Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 14
14 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Kynbundinn munur er á þekkingu barna og unglinga á heimilisofbeldi. Rann- sóknin Þekking barna á of- beldi á heimilum sem unnin er af átta konum, nemum og kennurum við Kennara- háskóla Íslands sýnir að þekking þeirra er mikil. Í rannsókn sem hófst árið 2006 og stendur enn yfir um þekkingu barna á ofbeldi inni á heimilum kemur fram að stúlkur virðast fróðari um ofbeldið en drengir. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor í uppeldisgreinum við KHÍ, segir að samkvæmt spurningalistum sem lagðir voru fyrir börn og unglinga frá fjórða til tíunda bekkjar grunnskólanna að þekk- ing þeirra á heimilisofbeldi sé umtalsverð. 1.125 börn og ungl- ingar tóku þátt og var svarhlut- fallið rúm 68 prósent. „Leynd heimilisofbeldis tengist einkum aðstæðum þar sem verið er að beita ofbeldinu. Þetta er þó að komast mun meira upp á yfirborð- ið í samfélaginu,“ segir Guðrún. Tveir spurningalistar voru lagð- ir fyrir tvo mismunandi aldurs- hópa, annar fyrir nemendur í fjórða til sjötta bekk og hinn fyrir nemendur í sjöunda til tíunda bekk. Um 70 prósent yngri svar- endanna höfðu heyrt um orðið heimilisofbeldi en 94 prósent þeirra eldri. „Þegar þau voru spurð hvað þau héldu að fælist í orðinu heimilisofbeldi voru svörin aðallega líkamlegt ofbeldi. Ungl- ingsstúlkurnar nefndu gerandann mun oftar og þær voru nákvæm- astar í svörum sínum,“ segir Guð- rún. Þátttakendurnir mátu ofbeld- ið líkt óháð kyni geranda. „Við höldum að stúlkur séu að sækja í þekkinguna, það getur verið vegna þess að þær vita að konur eru meira beittar ofbeldi en karlar, vegna ótta eða óöryggisleysis, eða að þær vilja ekki lenda í þessu sjálfar. Á hinn bóginn má líta á þekkingarleit þeirra sem styrk. Ástæðurnar koma ekki fram í spurninga- listunum en við sjáum það skýrt að kynin tjá sig ólíkt um þekk- inguna.“ Íslensku spurningalist- arnir voru gerð- ir eftir breskri fyrirmynd en aðlaga þurfti orðalag einstakra spurninga og huga að félagslegu samhengi. „Dæmi um spurningu úr bresku spurningarlistunum er til dæmis hvort viðkomandi sé svartur, blandaður eða hvítur og okkur þótti það ekki eiga við enda spurð- um við frá hvaða landi foreldrarn- ir væru í staðinn,“ segir Guðrún. Tæpur fjórðungur svarenda sagð- ist þekkja einhvern sem hefði orðið fyrir heimilisofbeldi. „For- eldrar þurfa að svara spurningum þegar þær koma, horfa á sjón- varpsefni með krökkunum og það þarf að auka samræður inni á heimilunum. Krakkarnir eru aðal- lega að heyra um heimilisofbeldi í blöðum, sjónvarpi og í skólanum.“ - áb Unglingsstúlkur fróðari um ofbeldi GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR NÁKVÆMARI Í SVÖRUM UM HEIMILISOFBELDI Guðrún telur að stúlkur sæki frekar í þekkingu um heimilisofbeldi en drengir. NORDICPHOTOS/GETTY „Smámál kalla á sterk við- brögð,“ segir Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður hjá Athygli. „Umræða um einkaþotuflug ráðherranna er smá- borgaralegt fjas. Tími ráðamanna er mikilvægur og hvað varðar flugið til Búkarest þá var munurinn á kostnaði í einka- flugi og áætlunarflugi bitamunur en ekki fjár. Það er ástæðulaust að fjargviðrast yfir þessu. Við verðum líka að taka tillit til tímasparnaðar sem fylgir einkaflugi. Hvað varðar flugið til Svíþjóðar þá hélt ég þó að ferðir til Norðurlandanna væru það tíðar og auðvelt að brúa ýmsa leggi í gegnum Kaupmannahöfn eða Stokkhólm að einkaflug í Norður- landaferðum væri óþarfi. En ekkert er nýtt undir sólinni. Einkaferðir með ráðamenn úr öllum flokkum, til dæmis með varðskipum og flugvél Flugmálastjórnar, tíðkuðust lengi og þóttu sjálfsagðar. Ætli slíkt sé aflagt?“ SJÓNARHÓLL LEIGUFLUG RÁÐHERRANNA Bitamunur en ekki fjár SIGURÐUR BOGI SÆV- ARSSON Blaðamaður Velkomin á Apa- plánetuna „Útkoman fram að þessu er slík að api í pílukasti kæmist að eðlilegri niðurstöðu en núverandi borgarstjórn.“ JÓN TRAUSTI REYNISSON, RIT- STJÓRI DV. DV 7. apríl Auglýst eftir stöðug- leika „Best væri að fyrst færu fram kosningar en ef ekki næst samstaða um það þarf ríkis- stjórnin að segja af sér.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS. Morgunblaðið 7. apríl ■ Sam- skiptasíðan Facebook komst í gagnið 4. febrúar árið 2004. Stofnandi síðunnar, Mark Zuckerberg, var þá 19 ára gamall og útbjó hann fyrirbrigðið inni á herbergi sínu í Harvard. Hann hafði hugsað síðuna til að auð- velda fyrrverandi og núverandi nemendum í Harvard samskipti í framtíðinni. Hugmyndin vatt þó fljótt upp á sig. Notendur Facebook nú eru um 66 milljónir talsins og stofnandi síðunnar er yngsti milljarðamæringur heimsins. Hann er nú númer 785 á lista Forbes yfir ríkasta fólk ver- aldar en áætlað er að fyrirtækið sé um 15 milljarða dala virði. FACEBOOK: VARÐ TIL Á HEIMAVIST Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlýtur Nehru-verðlaunin, æðstu viðurkenningu sem Indverjar veita, fyrir árið 2007. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Nehru-verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum fyrir mikilsvert framlag til alþjóðlegrar samvinnu og vináttu milli þjóða. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru Martin Luther King, Nelson Mandela og Móðir Teresa. Í fyrra var verðlauna- hafinn Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu. Ólafur Ragnar sagðist djúpt snortinn og þakklát- ur er hann ávarpaði blaðamenn á Bessastöðum: „Það er mikill og óvæntur heiður að verða viðtak- andi þessarar æðstu viðurkenningar Indverja, sem kennd er við einn fremsta leiðtoga sjálfstæðisbar- áttu Indlands á síðustu öld. Ég mun reyna að sýna fram á að ég sé verðlaunanna verður og þeirrar miklu ábyrgðar sem þeim fylgja.“ Í yfirlýsingu sem birt var í Delí í gærmorgun er vísað til náinnar samvinnu Ólafs Ragnars við indversk stjórnvöld í aldarfjórðung, allt frá því hann heimsótti landið fyrst árið 1983, auk þess sem vikið er að forystustörfum Ólafs Ragnars á alþjóðavettvangi. Verðlaunum fylgir fjárupphæð sem nemur ríflega níu milljónum íslenskra króna. Ekki hefur verið ákveðin dagsetning fyrir afhendinguna. - kg Forseti Íslands hlýtur Nehru-verðlaunin, æðstu viðurkenningu Indverja: Í fótspor King og Mandela TILKYNNT UM VERÐLAUNAHAFA NEHRU-VERÐLAUNANNA 2007 Ólafur Ragnar Grímsson og Mahesh Sachdev, sendi- herra Indlands á Íslandi, í gær þegar Ólafi var tilkynnt að hann hlyti Nehru-verðlaunin í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Héðan af Drangsnesi er allt fínt að frétta,“ segir Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Drangs. „Það hefur verið óvenju snjólétt hjá okkur í vetur, mun minna en við eigum að venjast. Fyrir austan og sunnan okkur hefur verið töluvert af snjó, en ekki hér. Ég held bara að það hafi aldrei verið ófært suðurúr til Hólma- víkur í vetur, þótt tíðarfarið hefði nú mátt vera betra.“ Aflabrögð hafa verið með besta móti á Drangsnesi og ekki yfir neinu að kvarta á þeim bænum. „Það hefur gengið ágætlega að fiska eftir áramót og verkefnastaðan hjá okkur er góð. Nú er gráslepp- an fram undan og fyrstu tunnurnar komu á land um síðustu helgi og það er alltaf viðburður hjá okkur. Við söltum hrogn fyrir báta víðs vegar hér að svo það er nóg að gera hjá okkur. Þá barst góður afli á land úr Grímsey ST 2 sem er snurvoðar bátur. Það er því bjart fram undan hjá okkur og ekki síst á meðan gengið er svona.“ Óskar er ekki bara upptekinn í vinnunni heldur er nóg að gera í einkalífinu líka. „Við fjölskyldan förum að huga að fríi þegar líður á sumarið og svo verð ég fimm- tugur upp úr hvítasunnunni. Meiningin er að halda upp á það um hvítasunnuna, ef heilsan og guð lofar. Já og ef það verður ekki of mikið fiskirí þannig að maður hafi engan tíma.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓSKAR TORFASON FRAMKVÆMDASTJÓRI Heldur afmæli ef fiskirí leyfir H im in n o g h a f / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.