Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 16
16 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Notaðu vextina strax Sími 575 4000 | www.byr.is // Hleyptu vexti í reksturinn // Fáðu háa ávöxtun // Reiknaðu dæmið til enda Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum sem ekki eru greiddir jafnóðum út. greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Svissneskur listnemi sem var hér um áramót fyrir hartnær tuttugu árum átti ekki orð yfir flugeldana sem skotið var á loft. Ég laug því að henni að hér væri hefð að kaupa flugelda fyrir allan peninginn sem maður ætti eftir við áramót og hefja hvert ár á núlli. Henni fannst það frábær hugmynd. Ég var svo ung og vitlaus að ég gerði mér ekki grein fyrir því að flestir byrjuðu hvert ár í mínus og hefðu verið alsælir með að geta byrjað það á núlli. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég hef bæði elst og þroskast. Eitt á ég þó alltaf erfitt með og það er að safna skuldum. Ég tamdi mér ung að lifa ekki um efni fram því það skiptir meira máli hvað fer út úr seðlaveskinu en það sem kemur inn í það. Frekar slátur en villibráð Ég veit í hjarta mínu að ég er mun betri í kreppu en góðæri. Kaloríusnautt kreppufæði er sérgrein mín. Þegar ég sé allt úrvalið af villibráð í kælum stórmarkaðanna fer um mig hrollur. Má ég þá biðja um slátur, sem ég tek sjálf, eða pastasalat með góðum vinum. Ég er hvorki nógu mikill nautnaseggur né eyðslukló til að njóta mín í góðærinu. Kreppan á betur við mig. Þá fæ ég engar athuga- semdir þó ég gangi áttunda árið í röð í kápunni minni eða eigi bara tvenn stígvél, önnur svört, hin brún. Þá verður aftur dyggð að spara og ég nýt mín til fulls. Þá verður aftur hægt að bjóða heim gestum án þess að þurfa að hafa þríréttað og sérvalin vín með öllum réttum. Og listgreinin að gera góð kaup verður hafin aftur til vegs og virðingar. Ég er á fullu að búa mig undir kreppuna. Með nokkrum endur- bótum á íbúðinni og páskaferð til Kína mun mér takast að saxa verulega á sparnaðinn sem myndaðist í góðærinu. Ég held að ég hafi þó ekki nægan tíma til að safna miklum skuldum, en ég reyni. Ég skal axla mína ábyrgð á skuldum heimilanna. Jarðsamband á flugi Nú er komið nýtt viðmið yfir það að deila kjörum með einhverjum. Það er að vera á sama tíma í Leifsstöð eða annarri alþjóðlegri flugstöð. Standa saman í röð, bíða eftir flugvél og sækja töskurnar á sama færibandið. Samkvæmt málflutningi þingmanns Vinstri grænna táknar það að ráðherrar taki einkaþotu fram yfir ferða- máta meirihluta þjóðarinnar að þeir vilji ekki deila kjörum með henni. Ég sá einn helsta auðmann þjóðarinnar um daginn á Heath- row, hann drakk kaffi á sama kaffihúsi og ég. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir að með því deildum við kjörum. Þegar ég lendi við hlið hans á göngubretti í Laugum gerum við líklega slíkt hið sama. Hann nær jarðsam- bandi við að berja mig augum og ég sannfærist um að á Íslandi ríki jöfnuður. Þjóðin, samkvæmt Vinstri grænum, ferðast með Icelandair eða Iceland Express og ráðherrar eiga að gera slíkt hið sama. Þótt þeir fari í sérröð, sitji í Saga Lounge meðan við rápum um Leifsstöð og sitji á Saga Class meðan við reynum að koma löppunum fyrir í þröngum sætaröðunum í almenningsfar- rýminu þurfa þeir að hanga við sama færibandið og bíða eftir töskunum og gætu þá þurft að blanda geði við kjósendur sína, þjóðina. Hvað með þann hluta þjóðar- innar sem aldrei fer til útlanda? Telst hann ekki með? Hvar eiga ráðherrar að deila kjörum með honum? Í biðröðinni í Trygginga- stofnun eða Bónus? Nægja kannski vinnustaðaheimsóknir á fjögurra ára fresti? Með allri virðingu fyrir ráðherrum okkar og þingmönnum þá held ég að það sé langt síðan þeir deildu kjörum með þjóðinni. Mér finnst skipta meira máli hvernig þeir greiða atkvæði þegar kosið er um breytingar á lögum um almanna- tryggingar en hvernig þeir ferðast um heiminn. En ég er líka svo ómórölsk að ég myndi þiggja far með einkaþotu ef mér byðist það því mér leiðist svo að hanga á flugvöllum. Það er einn kostur við kreppuna að maður hefur síður efni á því að ferðast og losnar við þá kvöl. Eða er ekki dagskipunin sú að sjá hið jákvæða við málið? Ég viðurkenni lesandi góður að þó að ég taki ávallt undir í Allt eins og blómstrið eina: Kom þú sæll, þá þú vilt, þá er eins með hann og kreppuna. Ég vona að hann komi alls ekki strax og helst ekki til mín og minna. UMRÆÐAN Loftslagsmál Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslags- breytingar séu fyrst og fremst dóms- dagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntan- legur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti“ í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista – þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur“, eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science“ er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, http://www. ucsusa.org/news/press_release/ExxonMobil- GlobalWarming-tobacco.html. Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn? Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hver er loddarinn? Að deila kjörum ÁRNI FINNSSON V erið hrædd! Heimurinn er að bráðna! Hundruð millj- óna manna munu lenda á vergangi vegna loftslags- breytinga! Það er út á svona upphrópanir sem Al Gore, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna, hefur skapað sér nýjan grundvöll heimsfrægðar. Þær hafa meira að segja fært honum friðarverðlaun Nóbels. Sú ákvörðun norsku Nóbels-nefndarinnar var einmitt rökstudd þannig að með því að vekja ráðamenn heims- byggðarinnar í nútímanum til vitundar um loftslagsbreytingarnar væri skapaður þrýstingur á þá að gera það sem í þeirra valdi stæði til að fyrirbyggja það að til þess kæmi að hundruð milljóna manna lentu á vergangi í framtíðinni, því slík þróun myndi augljóslega leiða til ófriðar og hörmunga. Frá því Gore gerði víðfræga kvikmynd sína „Óþægilegur sann- leikur“ fyrir tveimur árum hefur hann ferðast um heimsbyggðina og flutt fólki boðskap sinn í máli og myndum. Í gær flutti hann Færeyingum pistilinn. Og í dag er röðin komin að Íslendingum. Meðverðlaunahafar Gores, þær þúsundir vísindamanna frá öllum heimshornum sem tekið hafa þátt í starfi Vísindaráðgjafar- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC, nálgast þetta viðfangsefni með ólíkum hætti en hann. Þeir vilja ekki fullyrða meira en staðreyndir gefa tilefni til, og hvað telst vera staðreynd koma þeir sér fyrst saman um. Þeir ástunda ekki upphrópanir um að við mannkyninu blasi ógn og skelfing vegna eigin óhófsneyzlu á gæðum jarðar. Með öðrum orðum ástunda þeir ekki „alarmisma“. Enda eru nógu margir aðrir til að taka það hlutverk að sér. Og það er reyndar gott að einhver geri það, því það er fyrst með „alarm- isma“ sem athygli fjöldans næst. Varlega orðaðar málamiðlunar- formúleringar vísindamannanna eru miklu síður til þess fallnar. Boðskapur Al Gore er ótvíræður alarmismi. Sem dæmi má nefna að í „Óþægilegum sannleika“ fullyrðir Gore að hlýnun loftslags sé svo hröð að Grænlands- og heimskautaísinn sé óðum að bráðna og það geti á þessari öld leitt til allt að sex metra (tuttugu feta) hækk- unar sjávarmáls. Það muni sökkva heilu milljónaborgunum í öllum heimsálfum. Í skýrslu IPCC er hins vegar ekki neinar þær upp- lýsingar að finna sem réttlæta slíka heimsendaspá. Þar segir öllu heldur, að sjávarmál kunni að hækka á þessari öld um 18-59 sentí- metra. Gore gerir líka mikið úr þeim möguleika að Golfstraumur- inn stöðvist þótt fræðimenn telji hann afskaplega ósennilegan. Alarmismi grundvallaður á ýkjum og oftúlkunum er gagnrýni- verður. Hann kann jafnvel að hafa þveröfug áhrif. En að sama skapi er varhugavert að gera lítið úr loftslagsvandanum, eins og ýmsir af hörðustu gagnrýnendum Gores hafa tilhneigingu til að gera. Það er hollt að hugsandi fólk um allan heim rökræði for- dómalaust um þetta viðfangsefni. Að gera það að trúaratriði pólit- ískrar rétthugsunar gagnast hins vegar engum. Al Gore og loftslagsumræðan: Gagn og ógagn „alarmisma“ AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Það er fyrst með alarmisma sem athygli fjöldans næst. RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Í DAG | Kreppa Ég tamdi mér ung að lifa ekki um efni fram því það skiptir meira máli hvað fer út úr seðlaveskinu en það sem kemur inn í það. Náttúrulegur kraftur Skýrsla nefndar forsætisráðherra um ímynd Íslands, styrk hennar, stöðu og stefnu var kynnt í Hafnarhúsinu í gærmorgun, að viðstöddum forsætis- og utanríkisráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lykilatriðin í ímynd Íslands séu náttúrulegur kraftur, frelsi og friður. Það birtist í náttúru lands- ins, fólki, atvinnulífi og menn- ingu. Eflaust er það þessi náttúrulegi kraftur sem knýr vörubílstjóra áfram þessi dægrin, en að fundinum loknum höfðu þeir lagt fyrir ráðherrabíl- ana í Tryggvagötu og gerðu sig ekki lík- lega til að hleypa þeim burt. Ingibjörg sektuð Þótt bílstjórarnir létu reyndar ófrið- lega féllu mótmæli þeirra að ímynd Íslands að því leyti að þeir höfðu fullt frelsi til athafna; að minnsta kosti gerði lögreglan sig ekki líklega til að færa þá í járn þótt þeir „færu um með ofbeldi og lögbrotum,“ eins og forsætisráðherra komst að orði í viðtali við blaðamenn. Gallvaskur stöðumælavörður lét aftur á móti ekki sitt eftir liggja og sektaði bílstjórana fyrir að leggja ólög- lega. Hann fór heldur ekki í manngreinarálit og setti sektar- miða í framrúðu bíls utanrík- isráðherra, sem var lagt ólöglega fyrir framan Hafnar húsið. Fóru fótgangandi Nú voru góð ráð dýr því bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Þau sáu sér því þann kost vænstan að yfirgefa Hafnarhúsið gangandi og skilja bílana eftir þar til vörubílstjórarnir væru á bak og burt. Viðstaddur var fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, og mun hann sjálfsagt miðla því sem hann sá til Breta. Kannski verða ráðherrar á hlaupum undan fúlum vörubílstjórum hluti af alþjóðlegri ímynd Íslands áður en langt um líður. bergsteinn@fretta bladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.