Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 36
20 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Skvíííík skvíííík Smatth! Hmm... Þetta bragðaðist eigin- lega frekar illa! Skrýtið! Það gerði matur- inn minn allt í einu líka! Góðan daginn, elskan? Lummur? Lestu þessa teiknimynda- sögu! Þetta er alveg eins og pabbi þinn! ...og svo kom í ljós að ég var með gleraugun hennar ömmu! Er það ekki fyndið? Ertu ennþá að reyna að fá son þinn til að sýna tilfinningar? Það er eins og að reyna að fá ostru til að brosa. Eina vatnið sem kött- um líkar er það sem er í drykkjarskálinni okkar. Allir þurfa að byrja einhvers staðar, Mjási. Voruð þið að gera þetta í myndmennt í dag? Já, við bjuggum til sjónvarps- grímur. Þær eru flottar! Já. Strákarnir gerðu eina tegund og stelp- urnar gerðu aðra. Nú? Hver er munurinn á stráka- og stelpusjónvarpi? Strákasjónvarp er ekki með takka til að hækka og lækka hljóðið Skrambinn!! Þarna fer það aftur! Ég hef aldrei skilið fólk sem lifir fyrir vinnuna sína. Mér finnst það sorg- legt ef fólk þarf að leggja nótt við nýtan dag í vinnu til þess eins að hafa ofan í sig og á. Mér finnst það hins vegar líka afar sorglegt ef fólk þarf það alls ekki, en gerir það samt, á kostnað sambanda við vini, vandamenn og nánustu fjöl- skyldu. Ég ímynda mér að þetta fólk, sem gefur allt sitt í vinnuna, myndi visna á nokkrum mínútum ef það gæti einhverra hluta vegna ekki unnið. Ég efast ekki um að það sé flestum þungbært að þurfa að hverfa af vinnumarkaði. Sér- staklega þar sem það virðist ein- hvern veginn vera þannig í dag að enginn sé maður með mönnum nema hann vinni lágmark sextíu tíma á viku og geti stoltur sagt frá því að hann hafi ekki sofið nema í tvo tíma og samt haft orku til að stýra símafundi við Kúala Lúmpúr. Ég mótmæli því hins vegar að vinnan þurfi að vera eini spegill- inn sem maður lítur í, og mig grun- ar að því sé þannig farið með þá sem hreykja sér af fáránlega löng- um vinnutíma eða árangri í vinnu, sem reynist svo oft dýrkeyptur. Ég heyrði um daginn af manni sem vinnur í törnum. Hann er kvæntur fjögurra barna faðir, sem vinnur eins mikið og hann verður að gera til að geta fætt fjölskyldu sína og klætt. Inni á milli tekur hann svo tarnir og safnar í sjóð. Svo tekur hann sér margra vikna frí frá vinnu. Það besta við þetta er að hann lítur ekki á þessar vikur sem frí. Hann lítur á þær sem lífið. Vinnusemi og iðni hafa löngum verið álitin miklir kostir hér á landi, þar sem eftirmælin „henni féll aldrei verk úr hendi“ þóttu afar virðuleg á árum áður. Ég segi hins vegar eins og sniðug kona sem ég þekki vel. Á mínum leg- steini má gjarnan standa „Henni féll oft verk úr hendi“. Það þýðir að ég hafi tekið mér tíma í að vera til. STUÐ MILLI STRÍÐA „Henni féll oft verk úr hendi“ SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR STÝRIR EKKI SÍMAFUNDUM VIÐ KÚALA LÚMPÚR 10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ALLAR SÍÐUSTU SÝNINGAR ÓÐIR 2008 eyðurnar sinu, 10. apríl kl. 13-17 ónustu (SSF) í samvinnu við Iðnaðarráðuneytið ands. Fjallað verður um söfn og sögusýningar á jóðar frá ýmsum sjónarhornum, auk þess sem ur SSF. astjóri. ðingur. how do we and our guests s and know-how from the past ? ðingur, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. ples of daily dialogues i.e. about “unwritten” s visiting our Viking market place. e Forsøgscenter í Danmörku. æðingur, lektor við HÍ ókna. g ferðaskipuleggjandi. SÖGUSLÓÐIR 2008 Getið í eyðurnar Þjóðmenningarhúsinu, 10. apríl kl. 13-17 Málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) í samvinnu við Iðnaðarráðuneytið og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Fjallað verður um söfn og sögusýningar á Íslandi og túlkun þeirra á sögu lands og þjóðar frá ýmsum sjónarhornum, auk þess sem danskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni. DAGSKRÁ 13.00 Samtök í sóknarhug. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 13.10 Ávarp. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. 13.20 Saga og miðlun. Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur. 13.30 With or without written evidence, how do we and our guests get closer to everyday life aspects and know-how from the past ? Laurent Mazet-Harhoff, fornleifafræðingur, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. 13.50 Teaching with roles: some examples of daily dialogues i.e. about “unwritten” everyday life aspects with guests visiting our Viking market place. Jutta Eberhards, leikstjórnandi, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. 14.10 Hlé. 14.20 „Ísland, best í heimi.“ Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, lektor við HÍ og stjórnandi Skriðuklaustursrannsókna. 14.40 „Vinsamlegast snertið munina!“ Helmut Lugmayr, leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi. 15.00 Drýpur saga af hverju strái? Már Jónsson, sagnfræðingur. 15.20 Kaffi . 15.50 Gamalt og nýtt, satt og logið. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og höfundur. 16.10 Má gera söguna sýnilega? Björn G. Björnsson, sýningahönnuður. 16.30 Óljósar sögur. Þór Vigfússon, sagnamaður og fyrrverandi skólameistari. 16.50 Samantekt: Skúli Björn Gunnarsson. Fundarstjóri: Ásborg Arnþórsdóttir. Málþingsgjald: 3.000 kr - kaffi veitingar innifaldar. Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 1.000 kr Skráning: Kristín Sóley Björnsdóttir ksb@akmus.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.