Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 18
[ ] Halldóra Björnsdóttir hefur séð um morgunleikfimina á Rás 1 í rúm tuttugu ár. „ Jónína Ben bauð mér verkefnið fyrir rúmum tuttugu árum. Ég fékk sólarhrings frest, fór. síðan í prufu og er hér enn,“ segir Hall- dóra Björnsdóttir, sem hefur umsjón með morgunleikfiminni á Rás 1 virka daga klukkan 9.45. Halldóra er menntaður íþrótta- fræðingur frá háskólanum í Alberta í Kanada. Þar sérhæfði hún sig í íþrótta- og líkamsþjálfun fatlaðra. Þegar heim var komið tók hún síðan kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og masterspróf í uppeldis- og menntunarfræði á sviði forvarna. Auk þess að sinna morgunleikfimi er Halldóra fram- kvæmdastjóri Beinverndar og í hálfu starfi hjá rannsóknarstofu í öldrunarfræðum. „Markhópur leikfiminnar er fólk sem er heima á þessum tíma. Bæði eldra fólk, öryrkjar og jafnvel for- eldrar í orlofi,“ útskýrir Halldóra, sem segir mikilvægt að ná til fólks sem hreyfi sig lítið. „Eldri kynslóð- in fer lítið á líkamsræktarstöðvar og þess vegna er gott að vera með venju í hversdagsleikanum; til dæmis að nota stiga í stað lyftu og ganga í stað þess að keyra ef hægt er,“ segir Halldóra, sem segir að útvarpsleikfimin geti einnig verið fín viðbót við aðra heilsurækt. „Ég hef fengið ótal kveðjur frá dyggum þátttakendum. Meira að segja frá 4. bekk í Varmalandsskóla í Borgar- firði sem gerir alltaf morgunleik- fimina. Kennarinn segir þetta skemmtilega venju og krökkunum finnst þetta tilbreyting frá skóla- leikfiminni sem er allt öðruvísi. Þeim finnst reyndar sumar æfing- arnar skrítnar,“ segir Halldóra brosandi og er ekki frá því að gaman væri að hafa eigin krakka- leikfimi í útvarpinu. Halldóra segist einnig vita til þess að morgunleikfimin sé notuð sem hléæfingar á ýmsum stöðum. „Ég veit til þess að morgunleikfim- in er notuð á sambýlum, elliheimil- um og ýmsum vinnustöðum. Fyrir fólk í kyrrsetuvinnu er sérstaklega mikilvægt að standa upp einu sinni á klukkustund; hreyfa sig aðeins og til dæmis teygja bæði kálfa og ökkla,“ segir Halldóra, sem vildi gjarnan að leikfimin væri aðeins lengri og oftar. Hreyfingarnar eru að sögn Hall- dóru samblanda af sígildum hreyf- ingum sem losa um og styrkja. Síðan blandar hún inn nýstárlegum aðferðum og hefur í áranna rás breytt örlítið um stíl. „Innblástur- inn kemur héðan og þaðan. Ég hef farið á fjölda námskeiða og er líka menntaður jógakennari. Síðan ligg ég yfir blöðum og bókum og tek á móti ábendingum,“ segir Halldóra og heldur áfram: „Í fyrstu var ég þó nokkuð með gólfæfingar. Það hentaði illa fyrir eldra fólk og vinnustaði. Síðan hugsaði ég þetta upp á nýtt og í dag er markmiðið að hægt sé að gera æfingarnar stand- andi eða sitjandi á stól án nokkurra tækja,“ segir Halldóra, sem ætlar að halda ótrauð áfram í morgun- leikfiminni á Rás 1. rh@frettabladid.is Heimaleikfimi er heilsubót Golf er holl hreyfing sem allir geta stundað. Nú er tíminn til að dusta rykið af kylfunum og slá nokkra bolta. Athugið að snyrtilegur klæðnaður er æskilegur. Halldóra Björnsdóttir segir morgunleik- fimina einstaklega gefandi hugsjónastarf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra. Næstu fyrirlestrar og námskeið 10. apríl kl 17:30 - 19:00 Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi 12. apríl kl 11:00 - 14:00 Hláturjóga með jákvæðu ívafi Ásta Valdimarsdóttir jógakennari 15. apríl kl 17:30 - 19:00 Viltu Hugar-far að betri stað í lífi nu? Matti Ósvald heilsuráðgjafi 16. apríl kl: 19:00 - 21:00 Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.