Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 38
22 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ULTIMA MEL Kryddstúlkan Mel B reynir nú fyrir sér á nýjum vettvangi, en hún er nýtt andlit undirfata- merkisins Ultimo. Forsvars- menn fyrirtækisins hrifust af stúlkunni á tónleikaferða- lagi Spice Girls og segja í viðtali við The Sun að þeir hafi ólmir viljað fá hana til liðs við sig. Vorsýning nemenda á öðru ári í fatahönnun við Lista- háskóla Íslands fór fram á Apótekinu á föstudagskvöldið. Þar sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar síðustu vik- urnar, við góðar undirtektir áhorfenda. Hönnun þessara upprennandi fatahönnuða landsins var jafn ólík og þeir eru margir, eins og myndirnar sýna. FATAHÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR Hönnun Borghildar Gunnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hönnun Kol- brúnar Amöndu Hasan. Hönnun Zuzanna Kubickova. Til vinstri sést hönnun Hlínar Reykdal. Hjartaknúsaranum Matthew McConaughey hefur verið boðið hlutverk í nýrri kvikmynd um einkaspæjarann Magnum P.I., sem gerði garðinn frægan í sjón- varpinu á níunda áratugnum. Tom Selleck fór með aðalhlut- verkið í þáttunum, sem voru sýndir við miklar vinsældir á árunum 1980 til 1988, þar á meðal hérlendis. McConaughey hefur fengið handritið að myndinni í hendurnar og er að íhuga hvort hann bregði sér í einkaspæjara- buxurnar og safni jafnvel yfirvara- skeggi eins og Selleck skartaði í þáttunum. Í maí síðastliðnum sagðist Selleck vera til í að koma fram í myndinni ef handritið væri ásætt- anlegt. „Það er bara einn hængur á málinu: þeir verða að biðja mig um að vera með,“ sagði hann. McConaughey er um þessar mundir að leika í rómantísku myndinni The Ghosts of Girl- friends Past á móti Jennifer Gar- ner, sem kemur í bíó vestanhafs í febrúar. Næst sést hann á hvíta tjaldinu í gamanmynd Ben Stiller, Tropic Thunder, í hlutverki sem Owen Wilson átti upphaflega að leika áður en hann reyndi að fremja sjálfsvíg. Gangi allt eftir áætlun leikur McConaughey í Magnum P.I. í lok ársins og verður myndin þá frum- sýnd á næsta ári. Matthew verður Magnum P.I. MATTHEW MCCONAUGHEY Leikarinn og hjartaknúsarinn íhugar að leika í nýrri kvikmynd um einkaspæjarann Magnum P.I. Hönnun Ernu Bergmann. Hönnun Herdísar Jónu Birgisdóttur. Hönnun Hlínar Reykdal. Smáríkið San Marínó og Aserbaídsjan taka bæði þátt í Eurovision í fyrsta skipti í ár. San Marínó sendir fimm manna hljómsveitina Miodio með lagið Complice, en hún er raunar skipuð þremur Ítölum og tveimur San Marínó- búum. Nafn hljómsveitarinnar útleggst á íslensku Ég hata mig, en liðsmenn segja það passlega ögrandi. „Við trúum að allir hafi í lífi sínu verið hataðir fyrir að hafa gert eða ekki gert eitthvað. Það mikilvæga er að bregðast við og það gerum við í gegnum tónlist okkar,“ segja þessir gleðigjafar í viðtali við síðuna esctoday.com. Aserbaídsjan sendir hins vegar dúett- inn Day After Day, sem kumpánarnir Elnur Huseynov og Samir Javadzadeh munu flytja okkur. Hluti lagsins sækir innblástur sinn í hina innlendu tónlist- arhefð Mugam, þar sem „söngvarar þurfa að breyta tilfinningum sínum í söng og tónlist“ að því er fram kemur á Wikipedia. Dúettinn mun takast á í hlut- verkum engils og djöfuls, eða eins og Huseynov útskýrir: „Ég verð hreinn eftir englasönginn. Djöfullinn er líka engill, sem hefur verið úthýst úr paradís. Mugam hreinsar öskur hjart- ans.“ Það er því eflaust við góðu að búast af þessum nýgræðingunum í Eurovision-heiminum. Englasöngur og sjálfshatur 45 DAGAR TIL STEFNU ÉG HATA MIG Fulltrúar nýgræðinganna frá San Marínó í Eurovision í ár ganga undir því fagra nafni Miodio, eða Ég hata mig. G C I G R O U P AL M AN N AT EN G SL *Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.citroen.is Fullkomnari fullkomnun Sjáðu Citroën Berlingo í dag Dæmi um staðalbúnað í Citroën: · Meiri burðargeta: 800 kg · Hliðarhurðir beggja vegna með lokunarvörn · 180 gráðu opnun á afturhurðum · Topplúga fyrir lengri hluti · Hiti í sætum · Rafdrifnar rúður · Geislaspilari með útvarpi og fjarstýringu við stýri · Fjarstýrð samlæsing · Fellanlegt framsæti farþega með borði og geymsluhólfi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.