Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 10
 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Hörkutól – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c auk viðukenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum: STJÓRNMÁL Núverandi fyrirkomu- lag alþjóðlegrar kynningar Íslands er óskýrt og óskilvirkt. Nefnd for- sætisráðherra um ímynd landsins leggur til að komið verði á fót sér- stökum vettvangi sem setji skýran ramma utan um ímyndar- og kynn- ingarmál. Þar kæmu aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu, fjár- málastarfsemi, menningarlífi og þekk ingar iðnaði til samstarfs við hið opinbera. Slíkt myndi auðvelda mótun og styrkingu ímyndar. Í skýrslu nefndarinnar, sem kynnt var í gær, segir að fjöl margar rannsóknir hafi sýnt fram á mikil- vægi ímyndar fyrir efnahag, afkomu og samkeppnishæfni þjóða. Ímynd geti verið byggð á stað- reyndum, getgátum eða jafnvel ranghugmyndum. Ímynd Íslands megi skilgreina sem samsafn við- horfa, tilfinninga og upplifana sem Íslendingar sjálfir og aðrir hafi um land og þjóð. Að sögn Svöfu Grönfeldt, rektors Háskólans í Reykjavík og formanns nefndarinnar, leiddi vinna hennar meðal annars í ljós að íslensk fyrir- tæki kjósi að tengjast ekki Íslandi. Þau hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að gera það ekki vegna veikrar og viðkvæmrar ímyndar landsins. Úr þessu þurfi að bæta. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, sat í nefnd- inni. Hann veltir upp einni skýr- ingu á ástæðum þess að íslensk fyrirtæki tengi sig ekki Íslandi. „Ef fyrirtæki hafa spyrt sig með ákveðnum hætti við okkar ágæta land þá eru þau komin undir duttl- ungum fjölmiðlaumfjöllunar um landið hverju sinni. Það er ekki alltaf heppilegt og hefur alls ekki verið heppilegt upp á síðkastið þegar umfjöllunin hefur verið nei- kvæð.“ Eins og nú háttar til hvíla kynn- ingar- og ímyndarmál á herðum margra. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að samræma betur kraftana enda hafi þeim verið dreift um of. Allt slíkt starf verði þó að vera raunsætt. „Við verðum að miðla sterkri mynd af Íslandi, sem hefur innistæðu. Það er ekki hægt að búa til nýja ímynd, það verður að vera grundvöllur fyrir henni í landinu.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir að ákveðið hafi verið að fela vinnuhópi á vegum forsæt- is-, utanríkis-, menntamála- og iðnaðarráðuneyta að fjalla áfram um málið. bjorn@frettabladid.is Fyrirtæki kjósa að tengjast ekki Íslandi Ímynd Íslands er of veik og viðkvæm til að fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum telji hættandi á að tengja sig landinu. Nefnd um ímynd Íslands leggur til úrbætur að kynningar- og ímyndarstarfi. STYRKJA ÞARF ÍMYNDINA Svafa Grönfeldt, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kynntu nefnd og skýrslu um ímynd Íslands í gær. Í máli Geirs kom fram að nefndarmennirnir sex hefðu ekki þegið greiðslur fyrir störf sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nefndin leggur til að ímyndarupp- bygging Íslands miði að því að skapa jákvæða og sterka ímynd af fólki, atvinnulífi, menningu og náttúru. ■ Nefndin leggur til að kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur, frelsi og friður. ■ Nefndin leggur til að vettvangur ímyndarmála annist eftirfarandi verkefni: ■ Fylgist með ímynd Íslands og þróun hennar. ■ Miðli upplýsingum til uppbygg- ingar á sterkri og jákvæðri ímynd Íslands. ■ Samræmi aðgerðir sem snerti ímyndarmál. ■ Bregðist við neikvæðri umfjöllun sem snerti íslenska hagsmuni. ■ Veiti opinberum aðilum og atvinnulífi þjónustu við framkvæmd ímyndar- og kynningarverkefna tengdra Íslandi. KRAFTUR, FRELSI, FRIÐUR FILIPPSEYJAR, AP Afleiðingar lofts- lagsbreytinga kunna að steypa milljónum Asíubúa í fátækt, valda sjúkdómafaröldrum og hungursneyð. Við þessu varaði Shigeru Omi, yfirmaður Asíu- deildar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, í ræðu í tilefni af alþjóða heilbrigðisdeg- inum í Maníla á Filippseyjum í gær. Omi sagði malaríu, niðurgang, vannæringu og flóð valda um 150.000 dauðsföllum árlega, þar af um helmingi í Asíu. Aukin útbreiðsla moskítóflugna, sem bera malaríusmit, er að hans sögn greinilegt merki um að hlýnun loftslags sé farin að hafa beinar afleiðingar á heilsufar manna. - aa Afleiðingar hlýnunar: Malaríusmit skæðari SHIGERU OMI Segir hlýnun loftslags bitna á fátækasta fólkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.