Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2008 11 IÐNAÐUR Framkvæmdir vegna nýrrar verksmiðju Icelandic Global Water í Vest- mannaeyjum hófust á sunnudaginn. Í verksmiðjunni verður vatni pakkað á umbúðir til útflutnings. Í fyrsta áfanga verður reist 500 fermetra hús og er fyrir- hugað að það verði tilbúið í júní. Síðar verður annað 2.000 fermetra húsnæði reist við verksmiðjuna. Húsið er smíðað erlendis og verður flutt til lands. Rík áhersla er lögð á að starfsemi verði hafin í júní. „Í júní eru fjörutíu ár liðin síðan fyrsta vatnsleiðslan kom yfir til Eyja, en þá lagði dallurinn að landi með hana. Við viljum minnast þeirra tímamóta með því að vera komnir í rekstur á afmælinu,“ segir Guðjón G. Engilbertsson, forsvarsmaður fyrirtækisins. Vatnið kemur frá Syðri- Mörk undir Eyjafjöllum. Guðjón segir að verið sé að ganga frá samningum þannig að útflutningur geti hafist í sumar. Hann segir eftirspurnina eiga eftir að verða gríðarmikla. „Ég veit ekki hvort nægur markaður er í dag, eða á morgun, en hann á eftir að verða gríðarlegur. Menn eru farnir að öskra eftir vatni víða um heim, þannig að það verður ekki vandamál.“ Reiknað er með að fyrsta kastið verði fjórir til fimm starfsmenn við verksmiðjuna, en þeim muni fjölga. - kp Byrjað að grafa fyrir verksmiðju í Vestmannaeyjum: Vatnsútflutningur frá Vestmannaeyjum GUÐJÓN G. ENGILBERTSSON SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar sveitar- félagsins Ölfuss hafa rætt við þjóðminjavörð og menntamála- ráðherra um flutning bátasafns í Þorlákshöfn. „Alls staðar hefur þeirri hugmynd að flytja bátasafn þjóðarinnar til Þorlákshafnar verið vel tekið en verkefnið hefur strandað á baklandinu. Ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum vegna þess. Sveitarfélagið Ölfus hefur margoft lýst yfir að þar er vilji fyrir að láta fé í verkefnið ef fjármagn kemur á móti frá ríkisvaldinu,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. - gar Sveitarstjórn Ölfuss: Vilja bátasafn í Þorlákshöfn HERNES TOGAÐ ÚR ÞORLÁKSHÖFN Sveitarstjórn Ölfuss hefur rætt við þjóð- minjavörð og menntamálaráðherra um flutning bátasafns í Þorlákshöfn. FERÐAÞJÓNUSTA Heildarvelta í hótel- og veitingahúsarekstri hefur aukist mikið á undanförn- um sjö árum. Árið 2001 var heildarveltan tæplega 26 millj- arðar króna en í fyrra var hún rúmlega 51 milljarður. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir vöxtinn í greininni hafa verið gríðarlegan undanfarin misseri. „Það sjá það allir að það hefur átt sér stað bylting á þessum sex árum í hótel- og veitingahúsarekstri. Fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna hefur aukist mikið á þessum tíma,“ sagði Erna. - mh Ferðaþjónustan vex: Velta tvöfaldast BYRJAÐ AÐ MOKA Framkvæmdir hófust á sunnu- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Ef þú gefur fermingarbarni 5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð bætir Sparisjóðurinn 2.000 kr. við gjöfina. Við höfum trú á framtíðinni. Líttu við á spar.is og kynntu þér kosti Framtíðarsjóðsins Há raunávöxtun innlánsreikninga Verðtryggður reikningur Hægt að semja um reglubundinn sparnað Hægt að leggja inn hvenær sem er Það þarf ekki kraftaverk Við breytum 5.000 kr. í 7.000 kr. spar.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.