Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 40
24 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 10 16 7 12 16 10 16 7 7 12 7 THE EYE kl. 8 - 10 VANTAGE POINT kl. 8 - 10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 6 HORTON kl. 6 ÍSLENSKT TAL 16 16 7 16 16 16 16 THE AIR I BREATHE kl.6 - 8 - 10 VANTAGE POINT kl.6 - 8 - 10 IN BRUGES kl.5.45 - 8 - 10.10 HORTON kl.6 ENSKT TAL THE ORPHANAGE kl. 8 - 10 DEFINITELY MABY kl. 5.30 - 8 - 10.30 DEFINITELY MABY LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 VANTAGE POINT kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 8 SHUTTER kl. 8 - 10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 3.30 - 5.45 HORTON kl. 3.30 ENSKT TAL HORTON kl. 4 - 6 ÍSLENSKT TAL SEMI PRO kl. 10.30 DOOMSDAY kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 5.30 - 8 THE EYE kl. 10.30 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 5.50 HEIÐIN kl. 10 THE KITE RUNNER kl. 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 5% 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á !óíbí.rk055 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir  „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir MESTI FARALDUR SÖGUNNAR... MILLJÓNIR SÝKTAR... EINANGRUÐ... YFIRGEFIN... 25 ÁRUM SÍÐAR ER TÍMI MANNKYNSINS RUNNINN ÚT. FRÁBÆR VÍSINDATRYLLIR Í ANDA 28 DAYS LATER FRÁ LEIKSTJÓRA THE DESCENT! REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS FOOL´S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 7 FOOL´S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 VIP STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D 10 DOOMSDAY kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 LARS AND THE REAL GIRL kl. 10:10 L 10.000 BC kl. 8 - 10:30 12 THE BUCKET LIST kl. 8 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 6 L STEP UP 2 kl. 6 7 3D-DIGITAL FOOL´S GOLD kl. 6 - 8 - 10:10 7 STÓRA PLANIÐ kl. 8:10D - 10:10D 10 HANNA MONTANA kl. 6 (3D) L JUNO kl. 8 - 10 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 6 L DIGITAL DIGITAL FOOL´S GOLD kl. 8 - 10 7 STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10 STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10 SEMI PRO kl. 8 L JUNO kl. 10 L STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 10 LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 L SHUTTER kl. 10:10 7 Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd. - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR DEFINITELY, MAYBE kl. 5.45, 8 og 10.15 L THE EYE kl. 8 og 10 16 SPIDERWICK CHRONICLES kl. 6 7 HORTON - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L SEMI-PRO kl. 8 og 10 12 “Vel gerð ævintýra-og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL - H.J. MBL Skaðlegur vírus sem breytir fólki í blóðþyrst skrímsli breiðist út um Skotland og svæðið er girt af til frambúðar. Árið 2035 skýtur hann hins vegar upp kollinum í London og hópur hermanna er sendur inn á afgirta svæðið til að finna lækn- ingu. Doomsday kemur frá breska leik- stjóranum og handritshöfundinum Neil Marshall sem hefur gert það gott með hrollvekjunum The Descent frá 2005 og Dog Soldiers frá 2002. Doomsday er B-mynd í húð og hár og ekkert er gert til að fela það. Söguþráðurinn er einfaldur og skemmtanagildið er í forgrunni; keyrslan er hröð og myndin er upp- full af háværum hasar og ýktum blóðsúthellingum. Það hefði þó getað verið í lagi ef myndin væri ekki gersneydd öllum frumleika. Allt í myndinni virðist beint tekið úr öðrum myndum; heimsendavírusinn úr 28 Days Later, stjórnleysið úr Mad Max, söguþráðurinn úr Escape from New York, miðaldaveröldin úr Timeline og jafnvel eitthvað úr Aliens. Hand- ritið er gloppótt, sundurlaust og stundum óskiljanlegt, og oft er B- mynda vitleysan keyrð fram úr hófi. Ofvirk klippingin eyðileggur þar að auki mikið fyrir spennunni. Með aðalhlutverkið fer Rhona Mitra, sem var m.a. í Shooter og kemur fyrir í The Practice og Boston Legal-þáttunum. Hún fer ágætlega með hlutverk sem virðist apa um of eftir helstu kvenhetjum kvikmynda. Bob Hoskins er þéttur að vanda og Malcolm McDowell kemur fyrir sem konungur mið- aldakastala. Doomsday er mynd sem hefur lítið fram að færa annað en hluti úr öðrum og betri myndum. Það væri helst hægt að njóta hennar sem heimskulegrar B-myndar, en hún er að mínu mati of fáránleg og jafnvel vonbrigði sem slík. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Ófrumleg og heimskuleg B-mynd KVIKMYNDIR Doomsday Leikstjóri: Neil Marshall. Aðalhlut- verk: Rhona Mitra, Bob Hoskins, Malcolm McDowell. ★★ Ófrumleg spennumynd með glopp- óttu handriti. Of fáránleg til að hægt sé að njóta hennar sem B-myndar. Plötusnúðurinn heimsfrægi Carl Cox ætlar að gera allt vitlaust á tvennum tónleikum á Broadway 23. apríl ásamt Hollendingnum Fedde Le Grand. Freyr Bjarnason sló á þráðinn til kappans. Hinn breski Carl Cox hefur verið einn vinsælasti plötusnúður heims í langan tíma. Hann hóf feril sinn um miðjan níunda áratuginn og gat sér fljótlega gott orð fyrir leikni sína við skífuþeyting- ar. Fékk hann viðurnefnið „þriggja spilara töfra- maðurinn“ eftir að hann spilaði á þrjá plötuspilara í einu á tónlistar hátíð í Bretlandi árið 1988. Í gegnum árin hefur hann spilað á mörgum af þekktustu klúbbum heims auk þess sem hann hefur haldið uppi stuðinu á fjölda tónlistarhátíða. Einnig hefur hann undanfarin þrjú ár stjórnað útvarpsþættinum Global sem fimm milljónir manna hlusta á, sam- kvæmt nýjustu tölum. Loksins á Íslandi „Þrátt fyrir að ég hafi spilað víða í heiminum hef ég aldrei spilað á Íslandi. Þess vegna er ég mjög spenntur,“ segir Carl Cox um tónleikana á Broadway. „Ég hef oft verið spurður að því í viðtölum hvort það sé eitthvert land sem ég hef ekki heimsótt og þá hef ég alltaf sagt Ísland. Ég veit ekki af hverju ég hef aldrei spilað þar en ég er mjög ánægður með að geta loksins bætt því á landakortið mitt. Vonandi eiga allir eftir að skemmta sér vel á tónleikunum,“ segir hann. „Ég er að undirbúa nýja plötu og ætla því að spila ný lög. Ég er líka búinn að vera í góðu fríi og er tilbúinn að láta að mér kveða. Ég er í góðu formi og á örugglega eftir að skemmta mér vel.“ Félagsskapur og ferðalög Cox segir það skemmtilegasta við plötusnúðsstarfið vera félagsskapinn og ferðalögin. „Ég hitti fullt af nýju fólki og get ferðast víða. Tilfinningin sem ég fæ þegar áheyrendur hrópa nafnið mitt eða biðja um fleiri lög er líka ólýsanleg. Það jafnast ekkert á við hana. Ég er í þessu vegna viðbragðanna sem ég fæ og vegna þess sem ég get gefið af mér. Aftur á móti er það versta við að vera plötusnúður að maður sér varla fjölskyldu sína og vini en það þarf að fórna einhverju til að geta gert það sem maður elskar.“ Engar vínylplötur Ýmislegt hefur breyst síðan Cox hóf feril sinn, til að mynda eru fimm ár liðin síðan hann hóf að nota geisladiska í stað vínylplatna á tónleikum. „Mér finnst ég vera meira skapandi þegar ég nota geisladiska. Það tók tíma fyrir fólk að átta sig á hvað ég var að gera en núna skilur það það. Svo þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að týna plötunum á flugvöllum,“ segir Cox, sem hefur nú í farteskinu nýtt tölvuforrit sem hann notar á tónleikum. „Þar er maður með allt inni á tölvunni og getur hlaðið niður lögum beint á tónleikum, sem er alveg ótrúlegt.“ Nýtur lífsins í Ástralíu Cox segist hafa róast töluvert síðan hann hóf ferilinn og líði fyrir vikið mun betur en áður. „Fyrir fimmtán til tuttugu árum spilaði ég um hverja helgi nánast allt árið um kring. Eftir að ég fór að þéna meira ákvað ég að kaupa hús í Ástralíu. Núna flýg ég til Melbourne í janúar á hverju ári og dvel þar um sumarvertíðina þegar fólk er að grilla, halda hátíðir og spila tennis og krikket. Ég hef líka mjög gaman af því að aka um á mótorhjólum. Ég er farinn að njóta lífsins betur og mér finnst mikil- vægt að fá næði til að lifa lífinu. Þannig get ég mætt jákvæður til baka í heim plötusnúðsins.“ Cox er ánægður með ferilinn hingað til og þakkar fyrir að hafa alltaf nóg að gera. „Ég hef fengið frábær tækifæri í mínu lífi og ef ég næ að gleðja fólk er ég sáttur.“ Ætlar að gleðja Íslendinga CARL COX Plötusnúðurinn vinsæli er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn á ferli sínum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Rokksveitin Númer núll hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, sem ber heitið Lykillinn að skírlífisbelti. Alls eru tólf lög á plötunni, þar á meðal Hér á allt að fá að flæða, sem náði á sínum tíma toppsæti X- ins 977. Platan kom út 1. apríl og að sögn Gests Guðnasonar úr Númer núll var ekki um neitt aprílgabb að ræða. „Fyrsti apríl er reyndar dagur fíflsins. Þessi tala tengist aðeins tölu fíflsins í spilunum. Jókerinn í spilastokkum er oft tengdur við núllið,“ segir Gestur, sem hefur áður spilað með Stór- sveit Nix Noltes, Skátum, 5tu her- deildinni og Benna Hemm Hemm. Með honum í sveitinni eru Garðar Þ. Eiðsson úr tónleikasveit Varða og Jón Svanur Sveinsson, fyrrver- andi meðlimur Daysleeper, sem leikur einnig með Sverri Berg- mann. Númer núll hefur verið starfandi í um fjögur ár og hefur áður gefið út þriggja laga smáskífu, komið fram á Iceland Airwaves-hátíðinni þrisvar sinnum og leikið á Xmas tónleikum X-ins, ásamt því að spila víða um borgina. „Við höfum reyndar látið lítið fyrir okkur fara síðasta árið á meðan þessi plata hefur verið í vinnslu,“ segir Gestur. Hvað varðar nafnið Númer núll segir hann að hljómur þess hafi fyrst og fremst heillað. „Það er ein- hvers konar hlutleysi í því líka en samt eitthvað óákveðið.“ Næstu tónleikar Númer núll verða föstudaginn 11. apríl klukk- an 17 í verslun 12 Tóna. Kvöldið eftir spilar sveitin á Dillon. - fb Númer núll með skírlífisbelti NÚMER NÚLL Hljómsveitin Númer núll hefur sent frá sér plötuna Lykillinn að skírlífisbelti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.