Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 8
8 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað heitir forseti Simbabve? 2 Hvað heitir eigandi Gallerís Borgar sem hinn 20. apríl næst- komandi mun aftur gangast fyrir málverkauppboði? 3 Hvaða lið í Iceland Express- deild karla í körfubolta lagði Keflavík á sunnudagskvöld í úrslitakeppninni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 HEILBRIGÐISMÁL Pósturinn hefur styrkt Krabbameinsfélag Íslands um 2,4 milljónir króna í átakinu Karlmenn og krabbamein sem staðið hefur undanfarið. „Það er Krabbameinsfélaginu dýrmætt að eiga samstarfsaðila eins og Póstinn. Fyrirtækið hefur áður liðsinnt félaginu myndarlega eins og nú við að dreifa mikilvæg- um skilaboðum til landsmanna. Þannig hefur það í verki sýnt samfélagslega ábyrgð. Það er gott að eiga góða að,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands. - ghs Pósturinn: Styrkti krabba- meinsátak STYRKUR AFHENTUR Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og Guðrún Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Vill steypa á Hólmsheiði Einingaverksmiðjan Borg, sem bæjaryfirvöld í Kópavogi telja að reki steypustöð í óleyfi, hefur formlega óskað eftir lóð á Hólmsheiði í landi Reykjavíkur fyrir starfsemi sína. REYKJAVÍK DÓMSMÁL „Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnu- málinu svokallaða og er enn í ein- angrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur henn- ar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guð- bjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþving- að hann til að taka hann að sér.“ jss@frettabladid.is EINANGRUNARKLEFINN Í svona klefa hefur Íslendingurinn mátt sitja í einangrun í um það bil hálft ár. Myndin er úr fangelsinu í Þórshöfn, þar sem ungi maðurinn situr enn. MYND/DIMMALÆTTING Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Móðir 25 ára Íslendings sem bíður dóms í Færeyjum segir að hann hafi, í nafni æskuvináttu og trausts, verið að gera Guðbjarna Traustasyni greiða. Hún segist bara vona að kviðdómurinn verði mannlegur. STJÓRNMÁL Húsaleigubætur hækka samkvæmt reglugerð sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, undir- ritaði í gær. Er hækkunin aftur- virk og tók hún gildi 1. apríl síðastliðinn. Er þetta í fyrsta sinn sem húsaleigubætur hækka frá árinu 2000. Grunnbætur húsaleigubóta munu hækka úr 8.000 í 13.500 krónur eða um 69 prósent. Þá munu bætur vegna fyrsta barns hækka úr 7.000 í 14.000 krónur og bætur vegna annars barns hækka úr 6.000 í 8.500 krónur. Eftir breytinguna geta hámarkshúsa- leigubætur orðið 46.000 krónur í stað 31.000 króna áður. Hækkunin nemur því allt að 48 prósentum. Í samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um þátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Er þetta í fyrsta sinn sem ríkið kemur að greiðslu slíkra bóta. Í tilkynningu frá ráðuneytinu eru sveitarfélög hvött til að taka upp sérstakar húsaleigubætur og rýmka skilyrði fyrir slíkum bótum svo þær nái til fleiri heimila. Er árlegur viðbótar- kostnaður vegna þessara aðgerða samtals um 720 milljónir króna. Ríkissjóður mun greiða sextíu prósent af kostnaðnum en sveitar- félögin fjörutíu prósent. - ovd Húsaleigubætur hækka um hátt í 50 prósent og er það fyrsta hækkunin í átta ár: Húsaleigubæturnar hækka JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Undirritaði í gær reglugerð sem hækkar húsaleigu- bætur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAÞJÓNUSTA Erlendum ferða- mönnum sem koma hingað til lands til að fara í hvalaskoðun hefur fjölgað mikið á undanförn- um áratug. Samkvæmt hagtölum um ferðaþjónustuna, sem teknar voru saman fyrir aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, fóru 20.540 farþegar í hvalaskoðun hér á landi árið 1997. Í fyrra fóru hins vegar 104.300 farþegar í hvalaskoðun og hefur farþegafjöldinn því rúmlega fimmfaldast á tíu árum. Gert er ráð fyrir því að farþegum í hvalaskoðun geti fjölgað á næstu árum. - mh Hvalaskoðun vex ár frá ári: Fimmfalt fleiri í hvalaskoðun VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.