefur verið af hvítum bændum. Á þeim svæðum sem jarðirnar voru yfirteknar hefur lögregla hingað til fjarlægt landtökumenn á nokkr- um klukkustundum. Að þessu sinni hafa landtökumenn ekki verið fjarlægðir og er greini legt að landtökunni er stjórnað af hátt settum aðilum. - ovd Harðnandi átök í Simbabve: Eigna sér jarðir hvítra bænda PASSAÐ UPP Á ELDINN Mótmælendum tókst fjórum sinnum að slökkva í ólympíu- kyndlindum í París í gær. NORDICPHOTOS/AFP ELDSVOÐI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins kom að brennandi hest- húsi við Sörlaskeið í Hafnarfirði í nótt. Skömmu áður hafði verið kveikt í bíl rétt hjá hesthúsinu og var slökkviliðið að koma úr því útkalli þegar vart varð við reyk- inn frá hesthúsinu. Slökkviliðinu tókst að bjarga öllum átta hestun- um úr húsinu og er ljóst að skammur viðbragðstími hefur skipt sköpum fyrir hrossin. Sam- kvæmt lögreglunni leikur lítill vafi á að um íkveikju hafi verið að ræða, en einnig var kveikt í eldfimu efni í vegarkanti þar skammt frá. Húsið var nýtt og vel útbúið og er það talið hafa bjargað miklu. Eldvarnarhólf og gipsklæðning vörnuðu því að hrossunum yrði meint af, en eldurinn kom upp í eldhúshluta hússins. Friðrik Val- geirsson, sem er umsjónarmaður hesthússins, segir að húsið hafi verið spánnýtt. „Við skrúfuðum síðustu skrúfuna fyrir þremur dögum og þetta er því mikið áfall. Sem betur fer varð hrossunum ekki meint af, það er fyrir mestu.“ Hrossin nutu súrefnismeðferð- ar í gær og var vonast til að þau kæmust inn í hús fyrir kvöldið. Lögregla telur fulla ástæðu til að ætla að sami aðili eða aðilar hafi verið að verki í öllum íkveikj- unum. - kp Brennuvargur á ferð í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags: Hestum bjargað úr bruna SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR Friðrik virðir brunaskemmdirnar fyrir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður til margra ára, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar- flokksins. Samúel er fyrsti varamaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðný Hrund Karlsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, tók líka sæti á þingi í gær. Hún er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi og gegnir þingstörfum næstu tvær vikur í fjarveru Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. - bþs Varaþingmenn taka sæti: Samúel Örn og Guðný á þingi NÝR Á ÞINGI Samúel Örn tók sæti á Alþingi í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur. Vilja hanna Vatnsmýrina Fasteignafélagið Landic Property vill að Reykjavíkurborg veiti félaginu, sem stórum hagsmunaaðila, aðild að starfshópi um skipulag Vatns- mýrarinnar. REYKJAVÍK SVÍÞJÓÐ Hundruð manna leita enn að tíu ára stúlku sem hvarf sporlaust í bænum Stjärnsund í Svíþjóð síðdegis á laugardag. Engla Juncosa-Höglund hafði verið að spila fótbolta með vinum sínum og fengið leyfi til að hjóla heim í fyrsta skipti á ævinni. Hún hvarf á leiðinni, skammt frá heimilinu, að sögn Aftonbladet. Leitin að Englu hefur vakið gríðarlega athygli og hefur verið lýst eftir henni í öllum stærstu fjölmiðlum Svíþjóðar. Nágrann- arnir hafa tekið sér frí frá vinnu til að geta tekið þátt í leitinni. Lögreglan kannar nú ferðir þekktra barnaníðinga og annarra afbrotamanna á svæðinu. - ghs ÍTARLEG LEIT Sænska lögreglan kannar nú ferðir þekktra afbrotamanna í Stjärn- sund í Svíþjóð og nágrenni. Hvarf sporlaust í Svíþjóð: Leitað að tíu ára stúlku Farþegum fjölgar Á síðasta áratug hefur farþegum sem hingað koma með skemmtiferða- skipum fjölgað úr rúmlega 21 þúsund manns í rúmlega 53 þúsund. Gert er ráð fyrir frekari fjölgun á þessu ári. Þetta kemur fram í hagtölum sem teknar voru saman fyrir aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar. FERÐAÞJÓNUSTA GENGIÐ 7.4.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 145,9293 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,13 72,47 143,28 143,98 113,26 113,9 15,183 15,271 14,197 14,281 12,095 12,165 0,703 0,7072 117,85 118,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.