Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 12
12 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLA Embætti ríkislögreglu- stjóra hefur nú til skoðunar hvort lögreglumenn eigi að bera raf- byssur við störf sín. „Það yrði okkur einungis til háðungar ef við færum að beita þessum rafbyssum,“ segir séra Jón Bjarman, fyrrverandi fang- elsis- og sjúkrahúsprestur. Hann sat frá árinu 1992 til 2000 í eftir- litsnefnd Evrópuráðsins um varn- ir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (Committee for the Pre- vention of Torture). „Meðan ég var í nefndinni sá ég nokkur dæmi þess að þær hefðu verið notaðar af lögreglumönn- um. Ég veit að Evrópuráðið hafði gagnrýnt notkun þeirra, enda eru þetta pyndingatæki – það fer ekk- ert á milli mála.“ Pétur Hauksson geðlæknir, sem nú á sæti í nefndinni, segir alltaf hættu á að þessi vopn séu misnot- uð. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki hér,“ bætir hann við. „Svo er það hitt að þeir sem lögreglan á í höggi við myndu bregðast við þessu jafnvel með því að vopnbúast betur sjálfir.“ Hann segir enn fremur að gjalda beri varhuga við markaðs- setningu framleiðenda byssanna. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, for- maður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að samtökin hafi þungar áhyggjur af því ef lögreglan fari að nota rafbyssur hér á landi. Í skýrslu Amnesty International segir að frá árinu 2001 til loka ársins 2007 hafi að minnsta kosti 230 manns beðið bana eftir að rafbyssunni var beitt á þá. „Þar að auki hafa Amnesty Inter national og fleiri gagnrýnt Nýja-Sjáland fyrir að taka þessar byssur í notkun. Það gæti því vel farið svo að Ísland kæmi til umfjöllunar í ársskýrslu Amnesty ef við færum að nota þessar byssur, en það hefur aldrei áður komið fyrir,“ segir Jóhanna. Steinar Adolfsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um raf- byssurnar meðal lögreglumanna. „En ég tel nú að meirihlutinn sé frekar jákvæður gagnvart því að bæta þeim við valdbeitingartæki okkar,“ segir Steinar. „Það sem fyrir okkur vakir er að auka öryggi lögreglunnar. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem þessi tæki eru notuð slasast lögreglumenn síður.“ Hann segir enn fremur að fram- leiðendur byssanna kannist ekki við það sem Amnesty Internation- al haldi fram, að 230 manns hafi látist af völdum þeirra. „Sérfræðingar hjá ríkislög- reglustjóra eru nú að afla nauð- synlegra gagna, meðal annars um þá hættu sem getur stafað af tæk- inu auk læknisfræðilegra rann- sókna sem gerðar hafa verið,“ sagði Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra þegar hann fékk fyrir- spurn um málið á Alþingi fyrir stuttu. jse@frettabladid.is Talið er að tvö hundruð hafi látist eftir rafbyssuskot Verið er að kanna hvort lögreglan eigi að bera rafbyssur. Talið að 230 manns hafi látist eftir skot úr raf- byssu. Yrði okkur til háðungar, segir fyrrverandi nefndarmaður í eftirlitsnefnd á vegum Evrópuráðsins. Sérsveit lögreglunnar hefur lokið forathugun á því hvort hagkvæmt sé fyrir lögreglu og sérsveitarmenn að bæta rafbyssum í hóp valdbeitingar- tækja sinna. Að sögn Jónasar Inga Péturssonar framkvæmdastjóra rekstr- ar hjá embætti ríkislögreglustjóra taka nefndarmenn í tækja- og búnaðar- nefnd rískislögreglustjóra skýrsluna fyrir og skila síðan áliti sínu. „Spurn- ingin sem við leggjum til grundvallar er sú hvort notkun þessa tækis muni auka öryggi borgaranna og lögreglu- manna í starfi,“ segir hann. Ef niðurstaðan leiðir í ljós að byss- urnar henti lögreglu og sérsveit fer málið til nánari skoðunar og verður þá leitað eftir samstarfi við aðrar stofn- anir. Ef niðurstaðan er jákvæð eftir þá skoðun fer málið til dómsmálaráð- herra sem tekur endanlega ákvörðun. „Á Bretlandi, þar sem lögreglan nýtir sér þetta vopn, tók þetta ferli um það bil tvö ár,“ útskýrir hann. „Við erum fullkomlega meðvitaðir um það að öll valdbeitingartæki lög- reglu hafa í för með sér áhættu. Það er einmitt þess vegna sem við förum mjög gaumgæfilega yfir hlutina þegar við erum að skoða svona búnað.“ Spurður hvort beiting þessara vopna yrði ekki aðeins til þess að þeir sem komast í kast við lögin færu að beita enn frekari hörku segir Jónas Ingi: „Lögreglan býr við síbreytilegt umhverfi og verður að ígrunda vel hvernig bregðast skal við aðstæðum hverju sinni.“ - jse Sérsveitin lýkur forathugun JÓNAS INGI PÉTURSSON Rafbyssurnar hefðu áhættu í för með sér svo skoða þarf vel alla fleti málsins áður en ákvörðun er tekin um að nota þær, segir fram- kvæmdastjóri rekstrar hjá embætti ríkislögreglustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HOLLAND, AP Hollenskur dómstóll hefur komist að þeirri niður- stöðu að engar forsendur séu til að banna dreifingu and- íslamskrar stuttmyndar á netinu. Í stuttmyndinni „Fitna“ eftir hinn hægrisinnaða þingmann Geert Wilders er leitast við að sýna fram á sterk tengsl milli hryðjuverkaárása múslima víðs vegar um heim og innihalds Kóransins. Fulltrúar hollenskra múslima hafa brugðist ókvæða við efnistökum myndarinnar. Fóru þeir fram á lögbann á dreifingu hennar á netinu á þeim forsend- um að hún væri móðgandi í garð múslima, en dómari í Haag úrskurðaði á mánudag að almennt málfrelsi tryggði Wilders rétt til að gagnrýna Kóraninn og íslam. - kg Hollensk mynd um Kóraninn: Hefur rétt til að gagnrýna Íslam Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air. MacBook Air er komin til landsins. Komdu og sjáðu með eigin augum í Apple-versluninni á Laugavegi 182. MacBook Air 1,6 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 219.990 MacBook Air 1,8 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 249.990 Fí to n / S ÍA KYNDILBERI Stephane Diagana, heims- meistari í 400 metra hlaupi frá árinu 1997 og formaður samtaka fransks frjálsíþróttafólks, með Ólympíukyndil- inn á lofti við Eiffelturninn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.