Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnhildur Sif Reynisdóttir gullsmiður er í mastersnámi í skartgripahönnun en gefur sér þó tíma til að sinna heilsunni. Ragnhildur Sif hefur stundað heilsurækt og dans árum saman en hún stundar nú nám í skartgripa- hönnun í Englandi og flýgur á milli. Hún gefur sér tíma til að fara í ræktina og í kraftgöngu en maga- dansinn þurfti að víkja í bili. „Ég er bara svo önnum kafin núna en ég byrjaði í magadansi fyrir mörgum árum. Svo þegar ég byrjaði í náminu þurfti ég að velja og hafna og tók magadans- inn út af dagskránni tímabundið,“ segir Ragnhildur Sif. Hún vonast þó til að komast í dansinn aftur með sumrinu því hann eigi vel við sig. „Ég er algjört dansfífl og verð að dansa. Magadans- inn hefur alveg heillað mig og ég mæli hiklaust með honum til að fá liðleika í mjaðmirnar. Kærastinn minn, sem er sjúkraþjálfari, segir æfingarnar í dans- inum frábærar fyrir líkamann. Hann lærði meira að segja nokkur spor sjálfur sem hann tekur öðru hvoru því þetta er svo gott fyrir mjóbakið.“ Ragnhildur Sif segist dugleg við að prófa eitthvað nýtt og eru samkvæmisdansar, salsa, jóga og hug- leiðsla á afrekaskránni. Hún stundar nú kraftgöngu með systur sinni tvisvar í viku auk þess að fara í ræktina og eróbikk. „Það eru fimm ár síðan ég byrjaði í kraftgöngunni og við systir mín göngum með stafi í klukkutíma í senn. Á sumrin er mjög gaman að fara í göngur um landið en við fórum í fyrra frá Hveragerði yfir til Þingvalla og ætlum að reyna að fara árlega í svona göngur. Svo þegar ég er í stuði hérna heima þá stunda ég jóga og hef gert það síðan ég var sautján ára.“ Ragnhildur hætti að borða rautt kjöt þegar hún var unglingur og þolir illa mjólkurvörur svo hún þarf að hugsa vel um mataræðið. Hún borðar fisk, kjúkling og mikið af grænmeti og er dugleg að drekka vatn en slakar þó á reglunum um helgar. „Það hefur alltaf skipt mig miklu máli að vanda mataræðið. Dagana sem ég fer á æfingu fæ ég mér oft orkudrykki í hádeginu en það getur verið gott þegar maður er önnum kafinn að grípa í svona drykki. Þannig fæ ég góða orku og fullt af vítamínum. Svo eru nammidagar um helgar, þá slappar maður af og borðar pitsur og nammi og hefur þetta aðeins öðru- vísi en hina dagana.“ heida@frettabladid.is Magadansinn heillar Ragnhildur Sif Reynisdóttir ætlar sér í magadansinn með sumrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Háskólinn í Reykja- vík hefur opnað fyrir umsóknir í grunnnám í íþróttafræðum. Um er að ræða þriggja ára BS-nám og fer námið fram í Íþrótta- akademíunni í Reykja- nesbæ. Áhugasamir geta aflað sér frekari upplýsinga um námið á www.hr.is. Heilsuhúsið á Selfossi heldur 15. apríl næst- komandi námskeið um hvernig eigi að útbúa einfaldan mat fyrir börn frá sex mánaða aldri. Einnig er farið yfir á hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær. Umsjónarkona nám- skeiðsins er Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Hugar-far að betri stað í lífinu? er yfirskrift á fyrirlestri sem heilsufræðingurinn Matti Ósvald heldur í Manni lifandi í Borgartúni 24 klukkan 17.30 15. apríl. Er hann ætlaður fólki sem vill gera gagngerar breytingar á lífi sínu. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á madur- lifandi@madurlifandi.is. ALLTAF BESTA VERÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.