Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 44
 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR28 EKKI MISSA AF ▼ ▼ ▼ ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. SJÓNVARP NORÐURLANDS 12.15 Samantekt helstu frétta vikunn- ar á N4 . Endursýnt á klukkutíma fresti til 10.15 á sunnudag. STÖÐ 2 Mikið getur maður verið þakklátur fyrir sjónvarpstæki. Þau hafa nú bjargað ófáum Íslendingnum frá leiðindum og fáfræði. Þó að sjónvarpsefni sé gott og gilt í sjálfu sér er ein mikilvægasta og áhrifaríkasta aukaverkun þessa heimilistækis sú að sjónvarpið hefur fært okkur kvikmyndir inn á heimilið. Sumir vilja meina að best sé að horfa á kvikmyndir í þartilgerðum húsum; þar eru bestu hljóð- og mynd- gæðin og því hægt að njóta listaverksins eins og kvik- myndagerðarmaðurinn sá það upprunalega fyrir sér. Það má vel vera, en í bíóhúsum er líka klístur á gólfum, stórir karlhlunkar sem vilja ávallt sitja beint fyrir framan mann og óstýrilát ungmenni sem eru með háreysti og GSM-óspektir meðan á sýningunni stendur. Þó svo að sumir búi reyndar við sambærilegt ástand heima hjá sér er sá munur á að heima getur maður gargað á sam- býlinga þar til þeir lúta vilja manns og lifað rólegur með klístruðu gólfinu vitandi að maður veður í það minnsta bara í eigin drullu. Sumir hafa meira að segja kippt slök- um hljóð- og myndgæðum í lag heima hjá sér með því að fjárfesta í svokölluðu heimabíói, en sennilega kemur að því að þeim fækki nú með rísandi kreppu og gjald- þrotum. Það er allt í lagi, enda hálfgerður óþarfi að sjá flestar þeirra kvikmynda sem íslenskum kvikmyndahúsa- gestum er boðið upp á í sérstaklega góðum hljóð- og myndgæðum þar sem myndirnar sjálfar eru svo mikið sorp. Til að mynda má klárlega þakka fyrir það að sjá mynd á borð við Big Momma‘s House 2 á litlum skjá, enda ekki víst að viðkvæmt sálarlíf Íslendingsins þoli að sjá og heyra Martin Lawrence göslast um í fitubúningi á tjaldi sem þekur heilan vegg. Sú upplifun er einungis viðráðanleg í vernduðu umhverfi heimilisins þar sem maður hefur í það minnsta kunnuglegt umhverfi sér til huggunar. VIÐ TÆKIÐ VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR ER ÁNÆGÐ MEÐ BÍÓSTÖÐVARNAR Þægindi stofunnar heima MARTIN LAWRENCE SEM BIG MOMMA Persóna sem best er geymd á litlum skjá. 08.00 Rachael Ray (e) 08.45 Fyrstu skrefin (e) 09.15 Vörutorg 10.15 Óstöðvandi tónlist 15.55 Vörutorg 16.55 All of Us Fjölmiðlamaðurinn Ro- bert James er nýskilinn við eiginkonu sína og barnsmóður, Neesee, en hann er stað- ráðinn í að afsanna þjóðsöguna um að skilnaður útiloki að hægt sé að láta sér lynda við þá fyrrverandi. 17.20 Everybody Hates Chris (e) 17.45 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 18.30 Jay Leno (e) 19.15 Psych (e) 20.10 Skólahreysti (10:12) Í síðustu undan keppninni erum við á Ísafirði þar sem skólar af Vestfjörðum keppa. Hér er hraði, stuð og stemning og bara þeir bestu kom- ast í úrslitin. 21.00 Innlit / útlit (8:14) Að þessu sinni er m.a. farið í heimsókn í ekta finnskt hús í Helsinki, sjáum það nýjasta í arinstæð- um frá Safretti og skoðum nýja veitingastað- inn Orange sem er staðsettur við höfnina. 21.50 Cane (6:13) Kraftmikil þáttaröð með Jimmy Smits í aðalhlutverki. Þegar Henry er barinn til óbóta af skuggalegum fjárfestum í næturklúbbnum tekur Alex málin í sínar hendur. Pancho leitar að nýjum yfirbruggara fyrir Duque-romm. 22.40 Jay Leno Spjallþáttur á léttum nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 23.25 C.S.I. (e) 00.15 Jericho (e) 01.05 C.S.I. 01.55 Vörutorg 02.55 Óstöðvandi tónlist 16.05 Sportið 16.35 Leiðarljós (Guiding Light) 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Púkka 17.51 Hrúturinn Hreinn 18.00 Geirharður bojng bojng 18.25 Undir ítalskri sól (3:5) 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.10 Veronica Mars (12:20) Banda- rísk spennuþáttaröð um unga konu sem er slyngur spæjari. Aðalhlutverk leikur Krist- en Bell. 20.55 Gáshaukur (Hønsehauk) Norskur þáttur um gáshaukinn, helsta ránfugl norsku barrskóganna. 21.15 Kókos (Kokos) Norsk stuttmynd. 21.25 Viðtalið Bogi Ágústsson ræðir við Ingolf Gabold, yfirmann leiklistardeildar Danska sjónvarpsins. 22.00 Tíufréttir 22.25 Rannsókn málsins - Syndir föð- urins (2:2) (Trial and Retribution: Sins of the Father) Bresk spennumynd frá 2006 í tveimur hlutum. Leikstjóri er Tristram Powell og meðal leikenda eru David Hayman, Victoria Smurfit, Zahra Ahmadi og Glynis Barber. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.35 Mannaveiðar (3:4) 00.20 Kastljós 01.00 Dagskrárlok > Val Kilmer Kilmer er mikill tónlistar unnandi en uppáhalds hljómveit- irnar hans eru Led Zepp- elin og Rage Against the Machine. Hann hefur þar að auki leikið bæði Elvis Presley og Jim Morrison á hvíta tjaldinu. Kilmer leikur í myndinni Spartan sem Stöð 2 bíó sýnir í kvöld. 06.00 I Heart Huckabees 08.00 Not Without My Daughter 10.00 The Perez Family 12.00 Steel Magnolias 14.00 Not Without My Daughter 16.00 The Perez Family 18.00 Steel Magnolias Mannleg og gaman söm mynd sem lætur engan ósnortinn. 20.00 I Heart Huckabees Stjörnum hlað- in og rækilega krefjandi gamanmynd í anda Royal Tenenbaums. 22.00 Spartan 00.00 Derailed 02.00 From Dusk Till Dawn 2 04.00 Spartan 07.00 Iceland Express-deildin 2008 (Grindavík - Snæfell) 14.45 Spænsku mörkin 15.30 Inside Sport (Arsene Wenger / AP McCoy) 16.00 Iceland Express-deildin 2008 (Grindavík - Snæfell) 17.30 Fréttaþáttur Meistaradeildar Evr- ópu 18.00 Meistaradeildin - upphitun Hitað upp fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evr- ópu. 18.30 Meistaradeild Evrópu Bein út- sending frá leik Liverpool og Arsenal í Meistaradeild Evrópu. Sport 3. Chelsea - Fenerbahce. 20.40 Meistaradeildin (Meistaramörk) Sparkspekingar fara yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Öll mörkin og öll um- deildu atvikin. 21.00 Meistaradeild Evrópu Útsending frá leik Chelsea og Fenerbahce. 22.50 Meistaramörk 23.10 PGA Tour 2008 - Hápunktar 00.05 Meistaradeild Evrópu (Liverpool - Arsenal) 01.45 Meistaramörk 07.00 Stoke - Crystal Palace 14.40 Aston Villa - Bolton 16.20 Arsenal - Liverpool 18.00 Premier League World (Heimur úrvalsdeildarinnar) Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svip- myndir af æðinu fyrir enska boltanum um heim allan. 18.35 West Ham - Portsmouth (Enska úrvalsdeildin) Bein útsending frá leik West Ham og Portsmouth í ensku úrvals- deildinni. 20.40 Coca Cola mörkin Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni en þar eiga Íslendingar nokkra fulltrúa. 21.10 Middlesbrough - Man. Utd 22.50 Ensku mörkin Ný og hraðari út- gáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sér- fræðinga. 07.00 Camp Lazlo 07.25 Ofurhundurinn Krypto 07.50 Kalli kanína og félagar 08.10 Oprah (Gay Around the World) 08.50 Í fínu formi 09.05 Bold and the Beautiful 09.25 La Fea Más Bella 10.35 Extreme Makeover: HE (14:32) 12.00 Hádegisfréttir 12.45 Neighbours (Nágrannar) 13.10 Corkscrewed (2:8) 13.35 The Commitments (e) 15.30 Sjáðu 15.55 Ginger segir frá 16.18 Justice League Unlimited 16.43 Kringlukast 17.08 Shin Chan 17.28 Bold and the Beautiful 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 Ísland í dag, Markaðurinn og veður 18.30 Fréttir 18.55 Ísland í dag og íþróttir 19.30 The Simpsons 19.55 Friends (4:24) (Vinir 7) 20.20 Hell´s Kitchen (3:11) 21.05 Shark (5:16) Stórleikarinn James Woods snýr aftur í hlutverki lögfræðingsins eitilharða Sebastian Stark. Þetta er önnur þáttaröð þessa frábæra og ferska lögfræði- krimma. Við höldum áfram að fylgjast með Sebastian sækja erfiðustu málin fyrir sak- sóknaraembættið en oftar en ekki hittir hann fyrir harðsvíraða glæpamenn sem hann eitt sinn varði sjálfur. 21.50 Kompás 22.25 60 minutes (60 mínútur) Glænýr þáttur virtasta og vinsælasta fréttaskýringa- þáttar í heimi þar sem reyndustu fréttaskýr- endur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök við- töl við heimsþekkt fólk. 23.10 Medium (2:16) 23.55 Nip/Tuck (11:14) 00.45 ReGenesis (5:13) 01.35 The Commitments (e) 03.30 Shark (5:16) 04.15 Extreme Makeover: HE (14:32) 05.40 Fréttir og Ísland í dag 06.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 18.30 Chealsea-Fenerbahce STÖÐ 2 SPORT 3 18.35 West Ham-Portsmouth STÖÐ 2 SPORT 2 20.10 Veronica Mars SJÓNVARPIÐ 21.00 Innlit/útlit SKJÁREINN 21.05 Shark STÖÐ 2 Settu þitt mark á Fréttablaðið Umbrotsmenn vantar til starfa á Fréttablaðinu. Bæði er um fastráðningu að ræða sem og sumarafleysingar. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu á InDesign, vera vanir umbroti og geta unnið vel undir álagi. Um vaktavinnu er að ræða. Fréttablaðið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem lagt eru upp úr góðri samvinnu og ábyrgð hvers og eins. Umsóknir skulu sendar til Kolbrúnar Ingibergsdóttur, framleiðslustjóra á netfangið kolbrun@frettabladid.is . Umsóknarfrestur er til xx. apríl. Öllum umsóknum verður svarað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.